Gekk örna sinna á fjallstoppi í Nepal í mínus 27 Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 20:01 Tómas á toppi tindsins. Búinn að takast á við magapestina. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi Imje Tse í Nepal. Ferðin upp gekk vel að hans sögn. Hann þurfti þó að glíma við magapest í um 5.900 metra hæð og segir það ekki hafa farið fram hjá öðrum á leið upp. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi fjallsins Imje Tse í Nepal. Það er í 6.156 metra hæð. Tómas greinir frá tíðindunum á Facebook-síðu sinni þar sem mikill fjöldi hefur óskað honum til hamingju með áfangann. „Tilfinningin að vera efst á þessum ísilagða tindi má líkja við að standa í altari í skreyttri kirkju, með útsýni í allar áttir. Það voru um 40 fjallgöngukonur og menn sem reyndu sig við tindinn í nótt, enda veðurglugginn frábær,“ segir Tómas. Engin sunnudagsganga Hann lagði af stað, ásamt Sherpa Nimar, um miðnætti og var kominn um sexleytið á tindinn. „Við það hækkaði hitastigið á nokkrum mínútum úr mínus 27 í mínus 20. Útsýnið var engu líkt, eiginlega ennþá tilkomumeira en á Kalapatharr í nágrenni Everest og Pumori, 20 km vestar. Þetta var langt frá því að vera einhver sunnudagsganga - og mjög tæknilega krefjandi. Leiðin upp er afar grýtt og brött, og síðustu 3 klst. er grengið á broddum upp snarbratta kletta og jökulís þar sem maður hífir sig upp eftir köðlum (fixed ropes) sem hafa verið festir í ísinn,“ segir Tómas um ferðina. Hann segir aðstæður í haust hafa verið óvenju erfiðar vegna grjóthruns og að þeir hafi orðið varir við það. Tómas segir einnig frá því að hann hafi á leiðinni upp enn verið að glíma við magapest og hafi þurft að leysa úr því á miðri leið í 27 stiga frosti í 5.900 metra hæð. „Mæli ekki með því en við þetta hressust menn að nýju, nema hvað ég sá á leiðinni niður, í dagsbirtu, að ég hafði valið fallegasta staðinn á fjallinu fyrir þennan akút gjörning minn,“ segir Tómas og að meltingarvandræðin hafi ekki tafið þá að neinu ráði. Hann segir ferðina niður hafa gengið að óskum en að þeir hafi þurft að fara varlega. Ferðasöguna má lesa alla í færslu Tómasar hér að neðan. Nepal Fjallamennska Tómas Guðbjartsson Íslendingar erlendis Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi fjallsins Imje Tse í Nepal. Það er í 6.156 metra hæð. Tómas greinir frá tíðindunum á Facebook-síðu sinni þar sem mikill fjöldi hefur óskað honum til hamingju með áfangann. „Tilfinningin að vera efst á þessum ísilagða tindi má líkja við að standa í altari í skreyttri kirkju, með útsýni í allar áttir. Það voru um 40 fjallgöngukonur og menn sem reyndu sig við tindinn í nótt, enda veðurglugginn frábær,“ segir Tómas. Engin sunnudagsganga Hann lagði af stað, ásamt Sherpa Nimar, um miðnætti og var kominn um sexleytið á tindinn. „Við það hækkaði hitastigið á nokkrum mínútum úr mínus 27 í mínus 20. Útsýnið var engu líkt, eiginlega ennþá tilkomumeira en á Kalapatharr í nágrenni Everest og Pumori, 20 km vestar. Þetta var langt frá því að vera einhver sunnudagsganga - og mjög tæknilega krefjandi. Leiðin upp er afar grýtt og brött, og síðustu 3 klst. er grengið á broddum upp snarbratta kletta og jökulís þar sem maður hífir sig upp eftir köðlum (fixed ropes) sem hafa verið festir í ísinn,“ segir Tómas um ferðina. Hann segir aðstæður í haust hafa verið óvenju erfiðar vegna grjóthruns og að þeir hafi orðið varir við það. Tómas segir einnig frá því að hann hafi á leiðinni upp enn verið að glíma við magapest og hafi þurft að leysa úr því á miðri leið í 27 stiga frosti í 5.900 metra hæð. „Mæli ekki með því en við þetta hressust menn að nýju, nema hvað ég sá á leiðinni niður, í dagsbirtu, að ég hafði valið fallegasta staðinn á fjallinu fyrir þennan akút gjörning minn,“ segir Tómas og að meltingarvandræðin hafi ekki tafið þá að neinu ráði. Hann segir ferðina niður hafa gengið að óskum en að þeir hafi þurft að fara varlega. Ferðasöguna má lesa alla í færslu Tómasar hér að neðan.
Nepal Fjallamennska Tómas Guðbjartsson Íslendingar erlendis Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira