Skellir ekki plástri á slagæðablæðingu Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2023 10:22 Vilhjálmur Birgisson segir um einarða afstöðu stjórnvalda og SA, um ekkert svigrúm til hækkana, að hann muni ekki eftir samningum þar sem sá söngur hafi ekki verið sunginn. vísir/vilhelm Starfsgreinasamband Íslands fundar á morgun og fram á föstudag. Þar eru menn í vígahug. „Trúðu mér, ég er búinn að heyra þennan söng í tuttugu ár sem ég hef tekið þátt í kjarasamningum. Það er aldrei svigrúm, ekki í góðæri, ekki í meðalástandi í íslensku hagkerfi og ég tala nú ekki um þegar er smá kreppa,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur er að tala um einarðar yfirlýsingar fólks eins og Þórdísar Kolbrúnar Reykjafjörð Gylfadóttur nýs fjármálaráðherra og síðan Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra SA þess efnis að það verði engar launahækkanir í komandi kjarasamningum vegna verðbólgunnar. „Við verðum að ráðast á meinið. Þú skellir ekki plástri á slagæðablæðingu,“ segir Vilhjálmur. Stuðandi yfirlýsingar stjórnvalda Starfsgreinasambandið er að stilla saman strengi en 9. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 25.-27. október næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík. Björg segir herskáar yfirlýsingar stjórnvalda og SA stuðandi.Starfsgreinasamband Íslands Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins. „Þetta er reglulegt þing, haldið á tveggja ára fresti. Þá er kosin ný stjórn í sambandinu og unnið í málefnanefndum. Farið verður yfir kjaramál, heilbrigðismál, byggðamál og stefna lögð til næstu tveggja ára,“ segir Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri. Björg býst ekki við átökum á þinginu og vonar að þau hafi þannig tíma til að einbeita sér að málefnavinnu. Til að mynda komandi kjarasamningum, að þar verði lagðar línur. „Það stuðar okkur aðeins,“ segir Björg varðandi yfirlýsingar bæði stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins, hvað það varðar að ekki verði neinar launahækkanir í boði. „Þær viðræður eru að hefjast fljótlega. Við höfum verið að funda með SA um ýmis mál; varðandi vinnutíma, veikindarétt, fræðslumál og þessi mál sem ekki náðust inn í viðræðurnar síðast. Gerðum aðeins samning til eins árs síðast og þá var öðrum viðræðum utan launaliðinn frestað.“ Stór hluti félagsmanna kominn á yfirdrátt Vilhjálmur segist ekki muna eftir einum einustu kjarasamningum sem talað hefur verið um svigrúm. En staðan sé einfaldlega þannig núna, sérstaklega gagnvart lágtekjufólki og lægri millitekjufólki, sem nær ekki endum saman frá mánuði til mánaðar, að það getur ekki lengur haldið mannlegri reisn. „Við erum að horfa upp á fjármálakerfið, enn og aftur, sjúga til sín lang stærstan hluta launatekna í formi okurvaxta, verðtryggingar og himinhárra þjónustugjalda. Þrjátíu og fimm prósent félagsmanna Starfsgreinasambands íslands eru með yfirdráttarheimild samkvæmt Vörðu sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðarins. Þetta segir manni ekki nema eitt, í hvaða stöðu lágtekjufólk er komið í þegar það þarf að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar með yfirdrætti sem ber 17 prósent vexti,“ segir Vilhjálmur. Hann bætir því við að hann telji það eiga að vera forgangskrafa verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum að hér verði ráðist í nýtt húsnæðiskerfi þar sem tryggt verði að lánakjör verði hér með sambærilegum hætti og í löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Og síðast en ekki síst að banki þjóðarinnar, Landsbankinn, verði gerður að samfélagsbanka þar sem arðsemismarkmið verði lækkuð verulega. Við erum byrjuð að ræða þetta inni í hreyfingunni,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
„Trúðu mér, ég er búinn að heyra þennan söng í tuttugu ár sem ég hef tekið þátt í kjarasamningum. Það er aldrei svigrúm, ekki í góðæri, ekki í meðalástandi í íslensku hagkerfi og ég tala nú ekki um þegar er smá kreppa,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur er að tala um einarðar yfirlýsingar fólks eins og Þórdísar Kolbrúnar Reykjafjörð Gylfadóttur nýs fjármálaráðherra og síðan Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra SA þess efnis að það verði engar launahækkanir í komandi kjarasamningum vegna verðbólgunnar. „Við verðum að ráðast á meinið. Þú skellir ekki plástri á slagæðablæðingu,“ segir Vilhjálmur. Stuðandi yfirlýsingar stjórnvalda Starfsgreinasambandið er að stilla saman strengi en 9. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 25.-27. október næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík. Björg segir herskáar yfirlýsingar stjórnvalda og SA stuðandi.Starfsgreinasamband Íslands Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins. „Þetta er reglulegt þing, haldið á tveggja ára fresti. Þá er kosin ný stjórn í sambandinu og unnið í málefnanefndum. Farið verður yfir kjaramál, heilbrigðismál, byggðamál og stefna lögð til næstu tveggja ára,“ segir Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri. Björg býst ekki við átökum á þinginu og vonar að þau hafi þannig tíma til að einbeita sér að málefnavinnu. Til að mynda komandi kjarasamningum, að þar verði lagðar línur. „Það stuðar okkur aðeins,“ segir Björg varðandi yfirlýsingar bæði stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins, hvað það varðar að ekki verði neinar launahækkanir í boði. „Þær viðræður eru að hefjast fljótlega. Við höfum verið að funda með SA um ýmis mál; varðandi vinnutíma, veikindarétt, fræðslumál og þessi mál sem ekki náðust inn í viðræðurnar síðast. Gerðum aðeins samning til eins árs síðast og þá var öðrum viðræðum utan launaliðinn frestað.“ Stór hluti félagsmanna kominn á yfirdrátt Vilhjálmur segist ekki muna eftir einum einustu kjarasamningum sem talað hefur verið um svigrúm. En staðan sé einfaldlega þannig núna, sérstaklega gagnvart lágtekjufólki og lægri millitekjufólki, sem nær ekki endum saman frá mánuði til mánaðar, að það getur ekki lengur haldið mannlegri reisn. „Við erum að horfa upp á fjármálakerfið, enn og aftur, sjúga til sín lang stærstan hluta launatekna í formi okurvaxta, verðtryggingar og himinhárra þjónustugjalda. Þrjátíu og fimm prósent félagsmanna Starfsgreinasambands íslands eru með yfirdráttarheimild samkvæmt Vörðu sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðarins. Þetta segir manni ekki nema eitt, í hvaða stöðu lágtekjufólk er komið í þegar það þarf að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar með yfirdrætti sem ber 17 prósent vexti,“ segir Vilhjálmur. Hann bætir því við að hann telji það eiga að vera forgangskrafa verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum að hér verði ráðist í nýtt húsnæðiskerfi þar sem tryggt verði að lánakjör verði hér með sambærilegum hætti og í löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Og síðast en ekki síst að banki þjóðarinnar, Landsbankinn, verði gerður að samfélagsbanka þar sem arðsemismarkmið verði lækkuð verulega. Við erum byrjuð að ræða þetta inni í hreyfingunni,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira