Eyjamenn þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigrinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2023 22:40 Ármann vann góðan sigur er liðið mætti ÍBV í þriðju umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO í kvöld. Leikurinn fór fram á Nuke þar sem Ármann tóku hnífalotuna. Ármann spilaði vörn í fyrri hálfleik og spilaði sínum spilum vel í skammbyssulotunni, sem þeir sigruðu. Ármann átti vægast sagt stórleik gegn Eyjamönnum, en ÍBV hafði engin svör við vörn Ármanns sem tóku fyrstu fimm loturnar. Loks sá ÍBV sína fyrstu sigurlotu í sjöttu lotu, staðan þá orðin 5-1. ÍBV náði að byggja á lotusigrinum og tók þrjár lotur til viðbótar, staðan þá orðin 6-3 og ÍBV alls ekki dottnir úr leiknum. Ármann hélt þó áfram eins og liðið byrjaði og tók yfirhönd á leiknum. Eftir nokkra lotusigra var Ármann kominn með forystuna í stöðunni 8-3. Liðin skiptust á að taka lotur það sem eftir lifði hálfleiks en Ármann þó með forystu. Staðan í hálfleik: 9-6 Ármann tók fyrstu lotu seinni hálfleiks eftir að ná sprengjunni niður á A-svæði Nuke. Sóknarspilið sem Ármann bauð Eyjamönnum upp á reyndist ÍBV ofviða og þeir tóku lotu eftir lotu. Ármann sigraði næstu sex lotur og kom sér á úrslitastig, en Eyjamenn klóruðu þá í bakkann og tóku nokkrar lotur til baka. Staðan var orðin 15-12 þegar Ármann fann loks sigurlotuna eftir heiðarlega tilraun ÍBV til að snúa til baka. Lokatölur: 16-12 ÍBV situr enn á botni deildarinnar með núll stig en Ármann heldur sér í miðjuslagnum með tvo sigra og fjögur stig. Viðureign Ármanns og ÍBV gæti verið sú síðasta sem spiluð er í CS:GO í íslenskum rafíþróttum, en nýverið gaf Valve, útgefandi Counter-Strike leikjanna út CS2. CS2 mun því taka við af CS:GO en ekki er vitað hvenær breytingin kemur í rafíþróttakeppnir víðsvegar um heiminn. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport
Leikurinn fór fram á Nuke þar sem Ármann tóku hnífalotuna. Ármann spilaði vörn í fyrri hálfleik og spilaði sínum spilum vel í skammbyssulotunni, sem þeir sigruðu. Ármann átti vægast sagt stórleik gegn Eyjamönnum, en ÍBV hafði engin svör við vörn Ármanns sem tóku fyrstu fimm loturnar. Loks sá ÍBV sína fyrstu sigurlotu í sjöttu lotu, staðan þá orðin 5-1. ÍBV náði að byggja á lotusigrinum og tók þrjár lotur til viðbótar, staðan þá orðin 6-3 og ÍBV alls ekki dottnir úr leiknum. Ármann hélt þó áfram eins og liðið byrjaði og tók yfirhönd á leiknum. Eftir nokkra lotusigra var Ármann kominn með forystuna í stöðunni 8-3. Liðin skiptust á að taka lotur það sem eftir lifði hálfleiks en Ármann þó með forystu. Staðan í hálfleik: 9-6 Ármann tók fyrstu lotu seinni hálfleiks eftir að ná sprengjunni niður á A-svæði Nuke. Sóknarspilið sem Ármann bauð Eyjamönnum upp á reyndist ÍBV ofviða og þeir tóku lotu eftir lotu. Ármann sigraði næstu sex lotur og kom sér á úrslitastig, en Eyjamenn klóruðu þá í bakkann og tóku nokkrar lotur til baka. Staðan var orðin 15-12 þegar Ármann fann loks sigurlotuna eftir heiðarlega tilraun ÍBV til að snúa til baka. Lokatölur: 16-12 ÍBV situr enn á botni deildarinnar með núll stig en Ármann heldur sér í miðjuslagnum með tvo sigra og fjögur stig. Viðureign Ármanns og ÍBV gæti verið sú síðasta sem spiluð er í CS:GO í íslenskum rafíþróttum, en nýverið gaf Valve, útgefandi Counter-Strike leikjanna út CS2. CS2 mun því taka við af CS:GO en ekki er vitað hvenær breytingin kemur í rafíþróttakeppnir víðsvegar um heiminn.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport