Þjálfaraleit KR: Ekki rætt við jafn marga og haldið hefur verið fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 13:00 Rúnar Kristinsson hætti sem þjálfari KR í haust eftir langan og farsælan tíma. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar leita að nýjum þjálfara fyrir karlalið félagsins í fótbolta en Rúnar Kristinsson hætti með liðið eftir tímabilið. Margir hafa verið nefndir til sögunnar og orðaðir við Vesturbæjarfélagið og nú síðast Ólafur Ingi Skúlason. Formaður knattspyrnudeildar KR vildi ekki staðfesta nein nöfn í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hver er staðan á þjálfaraleit KR-inga? „Í lok tímabils og eftir að það varð ljóst að við myndum gera þessar breytingar þá settumst við niður og höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er, með þeim formerkjum að vanda okkur og flýta okkur hægt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Aron Guðmundsson. Stjórnin fær tíma til að finna besta manninn í starfið. „Þó að allir vilji klára þessi þjálfaramál sem fyrst þá erum við ekki undir pressu. Við viljum bara vanda okkur og höfum átt ágætis samtal við nokkra aðila en ekki fjölmarga eins og einhverjir vilja meina. Við viljum vanda okkur og gera rétt af því að við erum ekki undir pressu. Það er enn þá bara októbermánuður,“ sagði Páll en hver er tímaraminn? Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Vísir/Dúi „Við vorum að vonast til að hlutirnir myndu klárast í upphafi þessarar viku og við stefnum enn á það,“ sagði Páll. Koma enn nokkrir til greina eða eru þeir komnir niður á einn? „Við erum alla vega komnir á þann stað að við vonumst til að geta klárað ráðningu á allra næstu dögum,“ sagði Páll. „Þetta hefur ekki tekið lengri tíma en við áttum von á. Við vorum að gefa okkur smá tíma. Það er réttur hálfur mánuður síðan að tímabilið kláraðist. Leikmenn eru í frí. Þetta hefur hvorki tekið lengri né styttri tíma. Þetta er farvegurinn í ljósi þess að við viljum bara vanda okkur,“ sagði Páll. Það hefur verið fullyrt í hlaðvarpsþáttum að Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari liðsins. „Ég ætla ekki að gefa upp nein nöfn á þessum tímapunkti. Það hefur margt verið fullyrt undanfarið í þessum hlaðvörpum. Ég held að það sé búið að nefna alla þjálfara í tveimur efstu deildunum og bendla þá við okkur á einhverjum tímapunkti sem er fjarri lagi. Við höfum rætt við nokkra aðila,“ sagði Páll. Besta deild karla KR Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Margir hafa verið nefndir til sögunnar og orðaðir við Vesturbæjarfélagið og nú síðast Ólafur Ingi Skúlason. Formaður knattspyrnudeildar KR vildi ekki staðfesta nein nöfn í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hver er staðan á þjálfaraleit KR-inga? „Í lok tímabils og eftir að það varð ljóst að við myndum gera þessar breytingar þá settumst við niður og höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er, með þeim formerkjum að vanda okkur og flýta okkur hægt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Aron Guðmundsson. Stjórnin fær tíma til að finna besta manninn í starfið. „Þó að allir vilji klára þessi þjálfaramál sem fyrst þá erum við ekki undir pressu. Við viljum bara vanda okkur og höfum átt ágætis samtal við nokkra aðila en ekki fjölmarga eins og einhverjir vilja meina. Við viljum vanda okkur og gera rétt af því að við erum ekki undir pressu. Það er enn þá bara októbermánuður,“ sagði Páll en hver er tímaraminn? Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Vísir/Dúi „Við vorum að vonast til að hlutirnir myndu klárast í upphafi þessarar viku og við stefnum enn á það,“ sagði Páll. Koma enn nokkrir til greina eða eru þeir komnir niður á einn? „Við erum alla vega komnir á þann stað að við vonumst til að geta klárað ráðningu á allra næstu dögum,“ sagði Páll. „Þetta hefur ekki tekið lengri tíma en við áttum von á. Við vorum að gefa okkur smá tíma. Það er réttur hálfur mánuður síðan að tímabilið kláraðist. Leikmenn eru í frí. Þetta hefur hvorki tekið lengri né styttri tíma. Þetta er farvegurinn í ljósi þess að við viljum bara vanda okkur,“ sagði Páll. Það hefur verið fullyrt í hlaðvarpsþáttum að Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari liðsins. „Ég ætla ekki að gefa upp nein nöfn á þessum tímapunkti. Það hefur margt verið fullyrt undanfarið í þessum hlaðvörpum. Ég held að það sé búið að nefna alla þjálfara í tveimur efstu deildunum og bendla þá við okkur á einhverjum tímapunkti sem er fjarri lagi. Við höfum rætt við nokkra aðila,“ sagði Páll.
Besta deild karla KR Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira