Mikilvægt að finna sjálfstraustið sem týndist á unglingsárunum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 17:00 Silja Rós var að senda frá sér lagið Honey. Gunnlöð Jóna Tónlistarkonan Silja Rós var að senda frá sér lagið Honey sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Hér má heyra lagið: Klippa: Silja Rós - Honey Silja vinnur nú að sinni þriðju plötu sem er væntanleg næsta vor en Honey er þriðja lag plötunnar. „Lagið varð til í Kaupmannahöfn þegar ég var að gramsa í skúffu lögunum mínum. Þar fann ég lag sem ég hafði samið þegar ég var 16 ára og mér hafði alltaf þótt vænt um og ég sótti innblástur í það þegar ég samdi Honey. Það má því segja að ég sé að gefa þetta lag út fyrir 16 ára Silju, sem er í takt í plötuna en þegar ég var að semja lög plötunnar sótti ég innblástur víða m.a. í gamlar dagbækur.“ Aðspurð hvernig það hafi verið að líta til baka til 16 ára Silju svarar hún: „Það var mjög fallegt, það eru til svo margar ósagðar sögur úr fortíðinni sem er heilandi að rannsaka aftur og sjá hvernig þær mótuðu mann eða höfðu áhrif á mann.“ Silja myndi gefa 16 ára sér ráð um að þora að taka meira pláss.Gunnlöð Jóna Ef Silja gæti gefið 16 ára sjálfri sér ráð væri það eftirfarandi: „Kannski helst að trúa meira á sig og þora að taka pláss án þess að óttast skoðanir annarra. Ég áttaði mig heldur ekki á þeim tíma hvað ég átti eftir að vinna mikið í sjálfri mér. Maður er sem betur fer bara alltaf að læra og vaxa. Ég hef alltaf verið góð í að fylgja innsæinu mínu og ástríðunni. En ég þurfti að læra að taka hlutunum ekki of alvarlega svo ég myndi ná að njóta hverrar skapandi stundar. Ég þarf stundum ennþá að minna mig á það að sleppa taki á fullkomnunaráráttunni sem getur tekið yfir og þá gleymir maður að hafa gaman af ferlinu. Þrautseigja og þolinmæði eru líka mjög mikilvæg, enda er þessi skapandi heimur bara stöðugt flæði. Stundum gengur vel og stundum ekki, maður hefur enga stjórn á því. En þegar ég hef náð að einblína á það hversu mikið ég elska að skapa þá hefur verið auðveldara að sleppa taki á loka útkomunni. Það var mér líka mjög mikilvægt að finna sjálfstraustið mitt aftur, sem týndist einhvers staðar á unglingsárunum.“ Silja segist vona að lagið létti aðeins stemninguna í haustlægðinni eða fái fólk jafnvel til að dilla sér í fallega gluggaveðrinu. Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá henni sem segir líðandi ár hafa verið mjög gjöfult. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að geta unnið við það sem ég elska bæði á sviði tónlistar og leiklistar. Í lok mánaðar hefjast tökur á sjónvarpsseríunni Skvíz sem verður frumsýnd um páskana á Sjónvarpi Símans. Þar fer ég með eitt aðalhlutverkanna og er líka ein af fjórum handritshöfundum þáttanna. Svo er aldrei að vita nema landsmenn fái jólaglaðning þegar líða fer að jólum.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hér má heyra lagið: Klippa: Silja Rós - Honey Silja vinnur nú að sinni þriðju plötu sem er væntanleg næsta vor en Honey er þriðja lag plötunnar. „Lagið varð til í Kaupmannahöfn þegar ég var að gramsa í skúffu lögunum mínum. Þar fann ég lag sem ég hafði samið þegar ég var 16 ára og mér hafði alltaf þótt vænt um og ég sótti innblástur í það þegar ég samdi Honey. Það má því segja að ég sé að gefa þetta lag út fyrir 16 ára Silju, sem er í takt í plötuna en þegar ég var að semja lög plötunnar sótti ég innblástur víða m.a. í gamlar dagbækur.“ Aðspurð hvernig það hafi verið að líta til baka til 16 ára Silju svarar hún: „Það var mjög fallegt, það eru til svo margar ósagðar sögur úr fortíðinni sem er heilandi að rannsaka aftur og sjá hvernig þær mótuðu mann eða höfðu áhrif á mann.“ Silja myndi gefa 16 ára sér ráð um að þora að taka meira pláss.Gunnlöð Jóna Ef Silja gæti gefið 16 ára sjálfri sér ráð væri það eftirfarandi: „Kannski helst að trúa meira á sig og þora að taka pláss án þess að óttast skoðanir annarra. Ég áttaði mig heldur ekki á þeim tíma hvað ég átti eftir að vinna mikið í sjálfri mér. Maður er sem betur fer bara alltaf að læra og vaxa. Ég hef alltaf verið góð í að fylgja innsæinu mínu og ástríðunni. En ég þurfti að læra að taka hlutunum ekki of alvarlega svo ég myndi ná að njóta hverrar skapandi stundar. Ég þarf stundum ennþá að minna mig á það að sleppa taki á fullkomnunaráráttunni sem getur tekið yfir og þá gleymir maður að hafa gaman af ferlinu. Þrautseigja og þolinmæði eru líka mjög mikilvæg, enda er þessi skapandi heimur bara stöðugt flæði. Stundum gengur vel og stundum ekki, maður hefur enga stjórn á því. En þegar ég hef náð að einblína á það hversu mikið ég elska að skapa þá hefur verið auðveldara að sleppa taki á loka útkomunni. Það var mér líka mjög mikilvægt að finna sjálfstraustið mitt aftur, sem týndist einhvers staðar á unglingsárunum.“ Silja segist vona að lagið létti aðeins stemninguna í haustlægðinni eða fái fólk jafnvel til að dilla sér í fallega gluggaveðrinu. Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá henni sem segir líðandi ár hafa verið mjög gjöfult. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að geta unnið við það sem ég elska bæði á sviði tónlistar og leiklistar. Í lok mánaðar hefjast tökur á sjónvarpsseríunni Skvíz sem verður frumsýnd um páskana á Sjónvarpi Símans. Þar fer ég með eitt aðalhlutverkanna og er líka ein af fjórum handritshöfundum þáttanna. Svo er aldrei að vita nema landsmenn fái jólaglaðning þegar líða fer að jólum.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira