Sundrung og samskiptaleysi hafa staðið Óperunni fyrir þrifum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2023 08:06 Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís voru gestir Pallborðsins. Vísir/Vilhelm „Slysið er ef Íslenska óperan er lögð af vegna fjárskorts áður en framtíðin hefur verið mótuð og það myndast þarna eyða í starfseminni sem er mjög erfitt að brúa seinna, fá aftur þá áhorfendur sem eru vanir að koma á sýningar og venjast því að þær séu ekki til staðar.“ Þetta sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri í Pallborðinu í síðustu viku, spurð að því hvað hún ætti við þegar hún segði að „menningarslys“ væri í uppsiglingu í óperuheiminum hérlendis. Umræðuefni Pallborðsins var framtíð óperunnar á Íslandi en eins og kunnugt er stendur til að stofna þjóðaróperu, sem á að koma í stað Íslensku óperunnar og taka til starfa 2025. „Menningarslys er það ef flýtimeðferðin verður á kostnað gæða ferlisins, sem er ákveðin hætta þegar svona viðkvæmt ferli eins og framundan er er sett af stað með svona miklum hraða og það eru komin tímamörk og þetta verður að gerast fyrir „þennan tíma“ en það er ekkert ljóst hvernig stefnan er og hvernig innihaldið er. Það vantar alveg, alla vega gagnvart okkur; nú get ég bara talað fyrir okkur,“ sagði óperustjóri. Steinunn Birna sagði verulega hafa skort á samráð við Íslensku óperuna í aðdraganda ákvörðunar um stofnun þjóðaróperu og það hefði ekki verið rætt með beinum hætti hvernig og hvort þjóðaróperan yfir höfuð myndi byggja á grunni Íslensku óperunnar. Þar væru undir hlutir eins og nafnið, eignir á borð við leikmyndir og búningar og fleira. Þetta er ekki í takt við yfirlýsingar menningarmálaráðherra, sem hefur sagt að reglulega hafi verið fundað með stjórn Íslensku óperunnar og hún upplýst á öllum stigum málsins. Þrátt fyrir ósætti um aðferðafræðina sagðist Steinunn fagna stofnun þjóðaróperu og undir það tók Gissur Páll Gissurarson óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís. Gissur fór yfir nokkur þeirra mála sem hafa reynst Íslensku óperunni erfið, meðal annars ásakanir um að söngvurum, fagfólkinu, hafi verið bolað úr stjórn Óperunnar og frá allri ákvarðanatöku. Einnig launadeilur milli Óperunnar og söngvara, sem náðu hámarki í dómsmáli þar sem Þóra Einarsdóttir söngkona hafði sigur. „Við í félaginu í raun og veru viljum bara absalút að þetta form komist í réttan farveg, þar sem er opin stjórnsýsla, þar sem er farið eftir stjórnsýslulögum og þar sem hlutirnir eru uppi á borðum. Sem okkur hefur ekki þótt vera hingað til,“ sagði Gissur. Gissur sagði rekstrarform Íslensku óperunnar, sem er sjálfseignarstofnun, vera óheppilegt og gagnrýndi samráðslausa ákvarðanatöku. „Okkur söngvurum finnst okkur hafa verið mjög mikið haldið fyrir utan... aðkomu að Óperunni,“ sagði Gissur og sagði undarlegt að Vinafélag Óperunnar hefði verið „klippt út“ fyrir nokkrum árum. „Þar höfðu söngvarar, eða fagstéttin, haft aðkomu að stjórn Óperunnar, sem er fullkomlega eðlilegt, og það var „köttað“ á það. Það skapar ákveðna tortryggni og ákveðinn núning,“ sagði Gissur Páll. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Óperan er gagnrýnd fyrir ógegnsæi en ráðning Steinunnar Birnu árið 2015 vakti nokkra óánægju, fyrst og fremst vegna þess að þáverandi stjórn neitaði að gefa upp hverjir hefðu sótt um og boðaði engan annan í viðtal. Gissur Páll og Steinunn Birna voru sammála um að fjárskortur hefði staðið Íslensku óperunni fyrir þrifum en það má segja að samstarfsörðugleikar óperunnar og söngvara hafi brotist út undir lok Pallborðsins þegar annars kurteisislegar samræður fengu á sig nýjan tón. „Ég hef ekki átt greiðan aðgang til ykkar síðan 2015,“ sagði Gissur Páll. „Hefurðu eitthvað reynt að hafa samband? Nema eitt símtal til að tjá óánægju með hlutverkið sem þér var boðið?“ svaraði Steinunn Birna. „Einmitt, einmitt. Þetta snýst ekki um eitt skipti og eitt hlutverk,“ sagði þá Gissur Páll. Menning Íslenska óperan Pallborðið Tengdar fréttir Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. 29. september 2023 12:02 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Þetta sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri í Pallborðinu í síðustu viku, spurð að því hvað hún ætti við þegar hún segði að „menningarslys“ væri í uppsiglingu í óperuheiminum hérlendis. Umræðuefni Pallborðsins var framtíð óperunnar á Íslandi en eins og kunnugt er stendur til að stofna þjóðaróperu, sem á að koma í stað Íslensku óperunnar og taka til starfa 2025. „Menningarslys er það ef flýtimeðferðin verður á kostnað gæða ferlisins, sem er ákveðin hætta þegar svona viðkvæmt ferli eins og framundan er er sett af stað með svona miklum hraða og það eru komin tímamörk og þetta verður að gerast fyrir „þennan tíma“ en það er ekkert ljóst hvernig stefnan er og hvernig innihaldið er. Það vantar alveg, alla vega gagnvart okkur; nú get ég bara talað fyrir okkur,“ sagði óperustjóri. Steinunn Birna sagði verulega hafa skort á samráð við Íslensku óperuna í aðdraganda ákvörðunar um stofnun þjóðaróperu og það hefði ekki verið rætt með beinum hætti hvernig og hvort þjóðaróperan yfir höfuð myndi byggja á grunni Íslensku óperunnar. Þar væru undir hlutir eins og nafnið, eignir á borð við leikmyndir og búningar og fleira. Þetta er ekki í takt við yfirlýsingar menningarmálaráðherra, sem hefur sagt að reglulega hafi verið fundað með stjórn Íslensku óperunnar og hún upplýst á öllum stigum málsins. Þrátt fyrir ósætti um aðferðafræðina sagðist Steinunn fagna stofnun þjóðaróperu og undir það tók Gissur Páll Gissurarson óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís. Gissur fór yfir nokkur þeirra mála sem hafa reynst Íslensku óperunni erfið, meðal annars ásakanir um að söngvurum, fagfólkinu, hafi verið bolað úr stjórn Óperunnar og frá allri ákvarðanatöku. Einnig launadeilur milli Óperunnar og söngvara, sem náðu hámarki í dómsmáli þar sem Þóra Einarsdóttir söngkona hafði sigur. „Við í félaginu í raun og veru viljum bara absalút að þetta form komist í réttan farveg, þar sem er opin stjórnsýsla, þar sem er farið eftir stjórnsýslulögum og þar sem hlutirnir eru uppi á borðum. Sem okkur hefur ekki þótt vera hingað til,“ sagði Gissur. Gissur sagði rekstrarform Íslensku óperunnar, sem er sjálfseignarstofnun, vera óheppilegt og gagnrýndi samráðslausa ákvarðanatöku. „Okkur söngvurum finnst okkur hafa verið mjög mikið haldið fyrir utan... aðkomu að Óperunni,“ sagði Gissur og sagði undarlegt að Vinafélag Óperunnar hefði verið „klippt út“ fyrir nokkrum árum. „Þar höfðu söngvarar, eða fagstéttin, haft aðkomu að stjórn Óperunnar, sem er fullkomlega eðlilegt, og það var „köttað“ á það. Það skapar ákveðna tortryggni og ákveðinn núning,“ sagði Gissur Páll. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Óperan er gagnrýnd fyrir ógegnsæi en ráðning Steinunnar Birnu árið 2015 vakti nokkra óánægju, fyrst og fremst vegna þess að þáverandi stjórn neitaði að gefa upp hverjir hefðu sótt um og boðaði engan annan í viðtal. Gissur Páll og Steinunn Birna voru sammála um að fjárskortur hefði staðið Íslensku óperunni fyrir þrifum en það má segja að samstarfsörðugleikar óperunnar og söngvara hafi brotist út undir lok Pallborðsins þegar annars kurteisislegar samræður fengu á sig nýjan tón. „Ég hef ekki átt greiðan aðgang til ykkar síðan 2015,“ sagði Gissur Páll. „Hefurðu eitthvað reynt að hafa samband? Nema eitt símtal til að tjá óánægju með hlutverkið sem þér var boðið?“ svaraði Steinunn Birna. „Einmitt, einmitt. Þetta snýst ekki um eitt skipti og eitt hlutverk,“ sagði þá Gissur Páll.
Menning Íslenska óperan Pallborðið Tengdar fréttir Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. 29. september 2023 12:02 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. 29. september 2023 12:02