Segir bataferlið allt annað en línulaga Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. október 2023 07:01 Aldís Amah Hamilton ræðir á einlægum nótum við blaðamann um lífið, listina og átröskunarbataferlið. Vísir/Vilhelm „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. Það er ýmislegt á döfinni hjá þessari leikkonu. Hún fer meðal annars með hlutverk í söngleiknum Eitruð lítil pilla, sem verður frumsýndur eftir jól í Borgarleikhúsinu, og er að ljúka við tökur á annarri sjónvarpsseríu af Svörtu Söndum, sem sýnd er á Stöð 2. Mikilvægt að geta rætt hlutina eins og þeir eru Aldís Amah er óhrædd við að ræða um sín persónulegu mál af hreinskilni og opnaði sig meðal annars um átröskun í viðtali við Vikuna í vor. Hún segir bataferlið ekki eitthvað sem er línulaga en þykir gott að geta rætt hlutina eins og þeir eru. Í viðtalinu er fjallað um átröskun. Hér má lesa nánar um átröskun og úrræði sem eru í boði. Hér má kynna sér hagsmunasamtökin SÁTT . Bráðageðdeild er í síma 5431000. Fullkomnunaráráttan hefur fylgt Aldísi úr æsku og segir hún hana ekki vinna með sér sem leikari. „Það er gott að vera vandasamur og hafa auga fyrir smáatriðum en það er mjög þunn lína á milli þess að þetta þóknist þér og fari síðan yfir í að þú ert farin að halda aftur af sjálfri þér í ótta við að hafa ekki stjórn á útkomunni.“ Aldís Amah Hamilton er vegan og mikill dýravinur. Hér er hún ásamt hundinum sínum Apríl.Vísir/Vilhelm „Verður að þora að vera ljót“ Hún segir þetta hafa verið vandamál hjá sér þegar þegar hún var í leiklistarnáminu. „Það var alltaf verið að segja við mig: Þú verður að þora að sleppa tökunum og þú verður að þora að vera ljót. Einu sinni var svo sagt við mig að ef ég þorði ekki að vera ljót þá yrði ég aldrei neitt annað en B mynda leikkona. Á þeim tíma stakk það mig rosa mikið. Núna mörgum árum seinna veit ég alveg hver ætlunin var með þessum orðum en það fyndna er að er ég ekki með neitt kvikmynda eða þáttaraða snobb. Mér finnst frábært ef þau verkefni sem ég tek að mér geta hjálpað fólki, veitt þeim innblástur eða hvatningu, og auðvitað er það sem ég hef verið að skapa undanfarið ekkert léttmeti.“ Hún segir þó að það skipti sig mestu máli að hafa rödd og geta haft áhrif. „Ef ég fæ að leika í einhverri stórri mynd sem fullt af fólki myndi telja B mynd en ég fengi í kjölfarið vettvang til að tjá mig um hluti sem skiptir mig máli þá væri það frábært. Þannig horfi ég til dæmis á samfélagsmiðla. Það skiptir því í raun meira máli hvaða áhrif ég get haft út frá minni list frekar en hvaða status fólki finnst listin mín vera á. Það sem gefur mér mest er að skapa eitthvað sem margir sjá og að sjálfsögðu er gaman ef verkefnið sjálft býr til eitthvað fallegt eða lætur fólki líða vel. Ég hef fengið ótrúlega falleg skilaboð út frá Svörtu söndum sem mér finnst ótrúlegt, að það sé fólk sem líði vel eftir að hafa horft á Svörtu sanda,“ segir hún hlæjandi. Aldís fer með hlutverk Anítu í þáttunum Svörtu Sandar. Hún skrifaði einnig handritið ásamt öðrum.Juliette Rowland Mjög mótandi móðir Aldís er mikil baráttukona og brennur fyrir málefnum sem snúa til dæmis að minnihlutahópum, velferð dýra og umhverfisvernd. „Ég held að mamma mín, Alda Sigmundsdóttir, eigi rosa mikinn heiður af því að hafa mótað mig. Ég get þakkað henni fyrir réttsýni og réttlætiskenndina mína, mamma er ótrúlega sterk en á sama tíma mjög viðkvæm fyrir því þegar minni máttar verða fyrir misrétti. Það er mjög sterklega innbyrt í mér gagnvart öðrum og gagnvart sjálfri mér. Síðan á ég mjög góðan stjúpföður sem hefur sýnt mér ást og hlýju sem ég held að ég hafi líka tekið með mér og reyni að endurspegla í mínu sambandi við stjúpdætur mínar. Ég á yndislegan afa og ömmu, afi var í leikhúsinu og var mikið með mig þar þegar ég var lítil. Amma er ótrúleg bisness-ofurkona og saman eru þau dásamleg afi og amma. Heimilið er alltaf fullt af ást og skemmtilegum samtölum. Blóðamma mín var líka leikkona en flutti erlendis. Hún var fyrsta konan til að flytja íslensku kindina til Kanada. Önnur mjög sterk kvenfyrirmynd! Allir fjölskyldumeðlimir mínir hafa mótað mig og allar æskuvinkonur mínar sömuleiðis. Ég held líka að maður sé fæddur með ákveðinn kjarna sem er styrktur og nærður í réttu umhverfi.“ View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Átti erfitt með að biðja um hjálp Aldís segist almennt eiga auðvelt með að standa uppi fyrir sjálfri sér og öðrum og er ekkert rosalega hrædd við afleiðingarnar á því. Þó sé það nýtilkomið hjá henni að ræða opinskátt um andleg veikindi sín. „Ég hef í gegnum tíðina átt mjög erfitt með að biðja um hjálp. Ég er alin upp af einstæðri móður til að byrja með, var lyklabarn og fór 13 ára út á atvinnumarkaðinn.“ Kveikjan að því að opna sig um þetta kom frá samfélagsmiðlum og segist Aldís hafa fundið að hún hefði einhverja rödd þar. „Ég upplifi að fólk fylgi mér vegna þess að því finnst ég vera marktæk. Það er kannski þessi réttlætiskennd, mér líður ekki eins og það sé sanngjarnt hvernig tekið er á geðrænum veikindum og hvernig heilbrigðiskerfið okkar er byggt upp í kringum þau. Nú hef ég reynslu af því sjálf og ég var mjög ósátt. Ég þurfti að bíða í eitt og hálft ár eftir því að komast inn hjá Landspítalanum og það getur brotið manneskju. Ég var farin að leita mér sjálf að alls konar upplýsingum og það hjálpaði. Eftir meðferð vissi ég að mig langaði að tala um átröskunina en langaði að koma þessu vel frá mér. Þá fæ ég skilaboð frá Lilju hjá Vikunni sem bauð mér forsíðuviðtal. Það var svo mikið alheimurinn að segja mér að gera eitthvað í þessu.“ Aldís Amah segir að alheimurinn hafi gripið í taumana þegar Lilja hjá Vikunni hafði samband við hana.Vísir/Vilhelm Mikilvægt en erfitt að halda umræðunni á lofti Aldís vill fara lengra með umræðuna og halda henni á lofti. „Eftir viðtalið hjá Vikunni var ég á leið út í tökur og það var mikið um að vera eftir langt tímabil sem einkenndist af miklum kvíða. Það var bara ekkert að gera. Útgjöldin voru þau sömu en það var engin innkoma af viti í rúmt ár. Þannig að akkúrat þegar viðtalið kemur út er ég erlendis í tökum, að vinda ofan af brjálaðri streitu og álagi og ég hafði ekki pláss til þess að halda umræðunni á lofti.“ Hún segir að fullkomnunaráráttan vinni gegn sér í þessu þar sem hún vill koma þessu fagmannlega og vel frá sér. „Ég er svo hrædd um að segja eitthvað vitlaust sem gæti verið notað gegn mér sem hefur samt eiginlega aldrei gerst. Ég mikla hlutina fyrir mér í og þar af leiðandi þrýsti ég hlutunum aftar í forgangsröðunina hjá mér. Þegar þetta verður yfirþyrmandi finnst mér freistandi að setjast bara upp í sófa og spila tölvuleiki. Sem er auðvitað líka mikilvægt, að geta aðeins slökkt á þeytingnum í hugsununum.“ View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Aftur komin í auga stormsins Þegar blaðamaður spyr Aldísi hvort því fylgi pressa að vera á réttri leið í bataferlinu í kjölfar þess að opna sig um þetta segir hún: „Hún kemur líklega helst frá sjálfri mér. Kaldhæðnin í þessu öllu, sem er svo dæmigert, er að þegar við skjótum myndirnar fyrir viðtalið, þar sem ég opna mig um átröskunina, er ég búin að vera í þrjá mánuði í svokölluðu útilokunar mataræði til að athuga hvort ég væri með ofnæmi fyrir einhverri fæðu. Ég var eiginlega komin aftur í auga stormsins því þetta varð eldiviður fyrir átröskunina sem ég taldi mig vera að sigrast á. Ég faldi mig svolítið á bak við það að ég mátti bara borða ákveðinn mat, hélt ég væri samt í bata.“ Aldís segist í grunninn hafa verið með átröskun sem gekk út á ofæfingu ásamt svelti og ofáti. „Hún kallast hreyfingar-bulímía (e. exercise bulimia). Síðan varð þetta að svokallaðri réttfæðisáráttu sem er hugtak sem hefur ekki enn verið viðurkennt af alþjóðlegum samtökum geðlækna. Þetta útilokunarmataræði nærði hana, ég var rosalega ströng um það sem ég borðaði og tók það jafnvel alltof langt. Togstreitan var að mér leið betur líkamlega því ég var að taka út mat sem hafði slæm áhrif á mig, en ég grenntist rosalega og alltof hratt. Ég var til dæmis aftur hætt á blæðingum en það er orðið stærsta merkið hjá mér. Þegar ég er hætt á blæðingum, sem gerðist þegar ég var með átröskunina, þá er eitthvað ekki alveg í lagi.“ Hún segir annað merki um að ekki sé allt með feldu hjá sér vera þegar hún er farin að stíga á vigtina, jafnvel oftar en einu sinni á dag. „Einnig að ég byrja að vigta matinn minn. En mér leið eins og ég væri á svo rosa flottri vegferð, að þetta væri bara fylgifiskur þess að borða svona. Þess má til gamans geta að ekkert kom út úr þessu óþolsmataræði annað en að chili fer ekki vel í mig.“ Aldís Amah segir að það geti verið mjög erfitt að átta sig á átröskuninni enda sé sjúkdómurinn margala. Þegar hún fór að veikjast aftur leið henni að einhverju leyti eins og hún væri á heilbrigðri vegferð. Vísir/Vilhelm Kveikt á gamalli þráhyggju Þegar þessu matarprógrammi lýkur segist Aldís hafa fallið frekar hratt í gamalt far. „Ég fer að taka inn venjulega fæðu og það er eins og það hafi verið kveikt á gamalli þráhyggju. Ég veit að þetta ástand skapast þegar að líkamann hefur skort næringu í langan tíma Ég gat ekki hætt að hugsa um mat og allt sem ég hafði neitað mér um. Mig langaði að halda í allt það góða sem hafði áunnist eins og minni bólgur, betri orka, húð og melting, en ég var augljóslega aftur orðin andlega, og líkamlega, veik.“ Aldís segir segir að tilfinningarnar sem fylgja því geti verið ólýsanlega flóknar og því sé erfitt að koma þeim í orð. „Ég bætti aftur á mig fitu sem er nauðsynlegt fyrir mig upp á heilbrigða hormónastarfsemi að gera. Blæðingarnar komu aftur sem var auðvitað frábært. En ég var mjög vonsvikin út í sjálfa mig. Andlega þreytan er líka stór partur af þessu, að vera sífellt í þessu innra stríði. Ég er í þeirri andlegu úrvinnslu núna og gengur vel,“ segir Aldís og bætir við að auðvitað lendi maður aldrei á núllpunkti þó að upplifunin hafi verið slík. „Öll þessi reynsla hefur kennt mér helling og núna veit ég að svona matarprógröm eru bara hættuleg fyrir mig og andlega vinnan þarf að halda áfram. Batinn er ekki kominn, það er augljóst. Ég á ennþá fullt eftir en ég er búin að læra svo mikið og ég trúi því að ég muni aldrei aftur fara á sama stað sem ég var á áður en bataferlið hófst.“ View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Biðlistarnir mjög erfiðir Aldís segist spennt fyrir nýjum leiðum og nálgunum í bataferlinu og er meðal annars spennt að komast að í EMDR meðferð. Þá segir hún einnig hafa hjálpað sér að lesa greinar tengdar átröskun og að á YouTube fann hún myndbönd og reynslusögur sem björguðu henni í mesta myrkrinu. Það sem geri bataferlið oft erfitt séu þó langir biðlistar. „Þegar ég loksins komst að hjá Landspítalanum fannst mér ég búin að vinna svo mikið í sjálfri mér að mig langaði hreinlega ekki að taka plássið af einhverjum. Ég á ekki að þurfa að hugsa út í það en með svona biðlista er ekki annað hægt. Mér var boðin innlögn en ég þáði að koma bara á göngudeild. Ég vissi að það væri einhver úti sem þurfti akkúrat þá meira á innlögninni að halda.“ Hún segir mikið haldreipi í því að hafa í fyrstu fengið reglulega símatíma hjá ráðgjafa Hvíta bandsins sem veitti andlegan stuðning. „Hún sagði meðal annars við mig að ég væri mjög fróð um þessa hluti og það væri kannski ekki mikið nýtt sem hún gæti sagt mér en það var ekki það sem skipti mestu máli. Þú getur vitað ótrúlega mikið en samt ertu að gera heimskulega hluti.“ Krafturinn hafi verið í því að einhver hlustaði á hana og skildi hana. „En svo eftir nokkra mánuði var hætt með þessa þjónustu og þar við lá, sem var mjög erfitt. Þetta var án efa útaf fjármagni en þetta var svo mikil lágmarksþjónusta sem hafði ótrúlega jákvæð áhrif.“ Á hnefanum að stíga fyrstu skrefin í bataferli Vert er að taka fram að samkvæmt Heiðu Rut Guðmundsdóttur, sálfræðingi og teymisstjóra átröskunarteymis Landspítala, hefur mikil umbótavinna átt sér stað í teyminu. „Biðtíminn er í mesta lagi nokkrar vikur og er forgangsraðað eftir alvarleika,“ segir Heiða Rut í samtali við blaðamann. Aldís var enn á biðlista við tökur á fyrstu seríu Svörtu sanda. „Það var bæði áhugavert og erfitt fyrir mig að horfa á fyrstu seríuna þegar hún kom út. Ég er þarna á hnefanum að stíga mín fyrstu skref í bata í risastóru verkefni á mínum ferli. Ég get horft á ákveðin atriði og munað algjörlega hvað var í gangi hjá mér þarna og hvernig mér leið. Ég var kannski búin að vera að svelta mig rosa mikið fyrir þessa senu og vera mjög kvíðin en enginn sér það nema ég.“ Hún segir þó að nýlega hafi sér tekist að fjarlægja sjálfa sig betur frá karakterunum sem hún leikur. Þannig segir Aldís Svörtu sanda hafa verið mjög heilandi verkefni fyrir sig. „Mér tókst bara að taka svo risastórt skref. Ég veit ekki hvernig ég á að koma þessari tilfinningu í orð en þetta var svo stórt verkefni. Ég skrifa handritið í samvinnu við Baldvin og Ragnar en mjög mikið af hugmyndavinnunni á bak við persónu Anítu er mín. Það tók yfir sjálfsmeðvitundina að ég myndi að lokum leika hana. Ég get núna alveg horft á þetta og fundist eitthvað sjónarhorn á mér hrikalegt en mér finnst það bara ekki skipta máli í stóra samhenginu, þessi persóna þarf að fá að vera hún. Ég vona að ég eigi eftir að verða betri leikkona og að ég sé ekki að ná einhverjum hápunkti núna þó mér fannst ég hafa staðið mig frekar vel og það sem ég er stoltust af er að mér finnst ég lítið meðvituð um það hvernig ég lít út í senunum þegar ég horfi núna.“ View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Heilandi að leika Anítu Hún segist finna enn meira fyrir þessari breytingu í seríu tvö. „Líkaminn minn hefur breyst og ég er að sýna hann aftur eins og ég gerði svo sannarlega í seríu eitt. Aðstæður Anítu hafa líka breyst mjög mikið núna. Við erum ekki að hitta konu sem er með þráhyggju yfir útlitinu sínu og þar af leiðandi get ég sem er að leika hana ekki verið með þráhyggju yfir útlitinu hennar. Við erum meira að segja farin að ganga of langt og gervahönnuðurinn þarf að stoppa okkur af í að gera hana ekki of sjúskaða stundum.“ Aldís segir að millivegurinn sé alltaf erfiðastur þar sem hún á það til að vera allt eða ekkert manneskja. „Ég er jafnvel komin þangað að ég myndi vilja finna hvatann til að líta betur út dagsdaglega og hafa fyrir því að hugsa meira um húðina til dæmis.“ Aldís Amah er í þeirri vegferð í dag að endurskilgreina samband sitt við útlitið og reynir að finna hinn gullna milliveg. Hún segir að það geti oft verið gaman að hafa sig til og vill gera það á uppbyggilegan hátt.Vísir/Vilhelm Gullni millivegurinn framtíðarverkefnið Sem unglingi þótti Aldísi virkilega gaman að hafa sig til og gerði það aðallega fyrir sjálfa sig. „Mig langar að finna þennan hvata aftur en það er auðvitað smá erfitt því með átröskunarbatann snýst þetta um að sleppa tökum á því hvernig þú lítur út að miklu leyti. Verandi svona allt eða ekkert manneskja þá er ég núna í svona „ekkert“ fasa. Það er svolítið verkefnið mitt. Að hugsa oftar: Hvað er það sem ég hef og mig langar að draga fram? Í staðinn fyrir að hugsa stanslaust: Ekki hugsa neitt um útlitið.“ Hún segir bæði skemmtilegt og mannlegt að hafa sig til og skipta stundum um gír og klæða sig upp. „Þetta er bara svo ótrúlega marglaga og það er svo erfitt að vita hvar maður á að byrja að tala um þetta. Hvernig nær maður að útskýra þetta fyrir einhverjum sem þekkir þessa röskun ekki á eigin skinni? Það er svo flókið og langt og erfitt ferli en mig langar að tala meira um þetta og finna hvernig mér líður sem best.“ Hún segir að millivegurinn sé því verkefnið framundan. „Þrítugsaldurinn var allt eða ekkert og fertugsaldur er að finna milliveg sem ég get leikið mér í kringum. Auðvitað mun ég einhvern tíma skjóta yfir markið og einhvern tíma fara langt undir en allavega að finna einhvern milliveg. Ég held að það sé að gerast. Ég er vongóð.“ Aldís Amah segist vongóð í bataferlinu og hefur lært heilmikið að undarförnu.Vísir/Vilhelm Nærandi sambúð Aldís er í sambúð með listamanninum og leikaranum Kolbeini Arnbjörnssyni og segir hún hann vera sinn helsta stuðningsmann. „Heimilishaldið okkar er ótrúlega gott. Við erum með svo samrýnd áhugamál og það sem við höfum kannski sjálf ekki brennandi áhuga á höfum við samt áhuga á fyrir hönd hins. Það þýðir að auðvitað tölum við oft um leiklist handrit og annað en stærsta umræðan á heimilinu er sjálfsvinna og okkur finnst ótrúlega gaman að deila öllu sem við lærum með hvort öðru. Við erum bæði svo sólgin í að læra. Mikið af því sem við erum að pæla í snýr að okkur sem manneskjum, hvernig við getum bætt hvort annað upp, unnið í okkur sjálfum og unnið í okkur í sambandi. Síðan styðjum við hvort annað í okkar verkefnum, hjálpum hvort öðru að skjóta selftape, leiðbeinum og leikstýrum hvort öðru, það gengur rosalega vel.“ Aldís Amah og Kolbeinn eru bæði sólgin í að læra og eru dugleg að ræða hlutina á djúpu nótunum. Hún segir heimilishaldið mjög gott og nærandi.Instagram @aldisamah Erfið en ekki vandræðaleg nektarsena Kolbeinn leikur með Aldísi í fyrstu seríu af Svörtu söndum og segist Aldís hafa verið mjög hreinskilin við hann og Baldvin Z leikstjóra um það sem var í gangi hjá henni. „Það er eitt atvik sem er mér svo minnisstætt og ég hef svo mikla ást til þeirra beggja. Við vorum að skjóta nektarsenu og fólk spyr mig oft hvort það sé ekki vandræðalegt að skjóta nektarsenu með fólk í kringum mig. Mér var sko drullusama um allt fólkið í rýminu, ég var bara ógeðslega stressuð fyrir því hvernig almenningur myndi sjá mig út frá þeirri súper bjöguðu hugsun um það að mér fannst ég ekki hafa svelt mig nóg.“ Aldís segist hafa verið búin að setja dagsetningu nektarsenunnar í dagatalið löngu áður. „Ég ætlaði að svelta mig fram að því nema hvað svo gekk það ekki. Ég varð að borða eins og manneskja. Það er annað sem fólk veit ekki en þegar maður byrjar að borða eftir svelti þá tekur líkaminn mjög illa í það. Meltingin er í ruglinu og mér leið ekki vel með sjálfa mig.“ Aldís og Kolbeinn léku saman í Svörtu söndum og segir hún ómetanlegt að hafa geta rætt allt bæði við hann og Baldvin Z leikstjóra.Skjáskot úr þætti Mikilvægast að draga ekki úr viðkomandi Eftir nektarsenuna brotnaði Aldís algjörlega niður í herbergi með Kolbeini og Baldvini. „Ég segi þeim að ég hafi séð upptökuna og svo fer ég bara að gráta. Kolbeinn og Baldvin sátu hjá mér og þeir héldu svo fallega um hjartað mitt. Það er eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera held ég. Að hlusta og bekenna sársaukann en minna á að þessar hugsanir eru ekki sannar. Mikilvægasta er að draga ekki úr viðkomandi.“ Aldís segist vera mjög opinská við fólkið í kringum sig um allt sem er í gangi og það hjálpi mikið. „Kolbeinn segir mér þegar ég er á hálum ís og hann dregur mig til ábyrgðar gagnvart sjálfri mér. Án hans væri ég ekki á þeim batavegi sem ég er í dag. Ég hefði ekki getað þetta ein, ég held að fæst geti það. Geðvandamál mega ekki vera einhver prívat barátta full af skömm og ótta. Við höfum átt svo stór og merkileg samtöl um þetta og birtingarmyndin af átröskun er allskonar.“ Hún segir að hann hafi sömuleiðis lært helling um sjálfan sig út frá þessu ferli og sé stöðugt að afla sér upplýsinga um þetta. „Hann hefur mjög djúpan skilning á þessu. Það er því miður ekki nógu algengt held ég en það er algjörlega nauðsynlegt ef þú átt maka eða einhvern nákominn þér sem er að ganga í gegnum hvers kyns geðræn vandamál að þú sért tilbúinn að kafa í fræðin og afla þér upplýsinga, ef þú vilt vera til staðar það er að segja. Því það er líka oft erfitt fyrir manneskju sem er veik að gefa réttar upplýsingar, þú ert bæði með bjagaða mynd í hausnum og ert meðvitað eða ómeðvitað að skaða sjálfan þig. Þá þarftu að eiga einhvern að sem getur haldið utan um þig og hjálpað þér aftur á réttan kjöl,“ segir Aldís Amah að lokum. Geðheilbrigði Menning Ástin og lífið Helgarviðtal Tengdar fréttir Svörtu sandar fengu lofsamlega dóma í Wall Street Journal Glæpaserían Svörtu sandar fékk nýlega lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu Wall Street Journal en serían er sýnd á Viaplay, Alibi, SBS og Disney+. 14. ágúst 2023 11:17 Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Leikaraparið Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson kynntust við tökur á sjónvarpsþáttaseríunni Svörtu sandar. Aldís var handritshöfundur þáttanna en fór sömuleiðis með eitt af aðalhlutverkunum. 13. júlí 2023 20:01 Glímdi við réttfæðisáráttu sem geðlæknar hafa enn ekki viðurkennt Leikkonan Aldís Amah Hamilton glímdi við átröskunarsjúkdóminn orthorexia nervosa eða réttfæðisáráttu. Hún hefur stigið mikilvæg skref í baráttu sinni en fyrir hver tvö skref áfram er eitt aftur á bak. 17. maí 2023 09:14 Enduðu dansandi á tánum á klístruðu gólfi eftir Edduna Verðlaunahátíða-vertíðin er í fullum gangi og um helgina verða bæði Hlustendaverðlaunin og Edduverðlaunin veitt. 