Eyjamenn máttu þola tap gegn Ármanni í gærkvöld og er liðið því enn án stiga eftir fyrstu þrjár umferðir Ljósleiðaradeildarinnar.
ÍBV átti þó sína spretti í leiknum og Biggzyyy sýndi það undir lok leiks að það er ýmislegt spunnið í Eyjamenn. Hann var þá einn eftir á móti þremur meðlimum Ármanns, felldi þá alla og kláraði lotuna fyrir ÍBV.
Tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.