Lagið kom út í gær á öllum helstu streymisveitum en hægt er að hlusta á það í spilaranum hér að neðan:
„Lagið Hausinn fór á milljón er saga sem okkur fannst fanga eitthvað móment sem allir hafa upplifað. Þegar þú sérð einhverja manneskju sem þú verður strax hrifinn af en svo sérðu hana aldrei aftur.
Þetta er meira en bara lag. Þetta er tilfinning, spegilmynd af heiminum eins og við sjáum hann. Við sem listamenn berum ábyrgð á því að fanga tíðarandann, koma hinu ósagða á framfæri og fanga hug og hjörtu fólks með tónlist. Með þessu lagi teljum við okkur hafa tekist það,“ segja Háski og Séra Bjössi, sem heita réttu nafni Darri og Benni.
Strákarnir segjast vinna mjög vel saman og varð lagið til á fallegu haustkvöldi í stúdíói í Hafnarfirði.
„Við teljum að svona lag hafi ekki verið gert áður á Íslandi og erum ekkert eðlilega spenntir að leyfa fólkinu að heyra það,“ segja þeir að lokum.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög Íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: