Hræðilega gaman að semja hrekkjavökulag Íris Hauksdóttir skrifar 25. október 2023 10:30 Bragi Valdimar segir lengi hafa verið vöntun á góðu hrekkjavökulagi, hann hefur nú bætt úr því. Hrekkjavakan er á næsta leiti og margir komnir með hugann þangað, þar á meðal leikhópurinn sem stendur að sýningunni Fíasól sem sett verður á fjalir Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. Metnaðarfullur hópur listafólks stendur að baki sýningunni. Bragi Valdimar sér um textagerð og Karl Olgeirsson um tónlistarstjórn. Teymið gaf í gær út lag sem koma mun fyrir í sýningunni en það er tileinkað hrekkjavökunni og ber heitið Grikk eða gott. Lagið má hlusta á hér: Sjálfur segir Bragi að lagið hafi komið þægilega til sín. „Það var hræðilega gaman að fá að gera sérstakt hrekkjavökulag fyrir Fíusól og félaga. Kalli Olgeirs er búinn að stýra því glæsilega í höfn með leikhópnum. Það sárvantar auðvitað íslenska hrekkjavökutónlist og ég vona svo sannarlega að íslenskir krakkar, foreldrar, vampírur og óbreyttir draugar læri lagið og syngi það saman um alla eilífð!“ Kátir krakkar koma að sýningunni Fíasól.aðsend Gaman að hræða og hræðast Höfundur lagsins og tónlistarstjóri sýningarinnar, Karl Olgeirsson tekur í sama streng: „Það er svo gaman að heyra hvað Bragi Valdimar getur gert með efnivið eins og hrekkjavöku. Textalega séð tekur hann þrjár hliðar; Hvað það sé gaman að hræða og hræðast, sælgætissöfnunin og að það sé nú samt vest að fara varlega unnan um skrímslin. Og tónlistarlega tekur hann alls konar tónbil og hljómaraðir sem öskra: Hrekkjavaka! Það var því ekki leiðinlegt að finna hljóðheiminn sem passaði: Theremínið sem er draugahljóðið í upphafsstefinu, Celestan sem er mjúka bjölluhljóðið í brúnni inn í viðlagið, hljóð sem við þekkjum úr Harry Potter eða Hnotubrjótinum og svo Sembalið og Cimbalom sem heyrast í Adamsfjölskyldunni og Sherlock. Á endanum er það svo heildin sem skiptir málið, þriggja mínútna poppperla með barnakór og Bergi Þór sem er í essinu sínu. Og fjögurra manna Fíusólarhljómsveitinni sem auk mín inniheldur Svanhildi Lóu á trommur, Sam Pegg á bassa og Stebba Magg á gítar. Hvað gæti klikkað?“ Þórunn Arna Kristjánsdóttir sér um leikstjórn sýningarinnar og er að eigin sögn mikill hrekkjavökuaðdáandi. Lagið segir hún frábæra viðbót á hrekkjavökupartýlista fjölskyldunnar. „Ég er alveg hoppandi kát með þetta nýja íslenska hrekkjavökulag sem er bæði gaman að syngja og dansa við. Mér finnst Braga Valdimar takast frábærlega að fanga allt það besta við þennan hræðilega skemmtilega dag í þessu lagi.“ Leikhús Tónlist Hrekkjavaka Tengdar fréttir Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. 4. maí 2023 17:01 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Metnaðarfullur hópur listafólks stendur að baki sýningunni. Bragi Valdimar sér um textagerð og Karl Olgeirsson um tónlistarstjórn. Teymið gaf í gær út lag sem koma mun fyrir í sýningunni en það er tileinkað hrekkjavökunni og ber heitið Grikk eða gott. Lagið má hlusta á hér: Sjálfur segir Bragi að lagið hafi komið þægilega til sín. „Það var hræðilega gaman að fá að gera sérstakt hrekkjavökulag fyrir Fíusól og félaga. Kalli Olgeirs er búinn að stýra því glæsilega í höfn með leikhópnum. Það sárvantar auðvitað íslenska hrekkjavökutónlist og ég vona svo sannarlega að íslenskir krakkar, foreldrar, vampírur og óbreyttir draugar læri lagið og syngi það saman um alla eilífð!“ Kátir krakkar koma að sýningunni Fíasól.aðsend Gaman að hræða og hræðast Höfundur lagsins og tónlistarstjóri sýningarinnar, Karl Olgeirsson tekur í sama streng: „Það er svo gaman að heyra hvað Bragi Valdimar getur gert með efnivið eins og hrekkjavöku. Textalega séð tekur hann þrjár hliðar; Hvað það sé gaman að hræða og hræðast, sælgætissöfnunin og að það sé nú samt vest að fara varlega unnan um skrímslin. Og tónlistarlega tekur hann alls konar tónbil og hljómaraðir sem öskra: Hrekkjavaka! Það var því ekki leiðinlegt að finna hljóðheiminn sem passaði: Theremínið sem er draugahljóðið í upphafsstefinu, Celestan sem er mjúka bjölluhljóðið í brúnni inn í viðlagið, hljóð sem við þekkjum úr Harry Potter eða Hnotubrjótinum og svo Sembalið og Cimbalom sem heyrast í Adamsfjölskyldunni og Sherlock. Á endanum er það svo heildin sem skiptir málið, þriggja mínútna poppperla með barnakór og Bergi Þór sem er í essinu sínu. Og fjögurra manna Fíusólarhljómsveitinni sem auk mín inniheldur Svanhildi Lóu á trommur, Sam Pegg á bassa og Stebba Magg á gítar. Hvað gæti klikkað?“ Þórunn Arna Kristjánsdóttir sér um leikstjórn sýningarinnar og er að eigin sögn mikill hrekkjavökuaðdáandi. Lagið segir hún frábæra viðbót á hrekkjavökupartýlista fjölskyldunnar. „Ég er alveg hoppandi kát með þetta nýja íslenska hrekkjavökulag sem er bæði gaman að syngja og dansa við. Mér finnst Braga Valdimar takast frábærlega að fanga allt það besta við þennan hræðilega skemmtilega dag í þessu lagi.“
Leikhús Tónlist Hrekkjavaka Tengdar fréttir Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. 4. maí 2023 17:01 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. 4. maí 2023 17:01