Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 23. október 2023 14:48 Mynd tekin á kvennafrídeginum árið 2018. Vísir/Vilhelm Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. Heilsdagsverkfall kvenna og kvára hefst á miðnætti í kvöld. Verkfallið stendur að þessu sinni í heilan sólarhring. Að verkfallinu standa hátt í 40 samtök. Áhersla er í ár lögð á að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt, sem dæmi hefur verið gefið út að sundlaugar, skólar og leikskólar verði óstarfhæfir. Fjölmörg fyrirtæki hafa gefið út að ekki verður dregið af launum kvára og kvenna taki þau þátt. Skipulögð dagskrá fer fram þann 24. október, um land allt. Á Akureyri, Neskaupstað, Egilsstöðum, Dalvík, Höfn, Húsavík, Blönduós, Sauðárkrók, Patreksfirði, Hvammstanga, Ísafirði, Raufarhöfn, Reykjavík, Stykkishólmi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Vík og Drangsnesi. Götulokanir í miðborginni vegna kvennaverkfallsins.Mynd/Reykjavíkurborg Konur og kvár í nærliggjandi sveitarfélögum við Reykjavík eru hvött til að sækja baráttufundinn á Arnarhóli. Rútuferðir hafa verið skipulagðar meðal annars frá Selfossi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Baráttufundur hefst á Arnarhóli klukkan 14 á morgun en vegna verkfallsins verða nokkuð víðtækar vegalokanir í miðborg Reykjavíkur. Sumar taka gildi í kvöld klukkan 18 á meðan aðrar taka gildi í fyrramálið. Aldís Amah Hamilton, til vinstri, og Ólafía Hrönn Jónsdóttir eru kynnar á baráttufundi á Arnarhóli á morgun. Búist er við miklum fjölda á baráttufundinn en kynnar fundarins verða þær Ólafía Hrönn og Aldís Amah Hamilton Tónlist: Sóðaskapur (pönk hljómsveit skipuð þremur ungum konum), Ragga Gísladóttir og Una Torfadóttir (leiðir fjöldasöng, Áfram stelpur). Ræðufólk: • Urður Bartels - ungt stálp úr MH • Guðbjörg Pálsdóttir - formaður félags hjúkrunarfræðinga • Alice Olivia Clarke - rekur fyrirtækið Tíra reflective accessories Annað: Hópatriði, Jafnréttisparadísin - fjölbreyttur hópur kvenna og kvára fjallar um jafnréttisparadísina Ísland Nánar er hægt að fræðast um daginn á vefnum kvennafri.is en þar er hægt að finna svör við algengum spurningum, upplýsingar um sögu verkfallsins, upplýsingar um skiltagerð í dag, mánudag, og svo viðburði á morgun, þriðjudag, en ýmislegt er í boði. Farið verður í morgunhressingargöngur, haldnir baráttufundir, boðið í skiltagerð, danspartý, fyrirlestra og kvennakaffi, sunginn fjöldasöngur og margt fleira frá morgni til kvölds. Sem dæmi geta konur og kvár byrjað morgundaginn með morgunhressingargöngu í kringum tjörnina í Reykjavík fyrramálið klukkan 9. Farið eftir það í samstöðukaffi og svo á fræðslufund. Eftir það er hægt að fara í samstöðuhristing í Bíó Paradís og svo upphitun á Hallveigarstöðum þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. Eftir það hefst baráttufundur en honum lýkur klukkan 15. Dagskránni er ekki lokið þá. Hægt er að fara í baráttugleði á Lost Hostel í boði Feminískra fjármála og svo í Útgáfuhóf myndabókarinnar ÉG ÞORI! ÉG GET! ÉG VIL í Pennanum Austurstræti. Yfirlit yfir helstu viðburði. Upplýsingar um götulokanir. Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Atvinnurekendur verði að upplýsa konur af erlendum uppruna Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar. 23. október 2023 12:12 Allar sundlaugarnar í Reykjavík lokaðar nema ein Sundlaugarnar í Reykjavík verða lokaðar á morgun vegna kvennaverkfallsins. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. 23. október 2023 11:49 Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. 22. október 2023 10:50 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Heilsdagsverkfall kvenna og kvára hefst á miðnætti í kvöld. Verkfallið stendur að þessu sinni í heilan sólarhring. Að verkfallinu standa hátt í 40 samtök. Áhersla er í ár lögð á að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt, sem dæmi hefur verið gefið út að sundlaugar, skólar og leikskólar verði óstarfhæfir. Fjölmörg fyrirtæki hafa gefið út að ekki verður dregið af launum kvára og kvenna taki þau þátt. Skipulögð dagskrá fer fram þann 24. október, um land allt. Á Akureyri, Neskaupstað, Egilsstöðum, Dalvík, Höfn, Húsavík, Blönduós, Sauðárkrók, Patreksfirði, Hvammstanga, Ísafirði, Raufarhöfn, Reykjavík, Stykkishólmi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Vík og Drangsnesi. Götulokanir í miðborginni vegna kvennaverkfallsins.Mynd/Reykjavíkurborg Konur og kvár í nærliggjandi sveitarfélögum við Reykjavík eru hvött til að sækja baráttufundinn á Arnarhóli. Rútuferðir hafa verið skipulagðar meðal annars frá Selfossi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Baráttufundur hefst á Arnarhóli klukkan 14 á morgun en vegna verkfallsins verða nokkuð víðtækar vegalokanir í miðborg Reykjavíkur. Sumar taka gildi í kvöld klukkan 18 á meðan aðrar taka gildi í fyrramálið. Aldís Amah Hamilton, til vinstri, og Ólafía Hrönn Jónsdóttir eru kynnar á baráttufundi á Arnarhóli á morgun. Búist er við miklum fjölda á baráttufundinn en kynnar fundarins verða þær Ólafía Hrönn og Aldís Amah Hamilton Tónlist: Sóðaskapur (pönk hljómsveit skipuð þremur ungum konum), Ragga Gísladóttir og Una Torfadóttir (leiðir fjöldasöng, Áfram stelpur). Ræðufólk: • Urður Bartels - ungt stálp úr MH • Guðbjörg Pálsdóttir - formaður félags hjúkrunarfræðinga • Alice Olivia Clarke - rekur fyrirtækið Tíra reflective accessories Annað: Hópatriði, Jafnréttisparadísin - fjölbreyttur hópur kvenna og kvára fjallar um jafnréttisparadísina Ísland Nánar er hægt að fræðast um daginn á vefnum kvennafri.is en þar er hægt að finna svör við algengum spurningum, upplýsingar um sögu verkfallsins, upplýsingar um skiltagerð í dag, mánudag, og svo viðburði á morgun, þriðjudag, en ýmislegt er í boði. Farið verður í morgunhressingargöngur, haldnir baráttufundir, boðið í skiltagerð, danspartý, fyrirlestra og kvennakaffi, sunginn fjöldasöngur og margt fleira frá morgni til kvölds. Sem dæmi geta konur og kvár byrjað morgundaginn með morgunhressingargöngu í kringum tjörnina í Reykjavík fyrramálið klukkan 9. Farið eftir það í samstöðukaffi og svo á fræðslufund. Eftir það er hægt að fara í samstöðuhristing í Bíó Paradís og svo upphitun á Hallveigarstöðum þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. Eftir það hefst baráttufundur en honum lýkur klukkan 15. Dagskránni er ekki lokið þá. Hægt er að fara í baráttugleði á Lost Hostel í boði Feminískra fjármála og svo í Útgáfuhóf myndabókarinnar ÉG ÞORI! ÉG GET! ÉG VIL í Pennanum Austurstræti. Yfirlit yfir helstu viðburði. Upplýsingar um götulokanir.
Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Atvinnurekendur verði að upplýsa konur af erlendum uppruna Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar. 23. október 2023 12:12 Allar sundlaugarnar í Reykjavík lokaðar nema ein Sundlaugarnar í Reykjavík verða lokaðar á morgun vegna kvennaverkfallsins. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. 23. október 2023 11:49 Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. 22. október 2023 10:50 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53
Atvinnurekendur verði að upplýsa konur af erlendum uppruna Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar. 23. október 2023 12:12
Allar sundlaugarnar í Reykjavík lokaðar nema ein Sundlaugarnar í Reykjavík verða lokaðar á morgun vegna kvennaverkfallsins. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. 23. október 2023 11:49
Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. 22. október 2023 10:50