Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 13. október 2023 08:44 Helga Gísladóttir með væna hrygnu úr Ytri Rangá í haust Lokatölur eru komnar úr flestum laxveiðiánum en veiði stendur yfir fram til loka október í hafbeitaránum eins og venjulega. Staðan á veiðitölum sumarsins hefur lítið breyst en Ytri Rangá er þar með bestu veiðina og er komin í 3.567 laxa sem er prýðis veiði en samt er áinn líklega að enda sumarið um 1.000 löxum undir veiðinni í fyrra. Eystri Rangá er í öðru sæti listans með 2.528 laxa og staðan þar er sú sama og í Ytri Rangá að veiðin verður líklega um 1.000 löxum minni en í fyrra en þá veiddust 3.807 laxar. Miðfjarðará er með bestu veiðina af sjálfbæru ánum en góður lokasprettur skilaði ánni í 1.334 löxum. Þverá-Kjarrá kláraði sumarið með 1.306 löxum og svo koma Vopnafjarðarárnar Selá með 1.234 laxa og Hofsá með 1.088 laxa þar rétt á eftir. Þess má geta til að setja hlutina í samhengi að aðeins er veitt á sex stangir í Selá og Hofsá en 14 stangir í Þverá-Kjarrá og 10 stangir í Miðfjarðará. Með því að skoða tölurnar svona þá sést í raun hvað Hofsá og Selá áttu gott sumar. Laxá í Aðaldal átti líka eitt sitt besta sumar lengi með 685 laxa á móti 402 löxum í fyrra. Heilt yfir var árið undir meðalveiði í flestum ánumen veiðimenn og veiðikonur þessa lands eru bjartsýnt fólk og telja nú niður dagana í næsta veiðisumar sem vonandi verður betra. Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Gamla metið slegið tvöfalt Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði
Staðan á veiðitölum sumarsins hefur lítið breyst en Ytri Rangá er þar með bestu veiðina og er komin í 3.567 laxa sem er prýðis veiði en samt er áinn líklega að enda sumarið um 1.000 löxum undir veiðinni í fyrra. Eystri Rangá er í öðru sæti listans með 2.528 laxa og staðan þar er sú sama og í Ytri Rangá að veiðin verður líklega um 1.000 löxum minni en í fyrra en þá veiddust 3.807 laxar. Miðfjarðará er með bestu veiðina af sjálfbæru ánum en góður lokasprettur skilaði ánni í 1.334 löxum. Þverá-Kjarrá kláraði sumarið með 1.306 löxum og svo koma Vopnafjarðarárnar Selá með 1.234 laxa og Hofsá með 1.088 laxa þar rétt á eftir. Þess má geta til að setja hlutina í samhengi að aðeins er veitt á sex stangir í Selá og Hofsá en 14 stangir í Þverá-Kjarrá og 10 stangir í Miðfjarðará. Með því að skoða tölurnar svona þá sést í raun hvað Hofsá og Selá áttu gott sumar. Laxá í Aðaldal átti líka eitt sitt besta sumar lengi með 685 laxa á móti 402 löxum í fyrra. Heilt yfir var árið undir meðalveiði í flestum ánumen veiðimenn og veiðikonur þessa lands eru bjartsýnt fólk og telja nú niður dagana í næsta veiðisumar sem vonandi verður betra.
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Gamla metið slegið tvöfalt Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði