Sigurganga FH heldur áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2023 23:12 FH er í þriðja sæti deildarinnar eftir sigur gegn ÍBV. FH og ÍBV mættust í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn var spilaður í kjarnorkuverinu á Nuke og stilltu Eyjamenn sér upp í vörn í fyrri hálfleik. FH-ingar hófu leikinn betur með sigri í skammbyssulotunni en leikmenn ÍBV var þó ekki lengi að koma sér í forystu. Eyjamenn fundu sigra 5 lotur í röð og staðan þá 5-1. FH-ingar fundu þó sigurleiðir að nýju og tóku tvær lotur og aftur ÍBV svaraði strax. Í tólftu lotu jöfnuðu FH-ingar loks leikinn í 6-6 og forysta Eyjamanna því í verður og vind. Liðin héldust áfram jöfn en FH-ingar náðu sigri í fimmtándu lotu og fóru því með forystuna í hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 7 -8 FH-ingar tóku skammbyssulotu seinni hálfleiks og tóku tvær til viðbótar áður en ÍBV minnkuðu muninn í 8-11. FH-ingar höfðu yfirburði í seinni hálfleik og hleyptu ÍBV ekki nærri sér en þó náðu Eyjamenn að sigra nokkrar lotur. Í stöðunni 11-15 virtust ÍBV þó loks vera af baki dottnir og FH-ingar sigldu sigrinum heim. Lokatölur: 11-16 FH-ingar koma sér þar með í þriðja sæti deildarinnar og jafna Ármann á sitgum en ÍBV eiga enn eftir að sigra sinn fyrsta leik og eru því í botnsæti deildarinnar. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn
FH-ingar hófu leikinn betur með sigri í skammbyssulotunni en leikmenn ÍBV var þó ekki lengi að koma sér í forystu. Eyjamenn fundu sigra 5 lotur í röð og staðan þá 5-1. FH-ingar fundu þó sigurleiðir að nýju og tóku tvær lotur og aftur ÍBV svaraði strax. Í tólftu lotu jöfnuðu FH-ingar loks leikinn í 6-6 og forysta Eyjamanna því í verður og vind. Liðin héldust áfram jöfn en FH-ingar náðu sigri í fimmtándu lotu og fóru því með forystuna í hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 7 -8 FH-ingar tóku skammbyssulotu seinni hálfleiks og tóku tvær til viðbótar áður en ÍBV minnkuðu muninn í 8-11. FH-ingar höfðu yfirburði í seinni hálfleik og hleyptu ÍBV ekki nærri sér en þó náðu Eyjamenn að sigra nokkrar lotur. Í stöðunni 11-15 virtust ÍBV þó loks vera af baki dottnir og FH-ingar sigldu sigrinum heim. Lokatölur: 11-16 FH-ingar koma sér þar með í þriðja sæti deildarinnar og jafna Ármann á sitgum en ÍBV eiga enn eftir að sigra sinn fyrsta leik og eru því í botnsæti deildarinnar.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn