Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2023 14:50 Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Linda Dröfn Gunnarsdóttir eru á meðal þeirra sem skipuleggja heils dags kvennaverkfall sem fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Vísir/Dúi Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. Eftir rúma viku verður kvennaverkfall sem varir í heilan dag. Konur og kvár eru hvött til að leggja niður störf og halda að Arnarhóli á útifund en samstöðufundir verða einnig haldnir um land allt. „Við erum að horfa til fyrirmyndarinnar sem var sett 1975 og byggjum á að þetta sé sögulegur baráttudagur. Það hefur ekki verið heils dags verkfall síðan þá og á þeim tíma óttuðust margar konur að launin yrðu dregin af þeim en þegar uppi var staðið þá gerðu fæstir atvinnurekendur það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, ein þeirra sem stendur að skipulagningu verkfallsins. Nú þegar nær dregur verkfalli hefur borið á alls konar vangaveltum um fyrirkomulagið. Fólk hefur látið í ljós áhyggjur af hugsanlegri launaskerðingu en það spyr líka hvar börnin eiga að vera þann 24. „Þá erum við að hvetja feður, afa, frænda og bræður til að axla ábyrgð og ganga í þessi ólaunuðu og launuðu störf kvenna og kvára. Það felst auðvitað bæði í umönnun barna en líka heimilishaldi og öllu þessu skipulagi sem fellur undir þriðju vaktina,“ segir Sonja sem beindi síðan tali sínu að atvinnurekendum. Sonja segir mikilvægt að atvinnurekendur rísi undir ábyrgð sinni en bæði ríki og borg hafa ákveðið að ekki komi til launaskerðingar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf en að verkfallið muni hafa gríðarleg áhrif á sviðið því um 80% starfsfólks þess eru kvenmenn. Sonja segir skilaboð á borð við þessi vera mikilvægt innlegg. „Við vitum að staða fólks er mjög mismunandi og það skiptir máli að fólk á allra lægstu laununum og í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði viti að það verði ekki launaskerðing.“ „Kominn tími til að raddir þessara kvenna fái að heyrast“ Þetta árið verður lögð sérstök áhersla á baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir líka mikilvægt að konur og kvár sem búa við góð skilyrði mæti einmitt til að sýna samstöðu með þeim sem ekki geta það. „Oft eru þetta konurnar sem hafa ekki rödd í samfélaginu sem hafa ekki tök á að mæta eða hafa hátt, þannig að það er okkar hinna að mæta og sína samstöðu. Kynbundið ofbeldi er eitthvað sem snertir okkur öll og samfélagið í heild og við státum okkur af því að vera framarlega í jafnrétti en þarna erum við bara alls ekki framarlega,“ segir Linda Dröfn. „Það er kominn tími til að raddir þessara kvenna fái að heyrast,“ segir Linda. Kynbundið ofbeldi sé ein hreinasta birtingarmynd misréttis. „Baráttan er varla hafin fyrr en við ráðun niðurlögum þessa ofbeldis og þess vegna viljum við - virkilega – hvetja konur og kvár til að leggja niður störf, sýna samstöðu og mæta á Arnarhól og að karlmennirnir taki fyrstu, aðra og þriðju vaktina á meðan. Við sýnum með þessari samstöðu að nú sé nóg komið. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að stoppa,“ segir Linda sem hefur í sínu starfi sem framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins innsýn inn í líf þeirra kvenna sem búa við hryllileg skilyrði. Sonja bendir á að tilgangurinn með verkfallinu sé að valda usla. „1975 þá lokuðu leikskólar og grunnskólar og sömuleiðis afgreiðsla í verslunum. Það var allt undir og það sást með skýrum hætti mikilvægi framlags kvenna til samfélagsins og það er það sem við erum að hvetja til núna,“ segir Sonja. Ekki geta þó allar konur og kvár lagt niður störf án þess að lífi fólks sé beinlínis stefnt í hættu. Sonja segir ekki standa til að stefna öryggi neins í hættu. Konur sem starfi til dæmis í bráðaþjónustu ýmis konar geti tekið þátt með táknrænum hætti. „Við munum meðal annars fara inn á vinnustaði og taka myndir þar sem þær reisa kröfur sínar á mótmælaspjöldum og geta sett inn á samfélagsmiðla til að þetta sé sýnilegt.“ Sonja hvetur fólk til að virkja sem flesta í kringum sig til þátttöku og sérstaklega fólk af erlendum uppruna og fólk sem eigi erfiðara með að taka þátt. „Sjáumst í baráttunni!“ sagði Sonja að lokum full eldmóðs. Jafnréttismál Kjaramál Kvennaverkfall Tengdar fréttir Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Eftir rúma viku verður kvennaverkfall sem varir í heilan dag. Konur og kvár eru hvött til að leggja niður störf og halda að Arnarhóli á útifund en samstöðufundir verða einnig haldnir um land allt. „Við erum að horfa til fyrirmyndarinnar sem var sett 1975 og byggjum á að þetta sé sögulegur baráttudagur. Það hefur ekki verið heils dags verkfall síðan þá og á þeim tíma óttuðust margar konur að launin yrðu dregin af þeim en þegar uppi var staðið þá gerðu fæstir atvinnurekendur það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, ein þeirra sem stendur að skipulagningu verkfallsins. Nú þegar nær dregur verkfalli hefur borið á alls konar vangaveltum um fyrirkomulagið. Fólk hefur látið í ljós áhyggjur af hugsanlegri launaskerðingu en það spyr líka hvar börnin eiga að vera þann 24. „Þá erum við að hvetja feður, afa, frænda og bræður til að axla ábyrgð og ganga í þessi ólaunuðu og launuðu störf kvenna og kvára. Það felst auðvitað bæði í umönnun barna en líka heimilishaldi og öllu þessu skipulagi sem fellur undir þriðju vaktina,“ segir Sonja sem beindi síðan tali sínu að atvinnurekendum. Sonja segir mikilvægt að atvinnurekendur rísi undir ábyrgð sinni en bæði ríki og borg hafa ákveðið að ekki komi til launaskerðingar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf en að verkfallið muni hafa gríðarleg áhrif á sviðið því um 80% starfsfólks þess eru kvenmenn. Sonja segir skilaboð á borð við þessi vera mikilvægt innlegg. „Við vitum að staða fólks er mjög mismunandi og það skiptir máli að fólk á allra lægstu laununum og í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði viti að það verði ekki launaskerðing.“ „Kominn tími til að raddir þessara kvenna fái að heyrast“ Þetta árið verður lögð sérstök áhersla á baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir líka mikilvægt að konur og kvár sem búa við góð skilyrði mæti einmitt til að sýna samstöðu með þeim sem ekki geta það. „Oft eru þetta konurnar sem hafa ekki rödd í samfélaginu sem hafa ekki tök á að mæta eða hafa hátt, þannig að það er okkar hinna að mæta og sína samstöðu. Kynbundið ofbeldi er eitthvað sem snertir okkur öll og samfélagið í heild og við státum okkur af því að vera framarlega í jafnrétti en þarna erum við bara alls ekki framarlega,“ segir Linda Dröfn. „Það er kominn tími til að raddir þessara kvenna fái að heyrast,“ segir Linda. Kynbundið ofbeldi sé ein hreinasta birtingarmynd misréttis. „Baráttan er varla hafin fyrr en við ráðun niðurlögum þessa ofbeldis og þess vegna viljum við - virkilega – hvetja konur og kvár til að leggja niður störf, sýna samstöðu og mæta á Arnarhól og að karlmennirnir taki fyrstu, aðra og þriðju vaktina á meðan. Við sýnum með þessari samstöðu að nú sé nóg komið. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að stoppa,“ segir Linda sem hefur í sínu starfi sem framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins innsýn inn í líf þeirra kvenna sem búa við hryllileg skilyrði. Sonja bendir á að tilgangurinn með verkfallinu sé að valda usla. „1975 þá lokuðu leikskólar og grunnskólar og sömuleiðis afgreiðsla í verslunum. Það var allt undir og það sást með skýrum hætti mikilvægi framlags kvenna til samfélagsins og það er það sem við erum að hvetja til núna,“ segir Sonja. Ekki geta þó allar konur og kvár lagt niður störf án þess að lífi fólks sé beinlínis stefnt í hættu. Sonja segir ekki standa til að stefna öryggi neins í hættu. Konur sem starfi til dæmis í bráðaþjónustu ýmis konar geti tekið þátt með táknrænum hætti. „Við munum meðal annars fara inn á vinnustaði og taka myndir þar sem þær reisa kröfur sínar á mótmælaspjöldum og geta sett inn á samfélagsmiðla til að þetta sé sýnilegt.“ Sonja hvetur fólk til að virkja sem flesta í kringum sig til þátttöku og sérstaklega fólk af erlendum uppruna og fólk sem eigi erfiðara með að taka þátt. „Sjáumst í baráttunni!“ sagði Sonja að lokum full eldmóðs.
Jafnréttismál Kjaramál Kvennaverkfall Tengdar fréttir Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. 3. október 2023 12:15