Í beinni: Þrír spennandi leikir í Ljósleiðaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2023 18:56 Keppendur kvöldsins. Rafíþróttasamband Íslands Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike lýkur í kvöld en 3 viðureignir eru á dagskrá. Áfram verður spilað í 15-lotu kerfi í CS2, en fram kom í útsendingu Ljósleiðaradeildarinnar á þriðjudaginn að fyrri helmingur tímabilsins verði spilaður eftir því skipulagi. Leikir kvöldsinsRafíþróttasamband Íslands Kvöldið hefst á Þór gegn FH-ingum. Bæði eru liðin með 4 stig en FH hefur þó forskot á Þórsara í lotumismuni. Liðið sem sigrar viðureignina skýtur sér því upp í annað sæti deildarinnar, en ekkert lið getur komist á toppinn í kvöld þar sem NOCCO Dusty hafa komið sér fyrir á toppi deildarinnar með 8 stig. SAGA og Ármann mætast í öðrum leik kvöldsins. Ármann sitja eins og er í öðru sæti deildarinnar með 4 stig og besta lotumismun miðtöflunnar en SAGA hafa enn aðeins unnið eina viðureign á tímabilinu og hafa því tækifæri í kvöld á að blanda sér almennilega í miðjuslaginn. Kvöldið endar svo á viðureign Ten5ion og ÍBV. Ten5ion eru með 4 stig í fimmta sæti stigatöflunnar og mæta botnliði ÍBV sem á enn eftir að finna sigur á tímabilinu. Eyjamenn munu þurfa að hafa sig alla við til að geta komist upp úr botnslagnum en Ten5ion geta með sigri stungið sér upp fyrir miðja töflu. Bein útsending Ljósleiðaradeildarinnar verður á sínum stað á Stöð 2 Esports kl. 19:15 og sömuleiðis má sjá leikina í spilaranum hér fyrir neðan. Rafíþróttir Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport
Áfram verður spilað í 15-lotu kerfi í CS2, en fram kom í útsendingu Ljósleiðaradeildarinnar á þriðjudaginn að fyrri helmingur tímabilsins verði spilaður eftir því skipulagi. Leikir kvöldsinsRafíþróttasamband Íslands Kvöldið hefst á Þór gegn FH-ingum. Bæði eru liðin með 4 stig en FH hefur þó forskot á Þórsara í lotumismuni. Liðið sem sigrar viðureignina skýtur sér því upp í annað sæti deildarinnar, en ekkert lið getur komist á toppinn í kvöld þar sem NOCCO Dusty hafa komið sér fyrir á toppi deildarinnar með 8 stig. SAGA og Ármann mætast í öðrum leik kvöldsins. Ármann sitja eins og er í öðru sæti deildarinnar með 4 stig og besta lotumismun miðtöflunnar en SAGA hafa enn aðeins unnið eina viðureign á tímabilinu og hafa því tækifæri í kvöld á að blanda sér almennilega í miðjuslaginn. Kvöldið endar svo á viðureign Ten5ion og ÍBV. Ten5ion eru með 4 stig í fimmta sæti stigatöflunnar og mæta botnliði ÍBV sem á enn eftir að finna sigur á tímabilinu. Eyjamenn munu þurfa að hafa sig alla við til að geta komist upp úr botnslagnum en Ten5ion geta með sigri stungið sér upp fyrir miðja töflu. Bein útsending Ljósleiðaradeildarinnar verður á sínum stað á Stöð 2 Esports kl. 19:15 og sömuleiðis má sjá leikina í spilaranum hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport