Verða stundum pirraðar á hvor annarri í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2023 20:31 Systrunum líður vel í Vestmannaeyjum en verða þó stunduð aðeins pirraðar á hvor annarri. Aðsend Mjaltrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá í Vestmannaeyjum þurfa ekki að kvarta undan svengd því þær fá 60 kíló af fisk á hverjum degi. Þær eru orðnar 15 ára og leika við hvern sinn fingur í Vestmannaeyjum þó þær verði stundum pirraðar á hvor annarri. Það fer vel um Litlu Hvít og Litlu Grá á safninu í Vestmannaeyjum og það er alltaf mikill fjöldi ferðamanna, sem fer sérstaklega í safnið til að sjá þær. Vel er hugsað um þær af sérfræðingum til að gæta að vellíðan þeirra. En systrunum líður mjög vel á safninu en þær þurfa mikið að borða en hvor þeirra fær 30 kíló af fisk á hverjum einasta degi. Já, þær fá 60 kíló saman af fiski, aðallega síld, loðnu, kolmunna og makríl. „Þær eru bara voðalega kátar alltaf. Litla Grá var að glíma við smá magasár, sem olli því að við urðum að taka þær inn til okkar aftur. Hún er öll að koma til, hún er orðinn miklu frískari og þær eru bara voðalega kátar. Fólki finnst þær náttúrulega alveg ótrúlegar. Þær eru náttúrulega stórar og þær eru svo leikglaðar, það eru allir, sem falla fyrir þeim, allir, sem koma hingað,“ segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Systurnar fá samtal 60 kíló af fiski á dag til að éta.Aðsend Þóra segir systurnar vera táninga því þær séu ekki nema 15 ára gamlar en þær geti vel orðið 60 til 70 ára. En verða þær þá í Vestmannaeyjum þar til yfir lýkur? „Við reiknum með því. Það er náttúrlega þannig að þú getur aldrei sleppt dýrum, sem hafa verið í haldi lengi hjá mannfólki, það gengur bara ekki að sleppa þeim fyllilega aftur endilega en draumurinn væri auðvitað að geta leyft þeim að fara en það er kannski ekkert raunsær draumur en vonandi geta þær verið út í Klettsvík, sem mest,“ segir Þóra. En eru Litla Hvít og Lita Grá miklar vinkonur eða pirraðar á hvor annarri ? „Þær eru rosalega miklar vinkonur. Þær eiga erfitt þegar annarri líður illa og þannig en það kemur alveg upp á að þær verði svolítið pirraðar kannski eins og gerist hjá vinum eða systkinum. Þær eru aldar upp eins og systkini, það kemur alveg upp hjá þeim svona pirringur en þær eru fljótar að sættast,“ segir Þóra að lokum. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Hvalir Dýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Það fer vel um Litlu Hvít og Litlu Grá á safninu í Vestmannaeyjum og það er alltaf mikill fjöldi ferðamanna, sem fer sérstaklega í safnið til að sjá þær. Vel er hugsað um þær af sérfræðingum til að gæta að vellíðan þeirra. En systrunum líður mjög vel á safninu en þær þurfa mikið að borða en hvor þeirra fær 30 kíló af fisk á hverjum einasta degi. Já, þær fá 60 kíló saman af fiski, aðallega síld, loðnu, kolmunna og makríl. „Þær eru bara voðalega kátar alltaf. Litla Grá var að glíma við smá magasár, sem olli því að við urðum að taka þær inn til okkar aftur. Hún er öll að koma til, hún er orðinn miklu frískari og þær eru bara voðalega kátar. Fólki finnst þær náttúrulega alveg ótrúlegar. Þær eru náttúrulega stórar og þær eru svo leikglaðar, það eru allir, sem falla fyrir þeim, allir, sem koma hingað,“ segir Þóra Gísladóttir, framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Systurnar fá samtal 60 kíló af fiski á dag til að éta.Aðsend Þóra segir systurnar vera táninga því þær séu ekki nema 15 ára gamlar en þær geti vel orðið 60 til 70 ára. En verða þær þá í Vestmannaeyjum þar til yfir lýkur? „Við reiknum með því. Það er náttúrlega þannig að þú getur aldrei sleppt dýrum, sem hafa verið í haldi lengi hjá mannfólki, það gengur bara ekki að sleppa þeim fyllilega aftur endilega en draumurinn væri auðvitað að geta leyft þeim að fara en það er kannski ekkert raunsær draumur en vonandi geta þær verið út í Klettsvík, sem mest,“ segir Þóra. En eru Litla Hvít og Lita Grá miklar vinkonur eða pirraðar á hvor annarri ? „Þær eru rosalega miklar vinkonur. Þær eiga erfitt þegar annarri líður illa og þannig en það kemur alveg upp á að þær verði svolítið pirraðar kannski eins og gerist hjá vinum eða systkinum. Þær eru aldar upp eins og systkini, það kemur alveg upp hjá þeim svona pirringur en þær eru fljótar að sættast,“ segir Þóra að lokum. Þóra Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Mjaldrar í Eyjum Hvalir Dýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira