Skoða elsta ljós alheims í nýrri tilraunastofu Helena Rós Sturludóttir skrifar 3. október 2023 23:08 Jón Emil Guðmundsson er lektor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Dúi Fyrsta tilraunastofan fyrir stjarneðlisfræði opnaði nýlega hér á landi í Háskóla Íslands. Þar er meðal annars hægt að skoða eiginleika elsta ljóss alheimsins Tilraunaaðstaðan ber nafnið Skuggskjá og verður notuð við hönnun og kvörðun á örbylgjusjónaukum framtíðarinnar, sjónaukum sem mæla örbylgjuklið. Elsta ljós alheimsins „Örbylgjukliðurinn er sem sagt elsta ljósið í alheiminum. Ljósið er búið að ferðast um himingeiminn í 13,8 milljarða ára og svo erum við að horfa á eiginleika þessa ljóss til að skilja hvernig alheimurinn hefur þróast og hverjir helstu eiginleikar hans eru,“ segir Jón Emil Guðmundsson, lektor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Rýmið er endurvarpslaust og gleypir í sig örbylgjur og segir Jón rými eins og þetta notað um allan heim. „Þetta er notað mjög mikið til þess að skilja hvernig ýmis raftæki víxlverka við rafsegulbylgjur. Þú getur gert mælingar á bílum, gsm símum og fleira þannig svona rými eru til út um allan heim,“ segir Jón Emil. Síðasta verkefnið Belgíski tæknimaðurinn Kris Ceustermans sá um hönnun rýmisins en hann hefur sett sambærileg herbergi upp í 28 löndum í 38 ár. Að sögn Jóns var verkefnið hér á landi hans síðasta áður en hann fór á eftirlaun. Tilraunastofan er fjármögnuð af Háskóla Íslands auk styrks í frá Evrópska Rannsóknarráðinu og segir Jón rýmið opna dyr að fleiri rannsóknarverkefnum í framtíðinni. Vísindi Háskólar Geimurinn Tengdar fréttir Náðu fyrstu myndinni af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Risasvartholið í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar hefur náðst á mynd í fyrsta skipti. Hópur stjörnufræðinga kynntu afrekið sem er sagt veita mikilvægar upplýsingar um eðli risasvarthola í dag. Til þess notuðu þeir net útvarpssjónauka á stærð við jörðina. 12. maí 2022 13:11 Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjarlægum gasskýjum Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell. 3. maí 2023 12:18 Heyrðu öldunið þyngdarbylgna sem ganga um alheiminn Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast. 29. júní 2023 09:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Tilraunaaðstaðan ber nafnið Skuggskjá og verður notuð við hönnun og kvörðun á örbylgjusjónaukum framtíðarinnar, sjónaukum sem mæla örbylgjuklið. Elsta ljós alheimsins „Örbylgjukliðurinn er sem sagt elsta ljósið í alheiminum. Ljósið er búið að ferðast um himingeiminn í 13,8 milljarða ára og svo erum við að horfa á eiginleika þessa ljóss til að skilja hvernig alheimurinn hefur þróast og hverjir helstu eiginleikar hans eru,“ segir Jón Emil Guðmundsson, lektor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Rýmið er endurvarpslaust og gleypir í sig örbylgjur og segir Jón rými eins og þetta notað um allan heim. „Þetta er notað mjög mikið til þess að skilja hvernig ýmis raftæki víxlverka við rafsegulbylgjur. Þú getur gert mælingar á bílum, gsm símum og fleira þannig svona rými eru til út um allan heim,“ segir Jón Emil. Síðasta verkefnið Belgíski tæknimaðurinn Kris Ceustermans sá um hönnun rýmisins en hann hefur sett sambærileg herbergi upp í 28 löndum í 38 ár. Að sögn Jóns var verkefnið hér á landi hans síðasta áður en hann fór á eftirlaun. Tilraunastofan er fjármögnuð af Háskóla Íslands auk styrks í frá Evrópska Rannsóknarráðinu og segir Jón rýmið opna dyr að fleiri rannsóknarverkefnum í framtíðinni.
Vísindi Háskólar Geimurinn Tengdar fréttir Náðu fyrstu myndinni af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Risasvartholið í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar hefur náðst á mynd í fyrsta skipti. Hópur stjörnufræðinga kynntu afrekið sem er sagt veita mikilvægar upplýsingar um eðli risasvarthola í dag. Til þess notuðu þeir net útvarpssjónauka á stærð við jörðina. 12. maí 2022 13:11 Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjarlægum gasskýjum Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell. 3. maí 2023 12:18 Heyrðu öldunið þyngdarbylgna sem ganga um alheiminn Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast. 29. júní 2023 09:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Náðu fyrstu myndinni af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Risasvartholið í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar hefur náðst á mynd í fyrsta skipti. Hópur stjörnufræðinga kynntu afrekið sem er sagt veita mikilvægar upplýsingar um eðli risasvarthola í dag. Til þess notuðu þeir net útvarpssjónauka á stærð við jörðina. 12. maí 2022 13:11
Fundu leifar fyrstu stjarnanna í fjarlægum gasskýjum Þrjú fjarlæg gasský sem stjörnufræðingar fundu eru talin innihalda leifar af fyrstu stjörnunum sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvun þeirra hjálpar vísindamönnum að skilja betur eðli fyrstu stjarnanna sem urðu til eftir Miklahvell. 3. maí 2023 12:18
Heyrðu öldunið þyngdarbylgna sem ganga um alheiminn Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast. 29. júní 2023 09:30