17. mars 2023 10:32 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Það er ýmislegt á döfinni hjá þessari leikkonu. Hún fer meðal annars með hlutverk í söngleiknum Eitruð lítil pilla, sem verður frumsýndur eftir jól í Borgarleikhúsinu, og er að ljúka við tökur á annarri sjónvarpsseríu af Svörtu Söndum, sem sýnd er á Stöð 2. Mikilvægt að geta rætt hlutina eins og þeir eru Aldís Amah er óhrædd við að ræða um sín persónulegu mál af hreinskilni og opnaði sig meðal annars um átröskun í viðtali við Vikuna í vor. Hún segir bataferlið ekki eitthvað sem er línulaga en þykir gott að geta rætt hlutina eins og þeir eru. Í viðtalinu er fjallað um átröskun. Hér má lesa nánar um átröskun og úrræði sem eru í boði. Hér má kynna sér hagsmunasamtökin SÁTT . Bráðageðdeild er í síma 5431000. Fullkomnunaráráttan hefur fylgt Aldísi úr æsku og segir hún hana ekki vinna með sér sem leikari. „Það er gott að vera vandasamur og hafa auga fyrir smáatriðum en það er mjög þunn lína á milli þess að þetta þóknist þér og fari síðan yfir í að þú ert farin að halda aftur af sjálfri þér í ótta við að hafa ekki stjórn á útkomunni.“ Aldís Amah Hamilton er vegan og mikill dýravinur. Hér er hún ásamt hundinum sínum Apríl.Vísir/Vilhelm „Verður að þora að vera ljót“ Hún segir þetta hafa verið vandamál hjá sér þegar þegar hún var í leiklistarnáminu. „Það var alltaf verið að segja við mig: Þú verður að þora að sleppa tökunum og þú verður að þora að vera ljót. Einu sinni var svo sagt við mig að ef ég þorði ekki að vera ljót þá yrði ég aldrei neitt annað en B mynda leikkona. Á þeim tíma stakk það mig rosa mikið. Núna mörgum árum seinna veit ég alveg hver ætlunin var með þessum orðum en það fyndna er að er ég ekki með neitt kvikmynda eða þáttaraða snobb. Mér finnst frábært ef þau verkefni sem ég tek að mér geta hjálpað fólki, veitt þeim innblástur eða hvatningu, og auðvitað er það sem ég hef verið að skapa undanfarið ekkert léttmeti.“ Hún segir þó að það skipti sig mestu máli að hafa rödd og geta haft áhrif. „Ef ég fæ að leika í einhverri stórri mynd sem fullt af fólki myndi telja B mynd en ég fengi í kjölfarið vettvang til að tjá mig um hluti sem skiptir mig máli þá væri það frábært. Þannig horfi ég til dæmis á samfélagsmiðla. Það skiptir því í raun meira máli hvaða áhrif ég get haft út frá minni list frekar en hvaða status fólki finnst listin mín vera á. Það sem gefur mér mest er að skapa eitthvað sem margir sjá og að sjálfsögðu er gaman ef verkefnið sjálft býr til eitthvað fallegt eða lætur fólki líða vel. Ég hef fengið ótrúlega falleg skilaboð út frá Svörtu söndum sem mér finnst ótrúlegt, að það sé fólk sem líði vel eftir að hafa horft á Svörtu sanda,“ segir hún hlæjandi. Aldís fer með hlutverk Anítu í þáttunum Svörtu Sandar. Hún skrifaði einnig handritið ásamt öðrum.Juliette Rowland Mjög mótandi móðir Aldís er mikil baráttukona og brennur fyrir málefnum sem snúa til dæmis að minnihlutahópum, velferð dýra og umhverfisvernd. „Ég held að mamma mín, Alda Sigmundsdóttir, eigi rosa mikinn heiður af því að hafa mótað mig. Ég get þakkað henni fyrir réttsýni og réttlætiskenndina mína, mamma er ótrúlega sterk en á sama tíma mjög viðkvæm fyrir því þegar minni máttar verða fyrir misrétti. Það er mjög sterklega innbyrt í mér gagnvart öðrum og gagnvart sjálfri mér. Síðan á ég mjög góðan stjúpföður sem hefur sýnt mér ást og hlýju sem ég held að ég hafi líka tekið með mér og reyni að endurspegla í mínu sambandi við stjúpdætur mínar. Ég á yndislegan afa og ömmu, afi var í leikhúsinu og var mikið með mig þar þegar ég var lítil. Amma er ótrúleg bisness-ofurkona og saman eru þau dásamleg afi og amma. Heimilið er alltaf fullt af ást og skemmtilegum samtölum. Blóðamma mín var líka leikkona en flutti erlendis. Hún var fyrsta konan til að flytja íslensku kindina til Kanada. Önnur mjög sterk kvenfyrirmynd! Allir fjölskyldumeðlimir mínir hafa mótað mig og allar æskuvinkonur mínar sömuleiðis. Ég held líka að maður sé fæddur með ákveðinn kjarna sem er styrktur og nærður í réttu umhverfi.“ View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Átti erfitt með að biðja um hjálp Aldís segist almennt eiga auðvelt með að standa uppi fyrir sjálfri sér og öðrum og er ekkert rosalega hrædd við afleiðingarnar á því. Þó sé það nýtilkomið hjá henni að ræða opinskátt um andleg veikindi sín. „Ég hef í gegnum tíðina átt mjög erfitt með að biðja um hjálp. Ég er alin upp af einstæðri móður til að byrja með, var lyklabarn og fór 13 ára út á atvinnumarkaðinn.“ Kveikjan að því að opna sig um þetta kom frá samfélagsmiðlum og segist Aldís hafa fundið að hún hefði einhverja rödd þar. „Ég upplifi að fólk fylgi mér vegna þess að því finnst ég vera marktæk. Það er kannski þessi réttlætiskennd, mér líður ekki eins og það sé sanngjarnt hvernig tekið er á geðrænum veikindum og hvernig heilbrigðiskerfið okkar er byggt upp í kringum þau. Nú hef ég reynslu af því sjálf og ég var mjög ósátt. Ég þurfti að bíða í eitt og hálft ár eftir því að komast inn hjá Landspítalanum og það getur brotið manneskju. Ég var farin að leita mér sjálf að alls konar upplýsingum og það hjálpaði. Eftir meðferð vissi ég að mig langaði að tala um átröskunina en langaði að koma þessu vel frá mér. Þá fæ ég skilaboð frá Lilju hjá Vikunni sem bauð mér forsíðuviðtal. Það var svo mikið alheimurinn að segja mér að gera eitthvað í þessu.“ Aldís Amah segir að alheimurinn hafi gripið í taumana þegar Lilja hjá Vikunni hafði samband við hana.Vísir/Vilhelm Mikilvægt en erfitt að halda umræðunni á lofti Aldís vill fara lengra með umræðuna og halda henni á lofti. „Eftir viðtalið hjá Vikunni var ég á leið út í tökur og það var mikið um að vera eftir langt tímabil sem einkenndist af miklum kvíða. Það var bara ekkert að gera. Útgjöldin voru þau sömu en það var engin innkoma af viti í rúmt ár. Þannig að akkúrat þegar viðtalið kemur út er ég erlendis í tökum, að vinda ofan af brjálaðri streitu og álagi og ég hafði ekki pláss til þess að halda umræðunni á lofti.“ Hún segir að fullkomnunaráráttan vinni gegn sér í þessu þar sem hún vill koma þessu fagmannlega og vel frá sér. „Ég er svo hrædd um að segja eitthvað vitlaust sem gæti verið notað gegn mér sem hefur samt eiginlega aldrei gerst. Ég mikla hlutina fyrir mér í og þar af leiðandi þrýsti ég hlutunum aftar í forgangsröðunina hjá mér. Þegar þetta verður yfirþyrmandi finnst mér freistandi að setjast bara upp í sófa og spila tölvuleiki. Sem er auðvitað líka mikilvægt, að geta aðeins slökkt á þeytingnum í hugsununum.“ View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Aftur komin í auga stormsins Þegar blaðamaður spyr Aldísi hvort því fylgi pressa að vera á réttri leið í bataferlinu í kjölfar þess að opna sig um þetta segir hún: „Hún kemur líklega helst frá sjálfri mér. Kaldhæðnin í þessu öllu, sem er svo dæmigert, er að þegar við skjótum myndirnar fyrir viðtalið, þar sem ég opna mig um átröskunina, er ég búin að vera í þrjá mánuði í svokölluðu útilokunar mataræði til að athuga hvort ég væri með ofnæmi fyrir einhverri fæðu. Ég var eiginlega komin aftur í auga stormsins því þetta varð eldiviður fyrir átröskunina sem ég taldi mig vera að sigrast á. Ég faldi mig svolítið á bak við það að ég mátti bara borða ákveðinn mat, hélt ég væri samt í bata.“ Aldís segist í grunninn hafa verið með átröskun sem gekk út á ofæfingu ásamt svelti og ofáti. „Hún kallast hreyfingar-bulímía (e. exercise bulimia). Síðan varð þetta að svokallaðri réttfæðisáráttu sem er hugtak sem hefur ekki enn verið viðurkennt af alþjóðlegum samtökum geðlækna. Þetta útilokunarmataræði nærði hana, ég var rosalega ströng um það sem ég borðaði og tók það jafnvel alltof langt. Togstreitan var að mér leið betur líkamlega því ég var að taka út mat sem hafði slæm áhrif á mig, en ég grenntist rosalega og alltof hratt. Ég var til dæmis aftur hætt á blæðingum en það er orðið stærsta merkið hjá mér. Þegar ég er hætt á blæðingum, sem gerðist þegar ég var með átröskunina, þá er eitthvað ekki alveg í lagi.“ Hún segir annað merki um að ekki sé allt með feldu hjá sér vera þegar hún er farin að stíga á vigtina, jafnvel oftar en einu sinni á dag. „Einnig að ég byrja að vigta matinn minn. En mér leið eins og ég væri á svo rosa flottri vegferð, að þetta væri bara fylgifiskur þess að borða svona. Þess má til gamans geta að ekkert kom út úr þessu óþolsmataræði annað en að chili fer ekki vel í mig.“ Aldís Amah segir að það geti verið mjög erfitt að átta sig á átröskuninni enda sé sjúkdómurinn margala. Þegar hún fór að veikjast aftur leið henni að einhverju leyti eins og hún væri á heilbrigðri vegferð. Vísir/Vilhelm Kveikt á gamalli þráhyggju Þegar þessu matarprógrammi lýkur segist Aldís hafa fallið frekar hratt í gamalt far. „Ég fer að taka inn venjulega fæðu og það er eins og það hafi verið kveikt á gamalli þráhyggju. Ég veit að þetta ástand skapast þegar að líkamann hefur skort næringu í langan tíma Ég gat ekki hætt að hugsa um mat og allt sem ég hafði neitað mér um. Mig langaði að halda í allt það góða sem hafði áunnist eins og minni bólgur, betri orka, húð og melting, en ég var augljóslega aftur orðin andlega, og líkamlega, veik.“ Aldís segir segir að tilfinningarnar sem fylgja því geti verið ólýsanlega flóknar og því sé erfitt að koma þeim í orð. „Ég bætti aftur á mig fitu sem er nauðsynlegt fyrir mig upp á heilbrigða hormónastarfsemi að gera. Blæðingarnar komu aftur sem var auðvitað frábært. En ég var mjög vonsvikin út í sjálfa mig. Andlega þreytan er líka stór partur af þessu, að vera sífellt í þessu innra stríði. Ég er í þeirri andlegu úrvinnslu núna og gengur vel,“ segir Aldís og bætir við að auðvitað lendi maður aldrei á núllpunkti þó að upplifunin hafi verið slík. „Öll þessi reynsla hefur kennt mér helling og núna veit ég að svona matarprógröm eru bara hættuleg fyrir mig og andlega vinnan þarf að halda áfram. Batinn er ekki kominn, það er augljóst. Ég á ennþá fullt eftir en ég er búin að læra svo mikið og ég trúi því að ég muni aldrei aftur fara á sama stað sem ég var á áður en bataferlið hófst.“ View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Biðlistarnir mjög erfiðir Aldís segist spennt fyrir nýjum leiðum og nálgunum í bataferlinu og er meðal annars spennt að komast að í EMDR meðferð. Þá segir hún einnig hafa hjálpað sér að lesa greinar tengdar átröskun og að á YouTube fann hún myndbönd og reynslusögur sem björguðu henni í mesta myrkrinu. Það sem geri bataferlið oft erfitt séu þó langir biðlistar. „Þegar ég loksins komst að hjá Landspítalanum fannst mér ég búin að vinna svo mikið í sjálfri mér að mig langaði hreinlega ekki að taka plássið af einhverjum. Ég á ekki að þurfa að hugsa út í það en með svona biðlista er ekki annað hægt. Mér var boðin innlögn en ég þáði að koma bara á göngudeild. Ég vissi að það væri einhver úti sem þurfti akkúrat þá meira á innlögninni að halda.“ Hún segir mikið haldreipi í því að hafa í fyrstu fengið reglulega símatíma hjá ráðgjafa Hvíta bandsins sem veitti andlegan stuðning. „Hún sagði meðal annars við mig að ég væri mjög fróð um þessa hluti og það væri kannski ekki mikið nýtt sem hún gæti sagt mér en það var ekki það sem skipti mestu máli. Þú getur vitað ótrúlega mikið en samt ertu að gera heimskulega hluti.“ Krafturinn hafi verið í því að einhver hlustaði á hana og skildi hana. „En svo eftir nokkra mánuði var hætt með þessa þjónustu og þar við lá, sem var mjög erfitt. Þetta var án efa útaf fjármagni en þetta var svo mikil lágmarksþjónusta sem hafði ótrúlega jákvæð áhrif.“ Á hnefanum að stíga fyrstu skrefin í bataferli Vert er að taka fram að samkvæmt Heiðu Rut Guðmundsdóttur, sálfræðingi og teymisstjóra átröskunarteymis Landspítala, hefur mikil umbótavinna átt sér stað í teyminu. „Biðtíminn er í mesta lagi nokkrar vikur og er forgangsraðað eftir alvarleika,“ segir Heiða Rut í samtali við blaðamann. Aldís var enn á biðlista við tökur á fyrstu seríu Svörtu sanda. „Það var bæði áhugavert og erfitt fyrir mig að horfa á fyrstu seríuna þegar hún kom út. Ég er þarna á hnefanum að stíga mín fyrstu skref í bata í risastóru verkefni á mínum ferli. Ég get horft á ákveðin atriði og munað algjörlega hvað var í gangi hjá mér þarna og hvernig mér leið. Ég var kannski búin að vera að svelta mig rosa mikið fyrir þessa senu og vera mjög kvíðin en enginn sér það nema ég.“ Hún segir þó að nýlega hafi sér tekist að fjarlægja sjálfa sig betur frá karakterunum sem hún leikur. Þannig segir Aldís Svörtu sanda hafa verið mjög heilandi verkefni fyrir sig. „Mér tókst bara að taka svo risastórt skref. Ég veit ekki hvernig ég á að koma þessari tilfinningu í orð en þetta var svo stórt verkefni. Ég skrifa handritið í samvinnu við Baldvin og Ragnar en mjög mikið af hugmyndavinnunni á bak við persónu Anítu er mín. Það tók yfir sjálfsmeðvitundina að ég myndi að lokum leika hana. Ég get núna alveg horft á þetta og fundist eitthvað sjónarhorn á mér hrikalegt en mér finnst það bara ekki skipta máli í stóra samhenginu, þessi persóna þarf að fá að vera hún. Ég vona að ég eigi eftir að verða betri leikkona og að ég sé ekki að ná einhverjum hápunkti núna þó mér fannst ég hafa staðið mig frekar vel og það sem ég er stoltust af er að mér finnst ég lítið meðvituð um það hvernig ég lít út í senunum þegar ég horfi núna.“ View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Heilandi að leika Anítu Hún segist finna enn meira fyrir þessari breytingu í seríu tvö. „Líkaminn minn hefur breyst og ég er að sýna hann aftur eins og ég gerði svo sannarlega í seríu eitt. Aðstæður Anítu hafa líka breyst mjög mikið núna. Við erum ekki að hitta konu sem er með þráhyggju yfir útlitinu sínu og þar af leiðandi get ég sem er að leika hana ekki verið með þráhyggju yfir útlitinu hennar. Við erum meira að segja farin að ganga of langt og gervahönnuðurinn þarf að stoppa okkur af í að gera hana ekki of sjúskaða stundum.“ Aldís segir að millivegurinn sé alltaf erfiðastur þar sem hún á það til að vera allt eða ekkert manneskja. „Ég er jafnvel komin þangað að ég myndi vilja finna hvatann til að líta betur út dagsdaglega og hafa fyrir því að hugsa meira um húðina til dæmis.“ Aldís Amah er í þeirri vegferð í dag að endurskilgreina samband sitt við útlitið og reynir að finna hinn gullna milliveg. Hún segir að það geti oft verið gaman að hafa sig til og vill gera það á uppbyggilegan hátt.Vísir/Vilhelm Gullni millivegurinn framtíðarverkefnið Sem unglingi þótti Aldísi virkilega gaman að hafa sig til og gerði það aðallega fyrir sjálfa sig. „Mig langar að finna þennan hvata aftur en það er auðvitað smá erfitt því með átröskunarbatann snýst þetta um að sleppa tökum á því hvernig þú lítur út að miklu leyti. Verandi svona allt eða ekkert manneskja þá er ég núna í svona „ekkert“ fasa. Það er svolítið verkefnið mitt. Að hugsa oftar: Hvað er það sem ég hef og mig langar að draga fram? Í staðinn fyrir að hugsa stanslaust: Ekki hugsa neitt um útlitið.“ Hún segir bæði skemmtilegt og mannlegt að hafa sig til og skipta stundum um gír og klæða sig upp. „Þetta er bara svo ótrúlega marglaga og það er svo erfitt að vita hvar maður á að byrja að tala um þetta. Hvernig nær maður að útskýra þetta fyrir einhverjum sem þekkir þessa röskun ekki á eigin skinni? Það er svo flókið og langt og erfitt ferli en mig langar að tala meira um þetta og finna hvernig mér líður sem best.“ Hún segir að millivegurinn sé því verkefnið framundan. „Þrítugsaldurinn var allt eða ekkert og fertugsaldur er að finna milliveg sem ég get leikið mér í kringum. Auðvitað mun ég einhvern tíma skjóta yfir markið og einhvern tíma fara langt undir en allavega að finna einhvern milliveg. Ég held að það sé að gerast. Ég er vongóð.“ Aldís Amah segist vongóð í bataferlinu og hefur lært heilmikið að undarförnu.Vísir/Vilhelm Nærandi sambúð Aldís er í sambúð með listamanninum og leikaranum Kolbeini Arnbjörnssyni og segir hún hann vera sinn helsta stuðningsmann. „Heimilishaldið okkar er ótrúlega gott. Við erum með svo samrýnd áhugamál og það sem við höfum kannski sjálf ekki brennandi áhuga á höfum við samt áhuga á fyrir hönd hins. Það þýðir að auðvitað tölum við oft um leiklist handrit og annað en stærsta umræðan á heimilinu er sjálfsvinna og okkur finnst ótrúlega gaman að deila öllu sem við lærum með hvort öðru. Við erum bæði svo sólgin í að læra. Mikið af því sem við erum að pæla í snýr að okkur sem manneskjum, hvernig við getum bætt hvort annað upp, unnið í okkur sjálfum og unnið í okkur í sambandi. Síðan styðjum við hvort annað í okkar verkefnum, hjálpum hvort öðru að skjóta selftape, leiðbeinum og leikstýrum hvort öðru, það gengur rosalega vel.“ Aldís Amah og Kolbeinn eru bæði sólgin í að læra og eru dugleg að ræða hlutina á djúpu nótunum. Hún segir heimilishaldið mjög gott og nærandi.Instagram @aldisamah Erfið en ekki vandræðaleg nektarsena Kolbeinn leikur með Aldísi í fyrstu seríu af Svörtu söndum og segist Aldís hafa verið mjög hreinskilin við hann og Baldvin Z leikstjóra um það sem var í gangi hjá henni. „Það er eitt atvik sem er mér svo minnisstætt og ég hef svo mikla ást til þeirra beggja. Við vorum að skjóta nektarsenu og fólk spyr mig oft hvort það sé ekki vandræðalegt að skjóta nektarsenu með fólk í kringum mig. Mér var sko drullusama um allt fólkið í rýminu, ég var bara ógeðslega stressuð fyrir því hvernig almenningur myndi sjá mig út frá þeirri súper bjöguðu hugsun um það að mér fannst ég ekki hafa svelt mig nóg.“ Aldís segist hafa verið búin að setja dagsetningu nektarsenunnar í dagatalið löngu áður. „Ég ætlaði að svelta mig fram að því nema hvað svo gekk það ekki. Ég varð að borða eins og manneskja. Það er annað sem fólk veit ekki en þegar maður byrjar að borða eftir svelti þá tekur líkaminn mjög illa í það. Meltingin er í ruglinu og mér leið ekki vel með sjálfa mig.“ Aldís og Kolbeinn léku saman í Svörtu söndum og segir hún ómetanlegt að hafa geta rætt allt bæði við hann og Baldvin Z leikstjóra.Skjáskot úr þætti Mikilvægast að draga ekki úr viðkomandi Eftir nektarsenuna brotnaði Aldís algjörlega niður í herbergi með Kolbeini og Baldvini. „Ég segi þeim að ég hafi séð upptökuna og svo fer ég bara að gráta. Kolbeinn og Baldvin sátu hjá mér og þeir héldu svo fallega um hjartað mitt. Það er eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera held ég. Að hlusta og bekenna sársaukann en minna á að þessar hugsanir eru ekki sannar. Mikilvægasta er að draga ekki úr viðkomandi.“ Aldís segist vera mjög opinská við fólkið í kringum sig um allt sem er í gangi og það hjálpi mikið. „Kolbeinn segir mér þegar ég er á hálum ís og hann dregur mig til ábyrgðar gagnvart sjálfri mér. Án hans væri ég ekki á þeim batavegi sem ég er í dag. Ég hefði ekki getað þetta ein, ég held að fæst geti það. Geðvandamál mega ekki vera einhver prívat barátta full af skömm og ótta. Við höfum átt svo stór og merkileg samtöl um þetta og birtingarmyndin af átröskun er allskonar.“ Hún segir að hann hafi sömuleiðis lært helling um sjálfan sig út frá þessu ferli og sé stöðugt að afla sér upplýsinga um þetta. „Hann hefur mjög djúpan skilning á þessu. Það er því miður ekki nógu algengt held ég en það er algjörlega nauðsynlegt ef þú átt maka eða einhvern nákominn þér sem er að ganga í gegnum hvers kyns geðræn vandamál að þú sért tilbúinn að kafa í fræðin og afla þér upplýsinga, ef þú vilt vera til staðar það er að segja. Því það er líka oft erfitt fyrir manneskju sem er veik að gefa réttar upplýsingar, þú ert bæði með bjagaða mynd í hausnum og ert meðvitað eða ómeðvitað að skaða sjálfan þig. Þá þarftu að eiga einhvern að sem getur haldið utan um þig og hjálpað þér aftur á réttan kjöl,“ segir Aldís Amah að lokum.
Geðheilbrigði Menning Ástin og lífið Helgarviðtal Tengdar fréttir Svörtu sandar fengu lofsamlega dóma í Wall Street Journal Glæpaserían Svörtu sandar fékk nýlega lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu Wall Street Journal en serían er sýnd á Viaplay, Alibi, SBS og Disney+. 14. ágúst 2023 11:17 Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Leikaraparið Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson kynntust við tökur á sjónvarpsþáttaseríunni Svörtu sandar. Aldís var handritshöfundur þáttanna en fór sömuleiðis með eitt af aðalhlutverkunum. 13. júlí 2023 20:01 Glímdi við réttfæðisáráttu sem geðlæknar hafa enn ekki viðurkennt Leikkonan Aldís Amah Hamilton glímdi við átröskunarsjúkdóminn orthorexia nervosa eða réttfæðisáráttu. Hún hefur stigið mikilvæg skref í baráttu sinni en fyrir hver tvö skref áfram er eitt aftur á bak. 17. maí 2023 09:14 Enduðu dansandi á tánum á klístruðu gólfi eftir Edduna Verðlaunahátíða-vertíðin er í fullum gangi og um helgina verða bæði Hlustendaverðlaunin og Edduverðlaunin veitt. 17. mars 2023 10:32 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Svörtu sandar fengu lofsamlega dóma í Wall Street Journal Glæpaserían Svörtu sandar fékk nýlega lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu Wall Street Journal en serían er sýnd á Viaplay, Alibi, SBS og Disney+. 14. ágúst 2023 11:17
Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Leikaraparið Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson kynntust við tökur á sjónvarpsþáttaseríunni Svörtu sandar. Aldís var handritshöfundur þáttanna en fór sömuleiðis með eitt af aðalhlutverkunum. 13. júlí 2023 20:01
Glímdi við réttfæðisáráttu sem geðlæknar hafa enn ekki viðurkennt Leikkonan Aldís Amah Hamilton glímdi við átröskunarsjúkdóminn orthorexia nervosa eða réttfæðisáráttu. Hún hefur stigið mikilvæg skref í baráttu sinni en fyrir hver tvö skref áfram er eitt aftur á bak. 17. maí 2023 09:14
Enduðu dansandi á tánum á klístruðu gólfi eftir Edduna Verðlaunahátíða-vertíðin er í fullum gangi og um helgina verða bæði Hlustendaverðlaunin og Edduverðlaunin veitt. 17. mars 2023 10:32