Meistararnir fóru illa með botnliðið Snorri Már Vagnsson skrifar 12. október 2023 20:22 Ríkjandi Stórmeistarar Atlantic unnu afar öruggan sigur er liðið mætti ÍBV í fimmtu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn fór fram á Nuke. ÍBV hóf leikinn í sókn og sigraði fyrstu þrjár lotur leiksins. Atlantic tók sína fyrstu í lotu fjögur og staðan þá 1-3. Hægt og rólega náðu leikmenn Atlantic að vinna sig aftur í leikinn eftir slaka byrjun í vörninni. Í áttundu lotu náði Atlantic loks að jafna leikinn í 4-4. Eftir að jafna missti Atlantic ekki úr takti í fyrri hálfleik, en ÍBV hafði engin svör við vörn Atlantic undir lok fyrri hálfleiks. LeFluff og Brnr toppuðu fellutöflu Atlantic í fyrri hálfleik með 14 og 17 fellur. Staðan í hálfleik: 10-5 Eftir góða byrjun sem rann út í sandinn hjá ÍBV þurftu þeir kraftaverk gegn sókn Atlantic-manna til að eiga möguleika á sigri. Atlantic sýndi þó að sókn þeirra var Eyjamönnum um of og Atlantic sigraði allar lotur seinni hálfleiks. Lokatölur: 16-5. ÍBV situr enn í neðsta sæti deildarinnar án sigurs en Atlantic finnur loks sinn annan sigur á tímabilinu og fer því upp í miðjuslaginn með fjögur stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn
Leikurinn fór fram á Nuke. ÍBV hóf leikinn í sókn og sigraði fyrstu þrjár lotur leiksins. Atlantic tók sína fyrstu í lotu fjögur og staðan þá 1-3. Hægt og rólega náðu leikmenn Atlantic að vinna sig aftur í leikinn eftir slaka byrjun í vörninni. Í áttundu lotu náði Atlantic loks að jafna leikinn í 4-4. Eftir að jafna missti Atlantic ekki úr takti í fyrri hálfleik, en ÍBV hafði engin svör við vörn Atlantic undir lok fyrri hálfleiks. LeFluff og Brnr toppuðu fellutöflu Atlantic í fyrri hálfleik með 14 og 17 fellur. Staðan í hálfleik: 10-5 Eftir góða byrjun sem rann út í sandinn hjá ÍBV þurftu þeir kraftaverk gegn sókn Atlantic-manna til að eiga möguleika á sigri. Atlantic sýndi þó að sókn þeirra var Eyjamönnum um of og Atlantic sigraði allar lotur seinni hálfleiks. Lokatölur: 16-5. ÍBV situr enn í neðsta sæti deildarinnar án sigurs en Atlantic finnur loks sinn annan sigur á tímabilinu og fer því upp í miðjuslaginn með fjögur stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn