Þjálfaraleit KR: Ekki rætt við jafn marga og haldið hefur verið fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 13:00 Rúnar Kristinsson hætti sem þjálfari KR í haust eftir langan og farsælan tíma. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar leita að nýjum þjálfara fyrir karlalið félagsins í fótbolta en Rúnar Kristinsson hætti með liðið eftir tímabilið. Margir hafa verið nefndir til sögunnar og orðaðir við Vesturbæjarfélagið og nú síðast Ólafur Ingi Skúlason. Formaður knattspyrnudeildar KR vildi ekki staðfesta nein nöfn í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hver er staðan á þjálfaraleit KR-inga? „Í lok tímabils og eftir að það varð ljóst að við myndum gera þessar breytingar þá settumst við niður og höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er, með þeim formerkjum að vanda okkur og flýta okkur hægt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Aron Guðmundsson. Stjórnin fær tíma til að finna besta manninn í starfið. „Þó að allir vilji klára þessi þjálfaramál sem fyrst þá erum við ekki undir pressu. Við viljum bara vanda okkur og höfum átt ágætis samtal við nokkra aðila en ekki fjölmarga eins og einhverjir vilja meina. Við viljum vanda okkur og gera rétt af því að við erum ekki undir pressu. Það er enn þá bara októbermánuður,“ sagði Páll en hver er tímaraminn? Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Vísir/Dúi „Við vorum að vonast til að hlutirnir myndu klárast í upphafi þessarar viku og við stefnum enn á það,“ sagði Páll. Koma enn nokkrir til greina eða eru þeir komnir niður á einn? „Við erum alla vega komnir á þann stað að við vonumst til að geta klárað ráðningu á allra næstu dögum,“ sagði Páll. „Þetta hefur ekki tekið lengri tíma en við áttum von á. Við vorum að gefa okkur smá tíma. Það er réttur hálfur mánuður síðan að tímabilið kláraðist. Leikmenn eru í frí. Þetta hefur hvorki tekið lengri né styttri tíma. Þetta er farvegurinn í ljósi þess að við viljum bara vanda okkur,“ sagði Páll. Það hefur verið fullyrt í hlaðvarpsþáttum að Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari liðsins. „Ég ætla ekki að gefa upp nein nöfn á þessum tímapunkti. Það hefur margt verið fullyrt undanfarið í þessum hlaðvörpum. Ég held að það sé búið að nefna alla þjálfara í tveimur efstu deildunum og bendla þá við okkur á einhverjum tímapunkti sem er fjarri lagi. Við höfum rætt við nokkra aðila,“ sagði Páll. Besta deild karla KR Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Margir hafa verið nefndir til sögunnar og orðaðir við Vesturbæjarfélagið og nú síðast Ólafur Ingi Skúlason. Formaður knattspyrnudeildar KR vildi ekki staðfesta nein nöfn í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hver er staðan á þjálfaraleit KR-inga? „Í lok tímabils og eftir að það varð ljóst að við myndum gera þessar breytingar þá settumst við niður og höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er, með þeim formerkjum að vanda okkur og flýta okkur hægt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Aron Guðmundsson. Stjórnin fær tíma til að finna besta manninn í starfið. „Þó að allir vilji klára þessi þjálfaramál sem fyrst þá erum við ekki undir pressu. Við viljum bara vanda okkur og höfum átt ágætis samtal við nokkra aðila en ekki fjölmarga eins og einhverjir vilja meina. Við viljum vanda okkur og gera rétt af því að við erum ekki undir pressu. Það er enn þá bara októbermánuður,“ sagði Páll en hver er tímaraminn? Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Vísir/Dúi „Við vorum að vonast til að hlutirnir myndu klárast í upphafi þessarar viku og við stefnum enn á það,“ sagði Páll. Koma enn nokkrir til greina eða eru þeir komnir niður á einn? „Við erum alla vega komnir á þann stað að við vonumst til að geta klárað ráðningu á allra næstu dögum,“ sagði Páll. „Þetta hefur ekki tekið lengri tíma en við áttum von á. Við vorum að gefa okkur smá tíma. Það er réttur hálfur mánuður síðan að tímabilið kláraðist. Leikmenn eru í frí. Þetta hefur hvorki tekið lengri né styttri tíma. Þetta er farvegurinn í ljósi þess að við viljum bara vanda okkur,“ sagði Páll. Það hefur verið fullyrt í hlaðvarpsþáttum að Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari liðsins. „Ég ætla ekki að gefa upp nein nöfn á þessum tímapunkti. Það hefur margt verið fullyrt undanfarið í þessum hlaðvörpum. Ég held að það sé búið að nefna alla þjálfara í tveimur efstu deildunum og bendla þá við okkur á einhverjum tímapunkti sem er fjarri lagi. Við höfum rætt við nokkra aðila,“ sagði Páll.
Besta deild karla KR Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira