„Fyrir nákvæmlega 10 árum síðan tók ég bestu ákvörðun lífs míns. Ég ætlaði að kaupa málverk eftir Ella Egilsson. Aldrei hefði mig grunað að þessi ákvörðun myndi umturna lífi mínu,“ segir María Birta í hjartnæmri færslu á Instagram.
„Með þessum skilaboðum var ég að hleypa fallegustu, góðhjörtuðustu, duglegustu, traustustu og hreinlega mögnuðustu manneskju heimsins inn í líf mitt og það yrði sko aldrei aftur snúið.
Með þennan mann mér við hlið er allt betra. Hann hefur gefið mér allt sem ég hefði nokkru sinni viljað í lífinu og látið alla mína drauma rætast. Ég tel mig vera heppnustu konu í heimi.
Takk fyrir að vera okkur allt Elli. Betri manneskju er ekki hægt að hugsa sér,“ skrifar María Birta.
Þá birti María Birta skjáskot af fyrstu samskiptum hjónanna sem hófust á spurningunni: „Smá pæling. gerirðu einhvern tímann stór verk?“
