Loks náðu Blikar að brjóta sig frá FH þegar þeir komust í stöðuna 8-6 en FH náðu síðustu lotu fyrir hálfleik, en Blikar gátu verið sáttir með sitt að vera yfir í hálfleik og á leið í sókn.
Staðan í hálfleik: 8-7
FH-ingar jöfnuðu leikinn strax eftir skammbyssulotuna og staðan þá 8-8. FH-ingar virtust í kjölfarið finna taktinn og sigruðu 6 lotur í röð, staðan þá 8-13. Blikar unnu þá eina lotu en hún reyndist þeirra síðasta og FH-ingar tóku þægilegan sigur.
Lokatölur: 9-16
FH-ingar brjóta sig þar með upp á miðja stigatöflu og eru eina liðið með 6 stig og sitja í 5. sæti. Breiðablik er enn í 9. sæti deildarinnar með aðeins einn sigur.