Hákarlinn kom alltaf nær og nær Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 13:23 Skarphéðni, Unni systur hans og Birni kærastanum hennar, var eðlilega nokkuð brugðið þegar hákarlinn tók beygjuna með bátnum. „Við bjuggumst alveg við því að sjá hvali, enda mikið af þeim þarna fyrr um daginn og meira að segja höfrungar, en við bjuggumst ekki við því að sjá hákarl,“ segir Skarphéðinn Snorrason sem var ásamt systur sinni, kærasta hennar og hundi á bát í Steingrímsfirði þegar þau tóku eftir ugga hákarls sem veitti bátnum eftirför. Skarphéðinn birti myndband af eftirförinni á samfélagsmiðlum fyrir þremur dögum síðar. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og 40 þúsund manns barið það augum. Þar má sjá hve gríðarlega stór hákarlinn er. Allar líkur eru á að um beinhákarl sé að ræða, sem er sá stærsti við Íslandsstrendur. Myndbandið var tekið í ágúst í fyrra en Skarphéðinn birti það á netinu fyrir þremur dögum. Horfa má á það neðst í fréttinni. Skarphéðinn var á ferð með Unni systur sinni, Birni Rúnarssyni kærasta hennar og hundinum Spora. Fjölskyldan á bústað á Drangsnesi og eru þau því alvön að fara út á fjörðinn. Skarphéðinn á bátnum ásamt hundinum Spora. Ákváðu að sleppa vestum þennan daginn „Það var mjög mikið líf í firðinum þennan daginn. Við sáum mikið af höfrungum, hnúfubökum og hrefnum. Um kvöldið var mjög stillt veður og við ákváðum að skjótast aðeins út á bátnum og ætluðum að róa bara stutt með fjörunni inn fjörðinn og ákváðum að sleppa vestum í þetta skiptið,“ segir Skarphéðinn. „En þegar við vorum komin svolítið áleiðis sáum við eitthvað drasl fljóta svolítið út frá fjörunni sem greip athygli okkar og við ákváðum að kíkja á það. Áður en við vissum af vorum við komin nokkur hundruð metra frá landi en þá einmitt birtist þessi stærðar skepna fyrir aftan bátinn. Ég heyrði bara vatnsnið fyrir aftan bátinn og lít þá yfir öxlina á Birni og sé þá þennan stærðar ugga standa upp úr vatninu og stefnir beint á okkur. Ég hugsaði strax með mér að við værum komin alltof langt frá landi og það án vesta.“ Hélt þetta væri háhyrningur „Í fyrstu hélt ég að þetta væri háhyrningur en hann blés ekkert og hreyfingin var ekki upp og niður heldur til hliðanna. Þannig mig grunaði að þetta væri beinhákarl og vissi að þeir væru meinlausir en það var samt óþægileg tilhugsun um að hann færi utan í bátinn,“ segir Skarphéðinn. „Ég tók beygjuna aftur í land og hann elti, svo prufaði ég að hætta að róa. Þá synti hann framhjá og hvarf. Við héldum áfram í land og örfáum mínútum seinna voru hnúfubakar komnir á sama svæði. Það er upplifun að sjá þá en þetta var töluvert öðruvísi,“ segir Skarphéðinn sem bætir því við að þau hafi haldið um stund að um væri að ræða tvo hákarla svo stór var hann. Það hafi reynst verið sporður dýrsins. Dýr Tengdar fréttir Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. 3. nóvember 2020 21:26 Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Skarphéðinn birti myndband af eftirförinni á samfélagsmiðlum fyrir þremur dögum síðar. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og 40 þúsund manns barið það augum. Þar má sjá hve gríðarlega stór hákarlinn er. Allar líkur eru á að um beinhákarl sé að ræða, sem er sá stærsti við Íslandsstrendur. Myndbandið var tekið í ágúst í fyrra en Skarphéðinn birti það á netinu fyrir þremur dögum. Horfa má á það neðst í fréttinni. Skarphéðinn var á ferð með Unni systur sinni, Birni Rúnarssyni kærasta hennar og hundinum Spora. Fjölskyldan á bústað á Drangsnesi og eru þau því alvön að fara út á fjörðinn. Skarphéðinn á bátnum ásamt hundinum Spora. Ákváðu að sleppa vestum þennan daginn „Það var mjög mikið líf í firðinum þennan daginn. Við sáum mikið af höfrungum, hnúfubökum og hrefnum. Um kvöldið var mjög stillt veður og við ákváðum að skjótast aðeins út á bátnum og ætluðum að róa bara stutt með fjörunni inn fjörðinn og ákváðum að sleppa vestum í þetta skiptið,“ segir Skarphéðinn. „En þegar við vorum komin svolítið áleiðis sáum við eitthvað drasl fljóta svolítið út frá fjörunni sem greip athygli okkar og við ákváðum að kíkja á það. Áður en við vissum af vorum við komin nokkur hundruð metra frá landi en þá einmitt birtist þessi stærðar skepna fyrir aftan bátinn. Ég heyrði bara vatnsnið fyrir aftan bátinn og lít þá yfir öxlina á Birni og sé þá þennan stærðar ugga standa upp úr vatninu og stefnir beint á okkur. Ég hugsaði strax með mér að við værum komin alltof langt frá landi og það án vesta.“ Hélt þetta væri háhyrningur „Í fyrstu hélt ég að þetta væri háhyrningur en hann blés ekkert og hreyfingin var ekki upp og niður heldur til hliðanna. Þannig mig grunaði að þetta væri beinhákarl og vissi að þeir væru meinlausir en það var samt óþægileg tilhugsun um að hann færi utan í bátinn,“ segir Skarphéðinn. „Ég tók beygjuna aftur í land og hann elti, svo prufaði ég að hætta að róa. Þá synti hann framhjá og hvarf. Við héldum áfram í land og örfáum mínútum seinna voru hnúfubakar komnir á sama svæði. Það er upplifun að sjá þá en þetta var töluvert öðruvísi,“ segir Skarphéðinn sem bætir því við að þau hafi haldið um stund að um væri að ræða tvo hákarla svo stór var hann. Það hafi reynst verið sporður dýrsins.
Dýr Tengdar fréttir Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. 3. nóvember 2020 21:26 Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. 3. nóvember 2020 21:26