Í beinni: Þrír spennandi leikir í Ljósleiðaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2023 18:56 Keppendur kvöldsins. Rafíþróttasamband Íslands Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike lýkur í kvöld en 3 viðureignir eru á dagskrá. Áfram verður spilað í 15-lotu kerfi í CS2, en fram kom í útsendingu Ljósleiðaradeildarinnar á þriðjudaginn að fyrri helmingur tímabilsins verði spilaður eftir því skipulagi. Leikir kvöldsinsRafíþróttasamband Íslands Kvöldið hefst á Þór gegn FH-ingum. Bæði eru liðin með 4 stig en FH hefur þó forskot á Þórsara í lotumismuni. Liðið sem sigrar viðureignina skýtur sér því upp í annað sæti deildarinnar, en ekkert lið getur komist á toppinn í kvöld þar sem NOCCO Dusty hafa komið sér fyrir á toppi deildarinnar með 8 stig. SAGA og Ármann mætast í öðrum leik kvöldsins. Ármann sitja eins og er í öðru sæti deildarinnar með 4 stig og besta lotumismun miðtöflunnar en SAGA hafa enn aðeins unnið eina viðureign á tímabilinu og hafa því tækifæri í kvöld á að blanda sér almennilega í miðjuslaginn. Kvöldið endar svo á viðureign Ten5ion og ÍBV. Ten5ion eru með 4 stig í fimmta sæti stigatöflunnar og mæta botnliði ÍBV sem á enn eftir að finna sigur á tímabilinu. Eyjamenn munu þurfa að hafa sig alla við til að geta komist upp úr botnslagnum en Ten5ion geta með sigri stungið sér upp fyrir miðja töflu. Bein útsending Ljósleiðaradeildarinnar verður á sínum stað á Stöð 2 Esports kl. 19:15 og sömuleiðis má sjá leikina í spilaranum hér fyrir neðan. Rafíþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport
Áfram verður spilað í 15-lotu kerfi í CS2, en fram kom í útsendingu Ljósleiðaradeildarinnar á þriðjudaginn að fyrri helmingur tímabilsins verði spilaður eftir því skipulagi. Leikir kvöldsinsRafíþróttasamband Íslands Kvöldið hefst á Þór gegn FH-ingum. Bæði eru liðin með 4 stig en FH hefur þó forskot á Þórsara í lotumismuni. Liðið sem sigrar viðureignina skýtur sér því upp í annað sæti deildarinnar, en ekkert lið getur komist á toppinn í kvöld þar sem NOCCO Dusty hafa komið sér fyrir á toppi deildarinnar með 8 stig. SAGA og Ármann mætast í öðrum leik kvöldsins. Ármann sitja eins og er í öðru sæti deildarinnar með 4 stig og besta lotumismun miðtöflunnar en SAGA hafa enn aðeins unnið eina viðureign á tímabilinu og hafa því tækifæri í kvöld á að blanda sér almennilega í miðjuslaginn. Kvöldið endar svo á viðureign Ten5ion og ÍBV. Ten5ion eru með 4 stig í fimmta sæti stigatöflunnar og mæta botnliði ÍBV sem á enn eftir að finna sigur á tímabilinu. Eyjamenn munu þurfa að hafa sig alla við til að geta komist upp úr botnslagnum en Ten5ion geta með sigri stungið sér upp fyrir miðja töflu. Bein útsending Ljósleiðaradeildarinnar verður á sínum stað á Stöð 2 Esports kl. 19:15 og sömuleiðis má sjá leikina í spilaranum hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport