Ljósleiðaradeildin í beinni: Toppslagur og nýr leikur Snorri Már Vagnsson skrifar 3. október 2023 19:22 Fjórða umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike hefst í kvöld með tveimur leikjum, en báðir eru þeir á milli liða sem sitja hlið við hlið í stigatöflunni. Í fyrri leik kvöldsins mætast efstu tvö lið deildarinnar, ÍA og NOCCO Dusty. Dusty eru þeir einu sem sigrað hafa alla sína leiki en ÍA getur jafnað þá á stigum í kvöld, sigri þeir viðureignina. Í seinni leik er snemmbúinn botnslagur milli Breiðabliks og Atlantic, en liðin tvö þurfa nauðsynlega að koma sér á sigurbraut til að eiga séns á toppslag seinna á tímabilinu. Leikirnir munu vera spilaðir í CS2, nýjustu útgáfu Counter-Strike sem Valve gaf út á dögunum. Spilað verður áfram eftir 30-lotu kerfi þar sem fyrsta liðið til að sigra 16 lotur sigrar viðureignina. Leikirnir í kvöld verða þeir fyrstu í íslensku deildinni til að vera spilaðir Í CS2, en leikurinn hefur tekið við af CS:GO sem hefur verið keppnisútgáfa Counter-Strike frá árinu 2012. Eflaust verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn spjara sig við breytingarnar og hvort einhverjir sýni nýja hlið í nýjum leik. Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn
Í fyrri leik kvöldsins mætast efstu tvö lið deildarinnar, ÍA og NOCCO Dusty. Dusty eru þeir einu sem sigrað hafa alla sína leiki en ÍA getur jafnað þá á stigum í kvöld, sigri þeir viðureignina. Í seinni leik er snemmbúinn botnslagur milli Breiðabliks og Atlantic, en liðin tvö þurfa nauðsynlega að koma sér á sigurbraut til að eiga séns á toppslag seinna á tímabilinu. Leikirnir munu vera spilaðir í CS2, nýjustu útgáfu Counter-Strike sem Valve gaf út á dögunum. Spilað verður áfram eftir 30-lotu kerfi þar sem fyrsta liðið til að sigra 16 lotur sigrar viðureignina. Leikirnir í kvöld verða þeir fyrstu í íslensku deildinni til að vera spilaðir Í CS2, en leikurinn hefur tekið við af CS:GO sem hefur verið keppnisútgáfa Counter-Strike frá árinu 2012. Eflaust verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn spjara sig við breytingarnar og hvort einhverjir sýni nýja hlið í nýjum leik. Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn