Vill aðeins skoða kosti og galla útvistunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. september 2023 14:25 Ásdís segir ekkert hafa verið ákveðið varðandi útvistun á starfsemi Salarins. Vísir Ásdís Kristjánsdóttir segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um útvistun á starfsemi Salarins, tónleikasal bæjarins. Starfshópur muni eingis skoða kosti þess og galla að útvista starfseminni. Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, sem og Félag íslenskra hljómlistamanna (FÍH) hafa í yfirlýsingum lýst þungum áhyggjum af því að starfsemi tónlistarhússins verði boðin út. Ásdís bæjarstjóri segir hins vegar að félagið misskilji tillögur hennar sem unnar voru með hliðsjón af úttekt KPMG á menningarhúsum bæjarins. Samkvæmt tillögum Ásdísar, sem gerðar voru í apríl á þessu ári, er lagt til að stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra efla tónleikaviðburði og aðsókn. Meðal verkefna er að kortleggja kosti þess og galla við að útvista rekstri salarins. „Ef til útvistunar kæmi yrðu sett skilyrði um notkun og aðgengi Kópavogsbæjar að Salnum fyrir sína starfsemi,“ segir í tillögunni. Í samtali við fréttastofu segir Ásdís að umræðan byggi á misskilningi. „Stjórn Klassís dregur þá ályktun að starfseminni verði útvistað en það er alls ekki það sem hefur verið ákveðið. Hins vegar ætlum við að skipa starfshóp til að kanna möguleikann á því hvernig við getum eflst enn frekar starfsemi Salarins. Eitt af því sem er nefnt er að skoða kosti þess og galla að útvista rekstrinum en það er ekkert sem bendir til þess að við ætlum að fara þessa leið, síður en svo,“ segir Ásdís. „Þetta virðist hafa verið misskilningur hjá Klassís.“ Stefnan sé eingöngu að styrkja menningarstarfsemi bæjarins. Tengist þetta hagræðingu í rekstri bæjarins? „Nei, það eru engin áform um að hagræða í rekstri Salarins. Við viljum aðeins skipa starfshóp fagaðila til að kortleggja hvernig við getum eflt starfsemina enn frekar.“ Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, sem og Félag íslenskra hljómlistamanna (FÍH) hafa í yfirlýsingum lýst þungum áhyggjum af því að starfsemi tónlistarhússins verði boðin út. Ásdís bæjarstjóri segir hins vegar að félagið misskilji tillögur hennar sem unnar voru með hliðsjón af úttekt KPMG á menningarhúsum bæjarins. Samkvæmt tillögum Ásdísar, sem gerðar voru í apríl á þessu ári, er lagt til að stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra efla tónleikaviðburði og aðsókn. Meðal verkefna er að kortleggja kosti þess og galla við að útvista rekstri salarins. „Ef til útvistunar kæmi yrðu sett skilyrði um notkun og aðgengi Kópavogsbæjar að Salnum fyrir sína starfsemi,“ segir í tillögunni. Í samtali við fréttastofu segir Ásdís að umræðan byggi á misskilningi. „Stjórn Klassís dregur þá ályktun að starfseminni verði útvistað en það er alls ekki það sem hefur verið ákveðið. Hins vegar ætlum við að skipa starfshóp til að kanna möguleikann á því hvernig við getum eflst enn frekar starfsemi Salarins. Eitt af því sem er nefnt er að skoða kosti þess og galla að útvista rekstrinum en það er ekkert sem bendir til þess að við ætlum að fara þessa leið, síður en svo,“ segir Ásdís. „Þetta virðist hafa verið misskilningur hjá Klassís.“ Stefnan sé eingöngu að styrkja menningarstarfsemi bæjarins. Tengist þetta hagræðingu í rekstri bæjarins? „Nei, það eru engin áform um að hagræða í rekstri Salarins. Við viljum aðeins skipa starfshóp fagaðila til að kortleggja hvernig við getum eflt starfsemina enn frekar.“
Kópavogur Menning Tónlist Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira