Ármann fór illa með ÍA og heldur í við toppliðið Snorri Már Vagnsson skrifar 10. október 2023 22:10 Ármann vann öruggan sigur í kvöld. Ármann vann afar öruggan sigur er liðið mætti ÍA í fimmtu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike í kvöld. ÍA hóf leikinn í vörn, en leikurinn fór fram á Overpass. ÍA hóf leikinn með sigri í skammbyssulotunni eftir tæpa aftengingu á B-svæði Overpass. Ármann sigraði sína fyrstu lotu í þriðju tilraun, en ÍA náði ekki að aftengja sprengjuna eftir að fella alla leikmenn Ármanns. Ármann fór þá að færa sig upp á skaftið og jöfnaði leikinn í 2-2 í fjórðu lotu. Sókn Ármanns tók fyrri hálfleikinn traustum tökum og sprengjan rataði niður lotu eftir lotu. ÍA var nálægt því að taka sjöundu lotu en Ofvirkur, leikmaður Ármanns, spreyjaði blýi yfir mótherja sína með skammbyssu og rétt tókst að stöðva þá frá að aftengja sprengjuna. ÍA náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik þar sem Ármann réði öllum ríkjum. Staðan í hálfleik: 4-11 ÍA hafði ekki ýkja stórt verkefni fyrir höndum í seinni hálfleik þar sem Ármann þurfti aðeins fim lotusigra til að vinna viðureignina. Þeir fundu þó engar lausnir í sóknarstöðunni þar sem vörn Ármanns hafði svör við öllum spilum ÍA-manna. Ármann sigraði allar lotur seinni hálfleiks og tók þægilegan sigur. Lokatölur: 4-16 Leikmenn Ármanns halda uppteknum hætti og tryggja sig í öðru sæti í bili með átta stig, aðeins tveimur stigum á eftir NOCCO Dusty. ÍA-menn sitja í fimmta sæti deildarinnar með fjögur stig og munu því þurfa að heyja baráttu á miðri töflu í komandi umferðum Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti
ÍA hóf leikinn í vörn, en leikurinn fór fram á Overpass. ÍA hóf leikinn með sigri í skammbyssulotunni eftir tæpa aftengingu á B-svæði Overpass. Ármann sigraði sína fyrstu lotu í þriðju tilraun, en ÍA náði ekki að aftengja sprengjuna eftir að fella alla leikmenn Ármanns. Ármann fór þá að færa sig upp á skaftið og jöfnaði leikinn í 2-2 í fjórðu lotu. Sókn Ármanns tók fyrri hálfleikinn traustum tökum og sprengjan rataði niður lotu eftir lotu. ÍA var nálægt því að taka sjöundu lotu en Ofvirkur, leikmaður Ármanns, spreyjaði blýi yfir mótherja sína með skammbyssu og rétt tókst að stöðva þá frá að aftengja sprengjuna. ÍA náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik þar sem Ármann réði öllum ríkjum. Staðan í hálfleik: 4-11 ÍA hafði ekki ýkja stórt verkefni fyrir höndum í seinni hálfleik þar sem Ármann þurfti aðeins fim lotusigra til að vinna viðureignina. Þeir fundu þó engar lausnir í sóknarstöðunni þar sem vörn Ármanns hafði svör við öllum spilum ÍA-manna. Ármann sigraði allar lotur seinni hálfleiks og tók þægilegan sigur. Lokatölur: 4-16 Leikmenn Ármanns halda uppteknum hætti og tryggja sig í öðru sæti í bili með átta stig, aðeins tveimur stigum á eftir NOCCO Dusty. ÍA-menn sitja í fimmta sæti deildarinnar með fjögur stig og munu því þurfa að heyja baráttu á miðri töflu í komandi umferðum
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti