Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 12:28 Upptök skjálftanna stóru voru norður af Þorbirni í Grindavík. Vísir/Egill Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. Klukkan hálf sex í morgun mældist skjálfti 3,9 að stærð rétt norður af Þorbirni og tæpum þremur klukkustundum síðar reið skjálfti 4,5 að stærð yfir á svipuðum stað. Stóri skjálftinn fannst vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu og alla leið á Akranes. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í alla nótt og meira en þúsund skjálftar mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall. Það var síðast í ágúst í fyrra sem skjálftar yfir fjórum að stærð mældust á þessum slóðum. Ríkislögreglustjóri hefur þá í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi. Er þetta merki um að kvika sé að hreyfast þarna undir yfirborðinu? „Við erum að skoða gögn í dag og það gæti tekið smá tíma að fá rétta mynd á þetta. Við erum að fylgjast mjög vel með en ekkert hægt að segja að svo stöddu,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enginn gosórói mælist þó á svæðinu. „Það gerðist fyrir gosið 2022 að það voru skjálftar á þessu svæði þegar það gaus síðan í Fagradalsfjalli. Það er einn valmöguleikinn en svo gæti verið að þessari hrinu ljúki á næstu dögum og ekkert verði.“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir óþægilegt að vakna við skjálfta í morgun en bæjarbúar séu öllu vanir.Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík segir þetta kunnuglegt stef í bænum og margir velti nú fyrir sér hvort þetta sé undanfari eldgoss. „Fyrir okkur heimamenn hér þýðir lítið að velta sér endalaust upp úr því hvað kann að gerast. Svæðin hérna í kring um okkur eru vel vöktuð og þessir færu vísindamenn á Veðurstofunni og víðar þeir sjá um að fylgjast með því hvað er að gerast og reyna að ráða í framhaldið,“ segir Fannar. Þó að þúsund skjálftar hafi mælst finni íbúar ekki fyrir öllum. „Þessir stóru eru auðvitað það sem við finnum mest fyrir og eru óþægilegastir og þeim fylgja gjarnan minni skjálftar eins og núna, kannski á hálftíma eða klukkutíma fresti.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13 Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Klukkan hálf sex í morgun mældist skjálfti 3,9 að stærð rétt norður af Þorbirni og tæpum þremur klukkustundum síðar reið skjálfti 4,5 að stærð yfir á svipuðum stað. Stóri skjálftinn fannst vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu og alla leið á Akranes. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í alla nótt og meira en þúsund skjálftar mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall. Það var síðast í ágúst í fyrra sem skjálftar yfir fjórum að stærð mældust á þessum slóðum. Ríkislögreglustjóri hefur þá í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi. Er þetta merki um að kvika sé að hreyfast þarna undir yfirborðinu? „Við erum að skoða gögn í dag og það gæti tekið smá tíma að fá rétta mynd á þetta. Við erum að fylgjast mjög vel með en ekkert hægt að segja að svo stöddu,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enginn gosórói mælist þó á svæðinu. „Það gerðist fyrir gosið 2022 að það voru skjálftar á þessu svæði þegar það gaus síðan í Fagradalsfjalli. Það er einn valmöguleikinn en svo gæti verið að þessari hrinu ljúki á næstu dögum og ekkert verði.“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir óþægilegt að vakna við skjálfta í morgun en bæjarbúar séu öllu vanir.Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík segir þetta kunnuglegt stef í bænum og margir velti nú fyrir sér hvort þetta sé undanfari eldgoss. „Fyrir okkur heimamenn hér þýðir lítið að velta sér endalaust upp úr því hvað kann að gerast. Svæðin hérna í kring um okkur eru vel vöktuð og þessir færu vísindamenn á Veðurstofunni og víðar þeir sjá um að fylgjast með því hvað er að gerast og reyna að ráða í framhaldið,“ segir Fannar. Þó að þúsund skjálftar hafi mælst finni íbúar ekki fyrir öllum. „Þessir stóru eru auðvitað það sem við finnum mest fyrir og eru óþægilegastir og þeim fylgja gjarnan minni skjálftar eins og núna, kannski á hálftíma eða klukkutíma fresti.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13 Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13
Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26
Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59