Um 50 list- og menningarviðburðir í boði á Akranesi á Vökudögum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2023 13:04 Bleik messa verður í Akraneskirkju á Vökudögum þar sem þessar konur munu örugglega mæta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Akranesi eru nú að setja sig í stellingar fyrir ellefu daga lista- og menningarhátíð, Vökudaga, sem hefjast fimmtudaginn 26. október. Boðið verður upp á um fimmtíu menningarviðburði í bæjarfélaginu þessa daga allt frá listsýningum upp í pönktónleika. Lífið á Akranesi snýst ekki bara um knattspyrnu og aðrar íþróttir því þar er mjög öflugt menningarlíf enda á að halda núna í 21. sinn menningarhátíðina Vökudaga. En af hverju heitir hátíðin þessu nafni? Vera Líndal Guðnadóttir er verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi. „Ætli þetta sé ekki aðallega vegna þess að þetta er til að lífga upp á skammdegið, halda okkur glöðum og vakandi yfir listgreinum bæjarins,“ segir Vera og heldur áfram. „Hátíðin stendur saman af ótrúlega öflugu listafólki frá Akranesi, sem tekur sig saman og býður fólki á sýningaropnanir, opnar vinnustofur, tónleika og ýmislegt fleira.“ Vera segir að um 50 ólíka lista- og menningarviðburði verði að ræða, meðal annars tvær tónlistarhátíðir. „Það eru annars vegar Heimaskagahátíðin, sem er algjör hittari á Akranesi. Hún er þannig að það eru 11 heimili, sem bjóða bæjarbúum inn í stofu á tónleika þar sem þekktir tónlistarmenn spila. Svo er það hins vegar „Lilló hardcorefest“, sem er harðkjarna og pönkhátíð í gamla Landsbankahúsinu, þannig að það er svona ákveðin breidd í þessu öllu saman, það er ótrúlega skemmtilegt.“ Vera Líndal Guðnadóttir, verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi.Aðsend En hvað skýrir þennan mikla sköpunarkraft í kringum list- og menningu á Akranesi? „Það er vegna þess að hér er fjölbreyttur hópur listafólks og áhugafólks um menningu í bænum sem drífur áfram listasenuna og eykur veg menningar í samfélaginu. Þau eru styðjandi hvort við annað og hér starfa öflug listafélög. Á Vökudögum fáum við að upplifa afraksturinn af þessar vinnu og líta inn í hugarheim þeirra. Það er einstakt tækifæri fyrir bæjarbúa,” segir Vera og bætir strax við. „Á Vökudögum getur maður skoðað verk leik- og grunnskólabarna, litið við á handverksmarkaði hjá okkar glæsilegu eldri borgurum í félagsstarfi Akraneskaupstaðar, ungmenni geta skellt sér á smiðjur og lært að jöggla, jóðla, rokka eða mála svo eitthvað megi nefna. Bæjarstjórinn okkar ætlar meira að segja að bjóða á viðburð í lok hátíðarinnar. En þar fer hann yfir sögu Jóns Hreggviðssonar yfir brauðtertum og bjór. Það fléttast síðan tvær aðrar hátíðir í samfélaginu fallega inn í Vökudaga. Það eru hrekkjavakan og bleikur október. Í tilefni af þeim verða styrktartónleikar, bleik messa í Akraneskirkju og svo hið alræmda hrollvekjuhús á Byggðarsafninu.” Tvær tónlistarhátíðir verða haldnar, Heimaskagahátíðin og pönkhátíð í gamla LandsbankahúsinuAðsend Formlega setning Vökudaga fer fram fimmtudaginn 26. október í tónlistarskólanum þar sem menningarverðlaun Akranes 2023 verða veitt, auk umhverfisverðlauna bæjarfélagsins. Í kjölfar setningarathafnarinnar fer fram listaganga þar sem bæjarbúar ganga um bæinn og kíkja við á sýningaropnunum og opnar vinnustofur. Hægt er að skoða dagskrá Vökudaga hér og á Facebook og Instagram undir nafni hátíðarinnar. Dagskrá Vökudaga er mjög fjölbreytt og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Aðsend Akranes Menning Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Lífið á Akranesi snýst ekki bara um knattspyrnu og aðrar íþróttir því þar er mjög öflugt menningarlíf enda á að halda núna í 21. sinn menningarhátíðina Vökudaga. En af hverju heitir hátíðin þessu nafni? Vera Líndal Guðnadóttir er verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi. „Ætli þetta sé ekki aðallega vegna þess að þetta er til að lífga upp á skammdegið, halda okkur glöðum og vakandi yfir listgreinum bæjarins,“ segir Vera og heldur áfram. „Hátíðin stendur saman af ótrúlega öflugu listafólki frá Akranesi, sem tekur sig saman og býður fólki á sýningaropnanir, opnar vinnustofur, tónleika og ýmislegt fleira.“ Vera segir að um 50 ólíka lista- og menningarviðburði verði að ræða, meðal annars tvær tónlistarhátíðir. „Það eru annars vegar Heimaskagahátíðin, sem er algjör hittari á Akranesi. Hún er þannig að það eru 11 heimili, sem bjóða bæjarbúum inn í stofu á tónleika þar sem þekktir tónlistarmenn spila. Svo er það hins vegar „Lilló hardcorefest“, sem er harðkjarna og pönkhátíð í gamla Landsbankahúsinu, þannig að það er svona ákveðin breidd í þessu öllu saman, það er ótrúlega skemmtilegt.“ Vera Líndal Guðnadóttir, verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi.Aðsend En hvað skýrir þennan mikla sköpunarkraft í kringum list- og menningu á Akranesi? „Það er vegna þess að hér er fjölbreyttur hópur listafólks og áhugafólks um menningu í bænum sem drífur áfram listasenuna og eykur veg menningar í samfélaginu. Þau eru styðjandi hvort við annað og hér starfa öflug listafélög. Á Vökudögum fáum við að upplifa afraksturinn af þessar vinnu og líta inn í hugarheim þeirra. Það er einstakt tækifæri fyrir bæjarbúa,” segir Vera og bætir strax við. „Á Vökudögum getur maður skoðað verk leik- og grunnskólabarna, litið við á handverksmarkaði hjá okkar glæsilegu eldri borgurum í félagsstarfi Akraneskaupstaðar, ungmenni geta skellt sér á smiðjur og lært að jöggla, jóðla, rokka eða mála svo eitthvað megi nefna. Bæjarstjórinn okkar ætlar meira að segja að bjóða á viðburð í lok hátíðarinnar. En þar fer hann yfir sögu Jóns Hreggviðssonar yfir brauðtertum og bjór. Það fléttast síðan tvær aðrar hátíðir í samfélaginu fallega inn í Vökudaga. Það eru hrekkjavakan og bleikur október. Í tilefni af þeim verða styrktartónleikar, bleik messa í Akraneskirkju og svo hið alræmda hrollvekjuhús á Byggðarsafninu.” Tvær tónlistarhátíðir verða haldnar, Heimaskagahátíðin og pönkhátíð í gamla LandsbankahúsinuAðsend Formlega setning Vökudaga fer fram fimmtudaginn 26. október í tónlistarskólanum þar sem menningarverðlaun Akranes 2023 verða veitt, auk umhverfisverðlauna bæjarfélagsins. Í kjölfar setningarathafnarinnar fer fram listaganga þar sem bæjarbúar ganga um bæinn og kíkja við á sýningaropnunum og opnar vinnustofur. Hægt er að skoða dagskrá Vökudaga hér og á Facebook og Instagram undir nafni hátíðarinnar. Dagskrá Vökudaga er mjög fjölbreytt og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Aðsend
Akranes Menning Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira