Agnes ætlar með málið fyrir dóm Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 21:49 Agnes segist taka málið alvarlega og því ætli hún að leita til dómstóla. Vísir/Vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. Í kvöld var greint frá því að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakalli, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Ástæðan er að hún hafi ekki haft umboð til að taka slíkar ákvarðanir eftir 30. júní í fyrra þegar skipunartími hennar rann út. Í yfirlýsingu frá biskup segir að á grundvelli köllunar sinnar til að þjóna þjóðkirkjunni hafi hún gefið kost á sér til embættis biskups Íslands og verið kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 hafi umboð hennar verið framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 hafi fylgt skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. „Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingu Agnesar. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir,“ segir Agnes og vísar þar til máls Gunnars, en á síðasta ári sökuðu sex konur hann um kynferðislega áreitni. Óháð teymi innan þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að í af þeim 48 atvikum sem voru til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Gunnari var eins og áður sagt gefin áminning í september í fyrra, en þann 14. september var honum sagt upp. Yfirlýsing Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Á grundvelli köllunar minnar til að þjóna þjóðkirkjunni gaf ég kost á mér til embættis biskups Íslands og var kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 var umboð mitt framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 fylgdu skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi. Framundan á næsta ári eru biskupskosningar, eins og komið hefur fram í máli kjörstjórnar þjóðkirkjunnar, þar sem fólkið í kirkjunni mun kjósa sér nýjan biskup til næstu ára. Ég hef hvatt forseta kirkjuþings til að tryggja og skýra stöðu biskups Íslands til frambúðar. Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir. Vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum hafa verið mér samstíga alla mína biskupstíð og verið mér styðjandi kollegar í mörgum krefjandi málum. Það er stuðningur sem er bæði ómetanlegur og mikilvægur þegar reynir á stjórnsýslulegan styrk í stöku málum. Þá er ég afar þakklát þeim stuðningi sem prestar og djáknar sýndu mér og þjóðkirkjunni í sumar með yfirlýsingum. Ég hef sinnt starfi mínu sem biskup Íslands með köllun í hjarta og huga. Á þeirri vegferð hafa orðið grundvallandi breytingar á þjóðkirkjunni sem ég tel efla og móta kirkjuna til að takast á við bjarta framtíð kristni í landinu. Ég er stolt af kirkjunni minni, fólkinu sem hana myndar, þjónar og starfar um land allt. Það er hin eiginlega þjóðkirkja. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Kópavogur Kynferðisofbeldi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í kvöld var greint frá því að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakalli, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Ástæðan er að hún hafi ekki haft umboð til að taka slíkar ákvarðanir eftir 30. júní í fyrra þegar skipunartími hennar rann út. Í yfirlýsingu frá biskup segir að á grundvelli köllunar sinnar til að þjóna þjóðkirkjunni hafi hún gefið kost á sér til embættis biskups Íslands og verið kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 hafi umboð hennar verið framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 hafi fylgt skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. „Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingu Agnesar. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir,“ segir Agnes og vísar þar til máls Gunnars, en á síðasta ári sökuðu sex konur hann um kynferðislega áreitni. Óháð teymi innan þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að í af þeim 48 atvikum sem voru til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Gunnari var eins og áður sagt gefin áminning í september í fyrra, en þann 14. september var honum sagt upp. Yfirlýsing Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Á grundvelli köllunar minnar til að þjóna þjóðkirkjunni gaf ég kost á mér til embættis biskups Íslands og var kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 var umboð mitt framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 fylgdu skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi. Framundan á næsta ári eru biskupskosningar, eins og komið hefur fram í máli kjörstjórnar þjóðkirkjunnar, þar sem fólkið í kirkjunni mun kjósa sér nýjan biskup til næstu ára. Ég hef hvatt forseta kirkjuþings til að tryggja og skýra stöðu biskups Íslands til frambúðar. Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir. Vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum hafa verið mér samstíga alla mína biskupstíð og verið mér styðjandi kollegar í mörgum krefjandi málum. Það er stuðningur sem er bæði ómetanlegur og mikilvægur þegar reynir á stjórnsýslulegan styrk í stöku málum. Þá er ég afar þakklát þeim stuðningi sem prestar og djáknar sýndu mér og þjóðkirkjunni í sumar með yfirlýsingum. Ég hef sinnt starfi mínu sem biskup Íslands með köllun í hjarta og huga. Á þeirri vegferð hafa orðið grundvallandi breytingar á þjóðkirkjunni sem ég tel efla og móta kirkjuna til að takast á við bjarta framtíð kristni í landinu. Ég er stolt af kirkjunni minni, fólkinu sem hana myndar, þjónar og starfar um land allt. Það er hin eiginlega þjóðkirkja.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Kópavogur Kynferðisofbeldi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent