Kvennafrídagurinn í myndum Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2023 17:15 Konur þyrptust þúsundum saman niður að Arnarhóli til að fagna og mótmæla. vísir/vilhelm Allt lagðist á eitt við að gera Kvennafrídaginn og baráttufund við Arnarhól að mest sótta viðburði Íslandssögunnar. Ef að líkum lætur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi. Veður var með miklum ágætum og metur Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, það svo að aldrei hafi verið þetta margt fólk í kringum Arnarhól og í nærliggjandi götum. Ekki liggja nákvæmar tölur um mætingu en það reyndi lögregla þó með aðstoð myndavéla. „Þetta er nálægt sjötíu til hundrað þúsund manns,“ segir Ásgeir Þór uppnuminn. Óumdeilt er að fjöldinn var rosalegur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á vettvangi, hann fór vítt og breitt um og mundaði vél sína. Hér getur að líta afraksturinn. Látum myndirnar tala sínu máli. Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman við Arnarhól og var stemmningin með því allra besta.vísir/vilhelm Gamlar kempur úr kvennabaráttunni létu sig ekki vanta.vísir/vilhelm Talsverður hiti var í fundarmönnum og mátti sjá ófá skilti þar sem ýmis slagorð voru sett fram.vísir/vilhelm Þó margvísleg kröfugerðin væri viðruð var stutt í brosið á samstöðufundinum. Þarna má meðal annars sjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar sem lét sig ekki vanta, þó henni finnist eitt og annað skjóta skökku við.vísir/vilhelm Yngsta kynslóðin lét sig ekki vanta og hluti hennar tók sér stöðu fremst við sviðið.vísir/vilhelm Lögreglan segir að aldrei hafi fleiri verið samankomnir við Arnarhól.vísir/vilhelm Kvennaverkfall væri ekki kvennaverkfall ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gripi ekki í míkrófóninn.vísir/vilhelm Mannfjöldann, að uppistöðu konur, dreif að.vísir/vilhelm Konur á öllum aldri mótmæltu.vísir/vilhelm Ekki liggur fyrir hversu mörg mættu en víst er að þau eru mörg.vísir/vilhelm Kvennaverkfall Reykjavík Jafnréttismál Kjaramál Samkvæmislífið Kvennafrídagurinn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Veður var með miklum ágætum og metur Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, það svo að aldrei hafi verið þetta margt fólk í kringum Arnarhól og í nærliggjandi götum. Ekki liggja nákvæmar tölur um mætingu en það reyndi lögregla þó með aðstoð myndavéla. „Þetta er nálægt sjötíu til hundrað þúsund manns,“ segir Ásgeir Þór uppnuminn. Óumdeilt er að fjöldinn var rosalegur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis var á vettvangi, hann fór vítt og breitt um og mundaði vél sína. Hér getur að líta afraksturinn. Látum myndirnar tala sínu máli. Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman við Arnarhól og var stemmningin með því allra besta.vísir/vilhelm Gamlar kempur úr kvennabaráttunni létu sig ekki vanta.vísir/vilhelm Talsverður hiti var í fundarmönnum og mátti sjá ófá skilti þar sem ýmis slagorð voru sett fram.vísir/vilhelm Þó margvísleg kröfugerðin væri viðruð var stutt í brosið á samstöðufundinum. Þarna má meðal annars sjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar sem lét sig ekki vanta, þó henni finnist eitt og annað skjóta skökku við.vísir/vilhelm Yngsta kynslóðin lét sig ekki vanta og hluti hennar tók sér stöðu fremst við sviðið.vísir/vilhelm Lögreglan segir að aldrei hafi fleiri verið samankomnir við Arnarhól.vísir/vilhelm Kvennaverkfall væri ekki kvennaverkfall ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gripi ekki í míkrófóninn.vísir/vilhelm Mannfjöldann, að uppistöðu konur, dreif að.vísir/vilhelm Konur á öllum aldri mótmæltu.vísir/vilhelm Ekki liggur fyrir hversu mörg mættu en víst er að þau eru mörg.vísir/vilhelm
Kvennaverkfall Reykjavík Jafnréttismál Kjaramál Samkvæmislífið Kvennafrídagurinn Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira