Vill frekar deyja en að fara aftur til Venesúela Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2023 11:49 Zarkis Abraham hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Hann sér enga framtíð í Venesúela. Vísir/vilhelm Tugir komu saman við Hallgrímskirkju í morgun til að mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Mótmælendur, bæði Venesúelamenn og stuðningsfólk, lýstu reiði og ótta við framtíðina. Þegar fréttastofu bar að garði við Hallgrímskirkju í morgun höfðu mótmælendur, flestir Venesúelamenn, stillt sér upp í boga fyrir framan kirkjuna. Viðstaddir sýndu hljóðláta samstöðu og báru skilti; „Þau eru að senda börn í fangið á einræðisherra“ stóð á einu; „Líf barnanna okkar eru í ykkar höndum“ á öðru. Venesúelamaðurinn Zarkis Abraham, einn mótmælenda, var að fá synjun á umsókn sinni eftir tíu mánaða dvöl hér á landi. Hann hefur verið að leita sér að vinnu og furðar sig á ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Einkum í ljósi þess að Bandaríkin - land sem hann telur gegnsýrt kynþáttfordómum - taki við löndum hans, en á Íslandi hafi verið ákveðið að gera það ekki. Mótmælendur komu saman í hljóðlátri samstöðu og báru margir skilti.Vísir/vilhelm „Þau eru að snúa við okkur baki. Þetta er brjálæði. Jafnvel Bandaríkin, rasískasta ríki heims, tekur við okkur en þetta land gerir það ekki,“ segir Zarkis. Inntur eftir því hvað hann hyggist gera nú þegar ákvörðun stjórnvalda liggi fyrir segist hann dauðhræddur. „Ég veit það ekki. Kannski flýja til annars lands. Ég get ekki verið í Venesúela, ég myndi frekar drepa mig en að vera í Venesúela án réttinda, eins og ég hef verið alla ævi. Þetta er bara brjálæði. Ég varði tveimur, fjórum árum í að flýja. Og þegar mér tókst það hafna þeir öllum. Þetta er brjálæði,“ segir Zarkis. Framtíð barnanna er í höndum ykkar, stóð á einu skiltanna.Vísir/vilhelm Nokkur fjöldi Íslendinga var einnig staddur á mótmælunum í morgun, þar af nokkrir starfsmenn tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar. „Þetta er fáránlegt sem er í gangi. Þeta er rugl,“ segir Kristbjörg Arna Þorvaldsdóttir. „Við störfum hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli hér á landinu og margri nemendur eru frá Venesúela. Þannig að það er nauðsynlegt fyrir okkur að sýna stuðning, samstöðu og vera þeim innan handar,“ segir Derek Terell Allen. Óttist þið um framtíð fólksins sem þið þekkið? „Já við gerum það. Maður veit einhvern veginn ekkert hvað á eftir að gerast eftir viku, tvær vikur. Þetta fólk vill bara gott líf hérna á Íslandi,“ segir Margrét Rebekka Valgarðsdóttir. Venesúela Hælisleitendur Flóttamenn Reykjavík Tengdar fréttir Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28 Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48 Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Þegar fréttastofu bar að garði við Hallgrímskirkju í morgun höfðu mótmælendur, flestir Venesúelamenn, stillt sér upp í boga fyrir framan kirkjuna. Viðstaddir sýndu hljóðláta samstöðu og báru skilti; „Þau eru að senda börn í fangið á einræðisherra“ stóð á einu; „Líf barnanna okkar eru í ykkar höndum“ á öðru. Venesúelamaðurinn Zarkis Abraham, einn mótmælenda, var að fá synjun á umsókn sinni eftir tíu mánaða dvöl hér á landi. Hann hefur verið að leita sér að vinnu og furðar sig á ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Einkum í ljósi þess að Bandaríkin - land sem hann telur gegnsýrt kynþáttfordómum - taki við löndum hans, en á Íslandi hafi verið ákveðið að gera það ekki. Mótmælendur komu saman í hljóðlátri samstöðu og báru margir skilti.Vísir/vilhelm „Þau eru að snúa við okkur baki. Þetta er brjálæði. Jafnvel Bandaríkin, rasískasta ríki heims, tekur við okkur en þetta land gerir það ekki,“ segir Zarkis. Inntur eftir því hvað hann hyggist gera nú þegar ákvörðun stjórnvalda liggi fyrir segist hann dauðhræddur. „Ég veit það ekki. Kannski flýja til annars lands. Ég get ekki verið í Venesúela, ég myndi frekar drepa mig en að vera í Venesúela án réttinda, eins og ég hef verið alla ævi. Þetta er bara brjálæði. Ég varði tveimur, fjórum árum í að flýja. Og þegar mér tókst það hafna þeir öllum. Þetta er brjálæði,“ segir Zarkis. Framtíð barnanna er í höndum ykkar, stóð á einu skiltanna.Vísir/vilhelm Nokkur fjöldi Íslendinga var einnig staddur á mótmælunum í morgun, þar af nokkrir starfsmenn tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar. „Þetta er fáránlegt sem er í gangi. Þeta er rugl,“ segir Kristbjörg Arna Þorvaldsdóttir. „Við störfum hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli hér á landinu og margri nemendur eru frá Venesúela. Þannig að það er nauðsynlegt fyrir okkur að sýna stuðning, samstöðu og vera þeim innan handar,“ segir Derek Terell Allen. Óttist þið um framtíð fólksins sem þið þekkið? „Já við gerum það. Maður veit einhvern veginn ekkert hvað á eftir að gerast eftir viku, tvær vikur. Þetta fólk vill bara gott líf hérna á Íslandi,“ segir Margrét Rebekka Valgarðsdóttir.
Venesúela Hælisleitendur Flóttamenn Reykjavík Tengdar fréttir Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28 Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48 Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28
Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48
Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent