Íslendingar geti náð fullkomnu jafnrétti Árni Sæberg skrifar 24. október 2023 16:12 Katrín Jakobsdóttir á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm „Ef einhver þjóð ætti að geta náð markmiðinu um fullt jafnrétti, þá erum það við,“ segir forsætisráðherra, sem lagði niður störf í dag en er þó alltaf á vaktinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína á Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur í dag í tilefni verkfalls kvenna og kvára í dag. „Ég lagði niður mín formlegu störf, þó að maður sé svo sem alltaf á vaktinni, eðlilega. Ég geri það til að sýna samstöðu og það er alveg magnað að sjá samstöðuna hér niðri í miðbæ Reykjavíkur, allan þennan fjölda fólks sem er mættur til að gera þessa eðlilegu kröfu um fullt jafnrétti, sem er svo löngu tímabær,“ sagði Katrín þegar fréttamaður okkar náði tali af henni í dag. Óþolandi staða Tugir þúsunda lögðu leið sína á baráttufund í miðbænum og lögreglan hefur aldrei séð annan eins fjölda samankominn þar. „Það segir okkur að okkur finnst þetta óþolandi staða. Við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun, vissulega hefur hann dregist saman, en það segir okkur að það er hægt að loka honum. Síðan er það þessi mikilvæga krafa um að uppræta kynbundið ofbeldi, sem er auðvitað risastórt jafnréttismál,“ segir Katrín. Dagur sem þessi auki öllum kraft Katrín segir að auðvitað vinni stjórnmálamenn að auknu jafnrétti á hverjum degi og að hún hafi verið á kafi í málaflokknum undanfarin ár. „En þessi dagur, þetta eykur okkur öllum kraft og segir okkur hvað það er mikil samstaða í samfélaginu um, eins og ég segi, þessa eðlilegu kröfu.“ Jafnréttismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kvennaverkfall Tengdar fréttir Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12 Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína á Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur í dag í tilefni verkfalls kvenna og kvára í dag. „Ég lagði niður mín formlegu störf, þó að maður sé svo sem alltaf á vaktinni, eðlilega. Ég geri það til að sýna samstöðu og það er alveg magnað að sjá samstöðuna hér niðri í miðbæ Reykjavíkur, allan þennan fjölda fólks sem er mættur til að gera þessa eðlilegu kröfu um fullt jafnrétti, sem er svo löngu tímabær,“ sagði Katrín þegar fréttamaður okkar náði tali af henni í dag. Óþolandi staða Tugir þúsunda lögðu leið sína á baráttufund í miðbænum og lögreglan hefur aldrei séð annan eins fjölda samankominn þar. „Það segir okkur að okkur finnst þetta óþolandi staða. Við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun, vissulega hefur hann dregist saman, en það segir okkur að það er hægt að loka honum. Síðan er það þessi mikilvæga krafa um að uppræta kynbundið ofbeldi, sem er auðvitað risastórt jafnréttismál,“ segir Katrín. Dagur sem þessi auki öllum kraft Katrín segir að auðvitað vinni stjórnmálamenn að auknu jafnrétti á hverjum degi og að hún hafi verið á kafi í málaflokknum undanfarin ár. „En þessi dagur, þetta eykur okkur öllum kraft og segir okkur hvað það er mikil samstaða í samfélaginu um, eins og ég segi, þessa eðlilegu kröfu.“
Jafnréttismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kvennaverkfall Tengdar fréttir Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12 Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Sjá meira
Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12
Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02