Rólegt var hjá björgunarsveitum í nótt en bæði appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi um allt land. Misjafnt er hvenær þær renna út þær seinustu renna út um miðjan dag á morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Landsbjargar, Jóns Þór Víglundssonar, er björgunarsveit í útkalli eins og er í Skálafelli vegna fólks sem ekki þorði að aka lengra. Þar eru um 44 metrar á sekúndu og snjóföl á vegi að sögn Jóns Þórs.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að gera megi ráð fyrir því að hríðarveður verði á fjallvegum Norðanlands nái hámarki um hádegi, og í Fagradal og Fjarðarheiði í nótt. Á Suðausturlandi verða snarpar hviður til morguns.