Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Helena Rós Sturludóttir skrifar 2. október 2023 13:28 Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta Venesúelabúa sem bíða niðurstöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun og kærunefnd vera þátttakendur á vinnumarkaði. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. Hælisleitendur frá Venesúela eru hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Greint hefur verið frá því í kvöldfréttum Stöðvar tvö að um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelji hér á landi og bíði nú eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Af þeim fimmtán hundruð sem nú bíða niðurstöðu eru margir með atvinnu hér. Samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu var atvinnuþátttaka 647 flóttamanna sem komu Íslands frá Venesúela á árunum 2018 til 2022 86,5 prósent. Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður, segir yfirgnæfandi meirihluta Venesúelabúa sem bíða niðurstöðu vera starfandi. „Bæði eftir að hafa hlotið vernd og einnig mjög stór hluti sem nýtir sér úrræðið að vera með bráðabirgðaatvinnuleyfi á meðan umsóknin er til meðferðar,“ segir hann. Unnur Sverrisdóttir, fortjóri Vinnumálastofnunar, segir engar tölur til í þeirra skrám um fjölda starfandi. „Þetta fólk fékk flest mannúðarleyfi og viðbótarvernd og slíkum dvalarleyfum fylgir líka réttur til vinnu þannig það er ekki skráð hjá okkur hversu margir eru í vinnu af þessum hópi. Þau koma í rauninni aldrei inn á borð hjá okkur,“ segir Unnur. Atvinnuþátttaka flóttafólks hafi þó verið mjög góð hingað til. „Núna er staðan þessi og hefur verið á þessu ári. Það er gríðarleg eftirspurn eftir fólki til starfa. Það er meira framboð af störfum heldur en fólki til að vinna. Ferðaþjónustan hefur tekið mikinn kipp og það er mjög mannaflafrek grein sem þarf mjög margar hendur og þar hefur fólk náttúrulega safnast í vinnu.“ Venesúelabúum sem fréttastofa ræddi við á laugardag þykir ákvörðun íslenskra stjórnvalda furðuleg. Sér í lagi í ljósi þess að Bandaríkjamenn ákváðu að framlengja tímabundna vernd Venesúelabúa í landinu um átján mánuði sökum ástandsins þar í landi. Á það þó eingöngu við um þá sem komu til Bandaríkjaríkjanna og fengu landvistarleyfi fyrir 31. júlí þessa árs. Uppfært 4. október Vinnumálastofnun segir í tilkynningu á vef sínum að útgefin bráðabirgðaatvinnuleyfi til íbúa frá Venesúela séu 56 talsins frá 1. janúar 2022. Því sé það rangt sem fram komi í máli Helga lögmanns að stór hluti umrædds hóps sé starfandi með slíkt atvinnuleyfi. Stofnunin áréttar að hún býr ekki yfir neinni tölfræði um atvinnuþátttöku íbúa frá Venesúela sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hér á landi. Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53 Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 30. september 2023 13:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
Hælisleitendur frá Venesúela eru hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Greint hefur verið frá því í kvöldfréttum Stöðvar tvö að um fimmtán hundruð Venesúelabúar dvelji hér á landi og bíði nú eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefndinni. Af þeim fimmtán hundruð sem nú bíða niðurstöðu eru margir með atvinnu hér. Samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu var atvinnuþátttaka 647 flóttamanna sem komu Íslands frá Venesúela á árunum 2018 til 2022 86,5 prósent. Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður, segir yfirgnæfandi meirihluta Venesúelabúa sem bíða niðurstöðu vera starfandi. „Bæði eftir að hafa hlotið vernd og einnig mjög stór hluti sem nýtir sér úrræðið að vera með bráðabirgðaatvinnuleyfi á meðan umsóknin er til meðferðar,“ segir hann. Unnur Sverrisdóttir, fortjóri Vinnumálastofnunar, segir engar tölur til í þeirra skrám um fjölda starfandi. „Þetta fólk fékk flest mannúðarleyfi og viðbótarvernd og slíkum dvalarleyfum fylgir líka réttur til vinnu þannig það er ekki skráð hjá okkur hversu margir eru í vinnu af þessum hópi. Þau koma í rauninni aldrei inn á borð hjá okkur,“ segir Unnur. Atvinnuþátttaka flóttafólks hafi þó verið mjög góð hingað til. „Núna er staðan þessi og hefur verið á þessu ári. Það er gríðarleg eftirspurn eftir fólki til starfa. Það er meira framboð af störfum heldur en fólki til að vinna. Ferðaþjónustan hefur tekið mikinn kipp og það er mjög mannaflafrek grein sem þarf mjög margar hendur og þar hefur fólk náttúrulega safnast í vinnu.“ Venesúelabúum sem fréttastofa ræddi við á laugardag þykir ákvörðun íslenskra stjórnvalda furðuleg. Sér í lagi í ljósi þess að Bandaríkjamenn ákváðu að framlengja tímabundna vernd Venesúelabúa í landinu um átján mánuði sökum ástandsins þar í landi. Á það þó eingöngu við um þá sem komu til Bandaríkjaríkjanna og fengu landvistarleyfi fyrir 31. júlí þessa árs. Uppfært 4. október Vinnumálastofnun segir í tilkynningu á vef sínum að útgefin bráðabirgðaatvinnuleyfi til íbúa frá Venesúela séu 56 talsins frá 1. janúar 2022. Því sé það rangt sem fram komi í máli Helga lögmanns að stór hluti umrædds hóps sé starfandi með slíkt atvinnuleyfi. Stofnunin áréttar að hún býr ekki yfir neinni tölfræði um atvinnuþátttöku íbúa frá Venesúela sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hér á landi.
Venesúela Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir „Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53 Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 30. september 2023 13:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. 1. október 2023 11:53
Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. 30. september 2023 13:01