Segir lögin hafa verið alveg skýr um afdrif þjónustulausra hælisleitenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 12:01 Guðmundur Ingi fagnar því að þjónustulausir flóttamenn sem synjað hefur verið um vernd fái nú húsaskjól. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti. Greint var frá því á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins í morgun að ráðuneytið hafi gert samkomulag við Rauða krossinn um tímabundið verkefni sem feli í sér neyðaraðstoð við útlendinga, sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eigi ekki rétt á aðstoð. Verkefnið gildir út maí næstkomandi. „Ég er mjög ánægður með að við höfum tryggt núna að ekkert af fólkinu þarf að sofa úti. Enda er það eitthvað sem við viljum ekki í okkar samfélagi. Þetta tryggjum við með samningi við Rauða krossinn sem snýst um að þau veita ákveðna þjónustu sem felst í að fólk fær húsaskjól og mat í samræmi við hvernig þetta er gert í gistiskýlum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Er pláss fyrir þetta fólk í gistiskýlunum? „Við vitum ekki hversu mörg munu óska eftir að nota þetta. Það þarf að þróast eftir því sem tíminn líður. Það er ekki meiningin að það verði lokað á neinn úr þessum hópi. Okkur stjórnvöldum ber - sveitarfélögum og eftir atvikum ríki - að tryggja það að hér sé enginn á götunni,“ segir Guðmundur. Framkvæmdin ekki nógu vel hugsuð Hann segir útfærsluna í höndum Rauða krossins og geti því ekki svarað hvort rúmum verði fjölgað í gistiskýlum. Þessi hópur hefur ekki rétt á þjónustu vegna breytinga sem til komu með nýjum útlendingalögum síðasta vetur. Lögin hafa verið harðlega gagnrýnd að undanförnu. Voru þessi útlendingalög nógu vel úthugsuð ef þetta er niðurstaðan? „Ég held að eins og gengið var frá lögunum var það alveg skýrt. En ég hef gagnrýnt að framkvæmdin á því hvað tekur við þegar fólk nýtur ekki lengur þjónustu Ríkislögreglustjóra að það hafi Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðuneytið ekki hugsað alveg nógu langt,“ segir Guðmundur. „Auðvitað er hlutverk sveitarfélaganna augljóst í þessu því að þeim ber að skoða þessi mál einstaklinganna og við höfum núna búið til úrræði sem þau geta vísað beint í. Af því að það eru ekki til nein svona úrræði í sveitarfélögunum eins og staðan er núna. Við erum að óska eftir góðu samstarfi við sveitarfélögin núna.“ Segir þjónustuna nú í höndum sveitarfélaga Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga segir í samtali við fréttastofu að sambandið hafi málið og samkomulagið nú til skoðunar. Afstaða sveitarfélaganna hafi verið skýr og hún sé óbreytt. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að það hafi gert breytingar á reglum um endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna áðurnefndra einstaklinga. Með breytingunum sé skýrt hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við fólkið. „Sveitarfélögin taka auðvitað alltaf ákvörðun um hversu mikla þjónustu þau veita. Við erum að segja að við endurgreiðum fyrir þjónustu sem er í samræmi við það sem gengur og gerist í gistiskýlum.“ Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni heimilislausra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27. september 2023 08:48 Umsækjendum um vernd ekið fyrir 225 milljónir á ári Aksturskostnaður Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nam rúmum 225 milljónum króna á tímabilinu júlí árið 2022 til júní árið 2023. 11. september 2023 10:37 Þeim fjölgar sem er vísað beint úr landi að loknu gæsluvarðhaldi Það sem af er ári hefur 44 einstaklingum verið vísað úr landi strax að loknu gæsluvarðahaldi en allt árið í fyrra var heildarfjöldinn 36. Fangelsismálastofnun hefur ekki upplýsingar um það hversu stór hluti hópsins eru hælisleitendur. 11. september 2023 07:08 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Greint var frá því á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins í morgun að ráðuneytið hafi gert samkomulag við Rauða krossinn um tímabundið verkefni sem feli í sér neyðaraðstoð við útlendinga, sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eigi ekki rétt á aðstoð. Verkefnið gildir út maí næstkomandi. „Ég er mjög ánægður með að við höfum tryggt núna að ekkert af fólkinu þarf að sofa úti. Enda er það eitthvað sem við viljum ekki í okkar samfélagi. Þetta tryggjum við með samningi við Rauða krossinn sem snýst um að þau veita ákveðna þjónustu sem felst í að fólk fær húsaskjól og mat í samræmi við hvernig þetta er gert í gistiskýlum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Er pláss fyrir þetta fólk í gistiskýlunum? „Við vitum ekki hversu mörg munu óska eftir að nota þetta. Það þarf að þróast eftir því sem tíminn líður. Það er ekki meiningin að það verði lokað á neinn úr þessum hópi. Okkur stjórnvöldum ber - sveitarfélögum og eftir atvikum ríki - að tryggja það að hér sé enginn á götunni,“ segir Guðmundur. Framkvæmdin ekki nógu vel hugsuð Hann segir útfærsluna í höndum Rauða krossins og geti því ekki svarað hvort rúmum verði fjölgað í gistiskýlum. Þessi hópur hefur ekki rétt á þjónustu vegna breytinga sem til komu með nýjum útlendingalögum síðasta vetur. Lögin hafa verið harðlega gagnrýnd að undanförnu. Voru þessi útlendingalög nógu vel úthugsuð ef þetta er niðurstaðan? „Ég held að eins og gengið var frá lögunum var það alveg skýrt. En ég hef gagnrýnt að framkvæmdin á því hvað tekur við þegar fólk nýtur ekki lengur þjónustu Ríkislögreglustjóra að það hafi Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðuneytið ekki hugsað alveg nógu langt,“ segir Guðmundur. „Auðvitað er hlutverk sveitarfélaganna augljóst í þessu því að þeim ber að skoða þessi mál einstaklinganna og við höfum núna búið til úrræði sem þau geta vísað beint í. Af því að það eru ekki til nein svona úrræði í sveitarfélögunum eins og staðan er núna. Við erum að óska eftir góðu samstarfi við sveitarfélögin núna.“ Segir þjónustuna nú í höndum sveitarfélaga Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga segir í samtali við fréttastofu að sambandið hafi málið og samkomulagið nú til skoðunar. Afstaða sveitarfélaganna hafi verið skýr og hún sé óbreytt. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að það hafi gert breytingar á reglum um endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna áðurnefndra einstaklinga. Með breytingunum sé skýrt hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við fólkið. „Sveitarfélögin taka auðvitað alltaf ákvörðun um hversu mikla þjónustu þau veita. Við erum að segja að við endurgreiðum fyrir þjónustu sem er í samræmi við það sem gengur og gerist í gistiskýlum.“
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni heimilislausra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27. september 2023 08:48 Umsækjendum um vernd ekið fyrir 225 milljónir á ári Aksturskostnaður Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nam rúmum 225 milljónum króna á tímabilinu júlí árið 2022 til júní árið 2023. 11. september 2023 10:37 Þeim fjölgar sem er vísað beint úr landi að loknu gæsluvarðhaldi Það sem af er ári hefur 44 einstaklingum verið vísað úr landi strax að loknu gæsluvarðahaldi en allt árið í fyrra var heildarfjöldinn 36. Fangelsismálastofnun hefur ekki upplýsingar um það hversu stór hluti hópsins eru hælisleitendur. 11. september 2023 07:08 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27. september 2023 08:48
Umsækjendum um vernd ekið fyrir 225 milljónir á ári Aksturskostnaður Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nam rúmum 225 milljónum króna á tímabilinu júlí árið 2022 til júní árið 2023. 11. september 2023 10:37
Þeim fjölgar sem er vísað beint úr landi að loknu gæsluvarðhaldi Það sem af er ári hefur 44 einstaklingum verið vísað úr landi strax að loknu gæsluvarðahaldi en allt árið í fyrra var heildarfjöldinn 36. Fangelsismálastofnun hefur ekki upplýsingar um það hversu stór hluti hópsins eru hælisleitendur. 11. september 2023 07:08