„Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2023 10:30 Sólrún og Gunnhildur bjuggu saman í nokkra daga. Hin 71 árs Gunnhildur Emilsdóttir og hin tvítuga Sólrún Dögg bjuggu saman í nokkra daga í þáttunum Sambúðin á Stöð 2. Sambúðin gekk vel en Sólrún fann samt sem þaður fyrir heimþrá þegar leið á. Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem saman sett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Í þættinum í gær var fylgst með sambúð einstaklinga en yfir fimmtíu ár munar á þeim. Sólrún Dögg Jósefsdóttir er tvítug og Gunnhildur Emilsdóttir er 71 árs en samt sem áður fór vel á með þeim. Pörin fá til afnota íbúð þáttarins og búa þar saman í nokkra daga. Þátttakendurnir taka virkan þátt í lífi hvors annars og áhugamálum, þurfa að koma sér saman um hvað eigi að vera í matinn og velja sjónvarpsefni á kvöldin. Inni á milli fá þau skemmtileg verkefni sem varpa ljósi á kynslóðabilið en verður einnig kveikja að áhugaverðum umræðum þar sem báðir miðla reynslu sinni, þrá og draumum. Í þættinum í gær sagði Gunnhildur frá hippatímabilinu en þá kom í ljós að hún hefði í raun prófað flest fíkniefni. Gunnhildur lifir aftur á móti mjög heilsusamlegum lífsstíl í dag. „Ég fór að búa með fólki í kommúnu og þá var ég líklega orðin hippi. Við prófuðum allt sem hægt var að prófa,“ sagði Gunnhildur við Sólrúnu. „Ég slapp svo sem bara vel og ég hef einhvern veginn alltaf verið réttu megin við strikið. Mér fannst hass til dæmis alveg æðislega gott. Ég prófaði aldrei sveppi en prófaði kannski næsta fyrir ofan, LSD,“ segir Gunnhildur. „Mér leið kannski ekki allt of vel að hafa sagt henni kannski svona mikið um sögu mína en svo skammast ég mín ekkert fyrir það og myndi ekki gera þetta aftur, þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja endurtaka í lífi mínu,“ sagði Gunnhildur eftir tökurnar á þættinum. En áfram að samtalinu við Sólrúnu í þættinum: „Ég sá alveg á eftir vinum niður í gröfina og það er alveg fáránlega stutt þangað, sérstaklega í dag. Þetta var ekki alveg svona ofboðslega mikið af efnum í gamla daga,“ segir Gunnhildur. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina Sambúðin Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira
Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem saman sett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Í þættinum í gær var fylgst með sambúð einstaklinga en yfir fimmtíu ár munar á þeim. Sólrún Dögg Jósefsdóttir er tvítug og Gunnhildur Emilsdóttir er 71 árs en samt sem áður fór vel á með þeim. Pörin fá til afnota íbúð þáttarins og búa þar saman í nokkra daga. Þátttakendurnir taka virkan þátt í lífi hvors annars og áhugamálum, þurfa að koma sér saman um hvað eigi að vera í matinn og velja sjónvarpsefni á kvöldin. Inni á milli fá þau skemmtileg verkefni sem varpa ljósi á kynslóðabilið en verður einnig kveikja að áhugaverðum umræðum þar sem báðir miðla reynslu sinni, þrá og draumum. Í þættinum í gær sagði Gunnhildur frá hippatímabilinu en þá kom í ljós að hún hefði í raun prófað flest fíkniefni. Gunnhildur lifir aftur á móti mjög heilsusamlegum lífsstíl í dag. „Ég fór að búa með fólki í kommúnu og þá var ég líklega orðin hippi. Við prófuðum allt sem hægt var að prófa,“ sagði Gunnhildur við Sólrúnu. „Ég slapp svo sem bara vel og ég hef einhvern veginn alltaf verið réttu megin við strikið. Mér fannst hass til dæmis alveg æðislega gott. Ég prófaði aldrei sveppi en prófaði kannski næsta fyrir ofan, LSD,“ segir Gunnhildur. „Mér leið kannski ekki allt of vel að hafa sagt henni kannski svona mikið um sögu mína en svo skammast ég mín ekkert fyrir það og myndi ekki gera þetta aftur, þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja endurtaka í lífi mínu,“ sagði Gunnhildur eftir tökurnar á þættinum. En áfram að samtalinu við Sólrúnu í þættinum: „Ég sá alveg á eftir vinum niður í gröfina og það er alveg fáránlega stutt þangað, sérstaklega í dag. Þetta var ekki alveg svona ofboðslega mikið af efnum í gamla daga,“ segir Gunnhildur. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina
Sambúðin Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira