„Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét“ Íris Hauksdóttir skrifar 28. október 2023 10:01 Björk Jakobsdóttir upplifði martröð leikarans á dögunum. Vísir/Vilhelm „Það er aldrei meira í pokahorninu en akkúrat núna þegar ég er leikhúslaus,“ segir Björk Jakobsdóttir, leikkona, leikstjóri og leikhússtjóri. „Ég er með þrjár leikmyndir heima í stofu. Á sama tíma erum við að setja upp bæði Drottningin sem kunni allt í Bæjarbíói sem hefur fengið frábæra dóma. Bíddu bara í Bæjarbíói og við stútfylltum tvær sýningar á Selfossi. Svo er ég með Jól á náttfötum og Draumaþjófurinn að klárast. Svo er ég að gefa út bók.“ Björk er með þrjár leikmyndir staðsettar í stofunni heima hjá sér.Vísir/Vilhelm Björk var gestur þeirra Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og Heimis Karlssonar í Bítinu. Þar ræddi hún um framtíð Gaflaraleikhússins og vilja Hafnfirðinga að viðhalda menningu. Á einum stað í viðtalinu segir Björk bæjarpólitíkina ekki eins drífandi og hún sé sjálf enda væri hún fyrir löngu búin að finna út úr leikhúsleysinu. Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af Ljóst er að Björk er með ótal bolta á lofti en hún er handritshöfundur fjölskyldusýningarinnar Draumaþjófurinn sem sýndur er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Um síðustu helgi upplifði hún þó martröð leikarans þegar hún þurfti að hoppa inn í stórt hlutverk í sýningunni með stuttum fyrirvara. „Ég hljóp inn á seinustu stundu og þetta er svolítið stórt hlutverk, eða eins og Gunni sagði, Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af. Hún er komin á fullt í aðalhlutverkinu á Mútta Courage og var búin að vera veik svo það þurfti að losa eggin úr hennar körfu. Ég hafði þrjá klukkutíma á fimmtudagskvöld til að æfa hlutverkið svo fékk ég fjóra á föstudeginum fékk ekki rennsli. Síðan brunaði ég á Selfoss þar sem ég sýndi tvær sýningar á Bíddu bara sem við þurftum líka að rifja upp. Ég mætti svo á sunnudaginn og stóð í hliðarvængnum og spurði: Er ég að fara inn núna? Svo fékk ég adrenalínkast.“ Allt í frumunum hrópaði nei Spurð hvort hún hafi munað textann sinn segist Björk hafa massað þetta enda sé hún mikill reynslubolti. „Ég var rosalega stolt af mér. Allt í frumunum á mér hrópaði nei þegar ég var beðin um þetta svo hringdi ég brjáluð í Gunna eins og ég geri stundum þegar ég er stressuð. Hringi brjáluð og hann veit ekkert af hverju. Ég er ekkert að fara að taka þetta. Það er ekki hægt að leggja svona á mann. Ég hef engan tíma fyrir þetta. Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét. Eftir á gat ég alveg sigrað heiminn mér leið rosalega vel. Það er svo gaman að takast á við áskoranir sem hræða mann og að massa það. Ég fæ að taka síðustu sýningarnar og mér finnst það frábært því ég er höfundur verksins og fæ að stíga inn. Ég er ofsalega montin af þessari sýningu og hún er rosalega vel gerð.“ Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Leikhús Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira
„Ég er með þrjár leikmyndir heima í stofu. Á sama tíma erum við að setja upp bæði Drottningin sem kunni allt í Bæjarbíói sem hefur fengið frábæra dóma. Bíddu bara í Bæjarbíói og við stútfylltum tvær sýningar á Selfossi. Svo er ég með Jól á náttfötum og Draumaþjófurinn að klárast. Svo er ég að gefa út bók.“ Björk er með þrjár leikmyndir staðsettar í stofunni heima hjá sér.Vísir/Vilhelm Björk var gestur þeirra Lilju Katrínar Gunnarsdóttur og Heimis Karlssonar í Bítinu. Þar ræddi hún um framtíð Gaflaraleikhússins og vilja Hafnfirðinga að viðhalda menningu. Á einum stað í viðtalinu segir Björk bæjarpólitíkina ekki eins drífandi og hún sé sjálf enda væri hún fyrir löngu búin að finna út úr leikhúsleysinu. Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af Ljóst er að Björk er með ótal bolta á lofti en hún er handritshöfundur fjölskyldusýningarinnar Draumaþjófurinn sem sýndur er um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Um síðustu helgi upplifði hún þó martröð leikarans þegar hún þurfti að hoppa inn í stórt hlutverk í sýningunni með stuttum fyrirvara. „Ég hljóp inn á seinustu stundu og þetta er svolítið stórt hlutverk, eða eins og Gunni sagði, Steinunn F-ing Ólína sem maður er að taka við af. Hún er komin á fullt í aðalhlutverkinu á Mútta Courage og var búin að vera veik svo það þurfti að losa eggin úr hennar körfu. Ég hafði þrjá klukkutíma á fimmtudagskvöld til að æfa hlutverkið svo fékk ég fjóra á föstudeginum fékk ekki rennsli. Síðan brunaði ég á Selfoss þar sem ég sýndi tvær sýningar á Bíddu bara sem við þurftum líka að rifja upp. Ég mætti svo á sunnudaginn og stóð í hliðarvængnum og spurði: Er ég að fara inn núna? Svo fékk ég adrenalínkast.“ Allt í frumunum hrópaði nei Spurð hvort hún hafi munað textann sinn segist Björk hafa massað þetta enda sé hún mikill reynslubolti. „Ég var rosalega stolt af mér. Allt í frumunum á mér hrópaði nei þegar ég var beðin um þetta svo hringdi ég brjáluð í Gunna eins og ég geri stundum þegar ég er stressuð. Hringi brjáluð og hann veit ekkert af hverju. Ég er ekkert að fara að taka þetta. Það er ekki hægt að leggja svona á mann. Ég hef engan tíma fyrir þetta. Ég var svo í miklu kvíðakasti að ég vissi ekki hvað ég hét. Eftir á gat ég alveg sigrað heiminn mér leið rosalega vel. Það er svo gaman að takast á við áskoranir sem hræða mann og að massa það. Ég fæ að taka síðustu sýningarnar og mér finnst það frábært því ég er höfundur verksins og fæ að stíga inn. Ég er ofsalega montin af þessari sýningu og hún er rosalega vel gerð.“ Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Leikhús Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira