Rúnar: Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 14:15 KR-ingurinn Olav Öby og Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson elta boltann í síðasta leik liðanna. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar heimsækja Stjörnuna í kvöld í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og verða helst að vinna ætli þeir sér að vera með í Evrópukeppni næsta sumar. KR er þremur stigum á eftir Stjörnunni og þar með þremur stigum frá fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópu. „Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í samtali við Val Pál Eiríksson. KR hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni, fyrst á móti ÍBV og svo á móti Víkingi og Val. Allir leikirnir hafa endað 2-2. Rúnar Kristinsson er sáttur með stöðuna á KR-liðinu og sér stíganda hjá sínu liði.Vísir/Anton „Við þurfum að reyna að verja markið okkar betur en að sama skapi erum við búnir að vera að skora mörk á móti þessum bestu liðum. Við þurfum að finna jafnvægi á milli þess að sækja og verjast. Verjast betur og halda áfram að sækja vel og þá getum við unnið Stjörnuna eins og önnur lið,“ sagði Rúnar. Stjörnuliðið hefur verið á siglingu seinni hluta tímabilsins og öflugir síðustu vikur. „Stjarnan er með gott lið og margir ungir strákar hjá þeim. Þeir eru búnir að standa sig mjög vel. Við erum búnir að spila við þá þrisvar sinnum í sumar, vinna tvisvar og tapa einu sinni. Við förum bara brattir í Garðabæinn en þetta er bara enn einn úrslitaleikurinn í þessari úrslitakeppni. Við verðum bara að fókusa á hann og fókusa á okkur sjálfa. Reyna gera vel til að ná í úrslit,“ sagði Rúnar. „Við vitum að við þurfum alltaf eitt stig og helst þrjú. Stjarnan þarf líka á stigunum að halda í þessari baráttu sem er í kvöld og fram undan,“ sagði Rúnar. „Þetta er fjórði leikurinn sem við spilum við þá í sumar og liðin þekkja hvort annað mjög vel. Það er ekki langt síðan við fórum í Garðabæinn og töpuðum á móti þeim. Við þurfum að laga ýmislegt frá þeim leik,“ sagði Rúnar. „Þetta snýst um dagsform, að finna rétta hugarfarið og fá menn til að trúa á það sem við erum að gera. Mér finnst vera búinn að vera fínn stígandi í þessu hjá okkur undanfarið. Við erum búnir að vera spila ágætlega og ég held að það sé sjálfstraust í liðinu,“ sagði Rúnar. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30. KR Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
KR er þremur stigum á eftir Stjörnunni og þar með þremur stigum frá fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópu. „Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í samtali við Val Pál Eiríksson. KR hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni, fyrst á móti ÍBV og svo á móti Víkingi og Val. Allir leikirnir hafa endað 2-2. Rúnar Kristinsson er sáttur með stöðuna á KR-liðinu og sér stíganda hjá sínu liði.Vísir/Anton „Við þurfum að reyna að verja markið okkar betur en að sama skapi erum við búnir að vera að skora mörk á móti þessum bestu liðum. Við þurfum að finna jafnvægi á milli þess að sækja og verjast. Verjast betur og halda áfram að sækja vel og þá getum við unnið Stjörnuna eins og önnur lið,“ sagði Rúnar. Stjörnuliðið hefur verið á siglingu seinni hluta tímabilsins og öflugir síðustu vikur. „Stjarnan er með gott lið og margir ungir strákar hjá þeim. Þeir eru búnir að standa sig mjög vel. Við erum búnir að spila við þá þrisvar sinnum í sumar, vinna tvisvar og tapa einu sinni. Við förum bara brattir í Garðabæinn en þetta er bara enn einn úrslitaleikurinn í þessari úrslitakeppni. Við verðum bara að fókusa á hann og fókusa á okkur sjálfa. Reyna gera vel til að ná í úrslit,“ sagði Rúnar. „Við vitum að við þurfum alltaf eitt stig og helst þrjú. Stjarnan þarf líka á stigunum að halda í þessari baráttu sem er í kvöld og fram undan,“ sagði Rúnar. „Þetta er fjórði leikurinn sem við spilum við þá í sumar og liðin þekkja hvort annað mjög vel. Það er ekki langt síðan við fórum í Garðabæinn og töpuðum á móti þeim. Við þurfum að laga ýmislegt frá þeim leik,“ sagði Rúnar. „Þetta snýst um dagsform, að finna rétta hugarfarið og fá menn til að trúa á það sem við erum að gera. Mér finnst vera búinn að vera fínn stígandi í þessu hjá okkur undanfarið. Við erum búnir að vera spila ágætlega og ég held að það sé sjálfstraust í liðinu,“ sagði Rúnar. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30.
KR Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti