Nokkrir vinnustaðir sem ekki leyfa þátttöku í kvennafrídeginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 14:52 Sonja Ýr formaður BSRB segir stuðning við kvennafrídaginn almennt hafa verið mikinn. Vísir/Ívar Fannar Á morgun leggja konur og kvár niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Ýmis starfsemi verður í lágmarki, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu og skólastarfi þar sem konur eru í afgerandi meirihluta. Formaður BSRB segir undirbúning ganga vel en enn séu atvinnurekendur á svokölluðum tossalista, sem ekki munu heimila þátttöku starfsmanna í dagskránni. „Frá því að við tilkynntum höfum við fundið mjög hratt og vel að langflest fyrirtæki þekkja þennan sögulega dag og hver markmið hans eru, að sýna mikilvægi kvenna til samfélagsins í launuðum störfum og ólaunuðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Heilt yfir hafi vinnustaðir tekið verkfallinu vel, tossalistinn sé þó ekki tómur. „Það standa núna eftir 32 vinnustaðir á listanum. Á honum eru aðallega fyrirtæki á einkamarkaði og af öllum stærðum og gerðum er síðan er eitt sveitarfélag,“ segir Sonja en tekur fram að fækkað hafi á listanum. „Mörg fyrirtæki voru fyrri til að tilkynna að þau styddu þetta og að það yrði ekki launaskerðing. Síðan sendum við í kjölfarið hvatningu og reyndum að ná til allra atvinnurekenda þar sem við vorum að hvetja þau til að hvetja konur og kvár til þátttöku og þau voru þá þannig að taka afstöðu áður en kom til þessa samtals inni á vinnustaðnum og lýsa því yfir hvernig færi með launagreiðslurnar,“ segir Sonja. „Það er mikill meirihluti sem hafa gert það. Heilt yfir erum við ótrúlega ánægð að það eru konur, kvár og atvinnurekendur að svara kallinu með mjög skýrum hætti.“ Dæmi séu um að vinnustaðir leyfi enga þátttöku í dagskrá morgundagsins og einhverjum hafi verið hótaðar starfsmissir fyrir þátttöku. „Það eru dæmi um það og meirihlutinn sem stendur eftir á þessum lista þá eru það þannig tilvik. Þá er gert ráð fyrir að konur og kvár geti ekki tekið þátt að neinu leyti í dagskránni.“ Kvennaverkfall Vinnumarkaður Jafnréttismál Stéttarfélög Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 23. október 2023 14:48 Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? 23. október 2023 13:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Frá því að við tilkynntum höfum við fundið mjög hratt og vel að langflest fyrirtæki þekkja þennan sögulega dag og hver markmið hans eru, að sýna mikilvægi kvenna til samfélagsins í launuðum störfum og ólaunuðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Heilt yfir hafi vinnustaðir tekið verkfallinu vel, tossalistinn sé þó ekki tómur. „Það standa núna eftir 32 vinnustaðir á listanum. Á honum eru aðallega fyrirtæki á einkamarkaði og af öllum stærðum og gerðum er síðan er eitt sveitarfélag,“ segir Sonja en tekur fram að fækkað hafi á listanum. „Mörg fyrirtæki voru fyrri til að tilkynna að þau styddu þetta og að það yrði ekki launaskerðing. Síðan sendum við í kjölfarið hvatningu og reyndum að ná til allra atvinnurekenda þar sem við vorum að hvetja þau til að hvetja konur og kvár til þátttöku og þau voru þá þannig að taka afstöðu áður en kom til þessa samtals inni á vinnustaðnum og lýsa því yfir hvernig færi með launagreiðslurnar,“ segir Sonja. „Það er mikill meirihluti sem hafa gert það. Heilt yfir erum við ótrúlega ánægð að það eru konur, kvár og atvinnurekendur að svara kallinu með mjög skýrum hætti.“ Dæmi séu um að vinnustaðir leyfi enga þátttöku í dagskrá morgundagsins og einhverjum hafi verið hótaðar starfsmissir fyrir þátttöku. „Það eru dæmi um það og meirihlutinn sem stendur eftir á þessum lista þá eru það þannig tilvik. Þá er gert ráð fyrir að konur og kvár geti ekki tekið þátt að neinu leyti í dagskránni.“
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Jafnréttismál Stéttarfélög Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 23. október 2023 14:48 Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? 23. október 2023 13:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 23. október 2023 14:48
Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53
Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? 23. október 2023 13:00