„Það er er auðvelt að eiga fallegt líf ef ég kýs það“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 20:01 Tinna fór í meðferð á Hlaðgerðarkoti árið 2018 og öðlaðist í kjölfarið nýtt og fallegt líf. Tinna Aðalbjörnsdóttir Tinna Aðalbjörnsdóttir, sem starfar við leikaraval og er annar eigandi Ey agency, fagnaði fimm árum edrú í gær. Tímamótin eru henni mikilvæg og segir hún þau minna sig á hvaðan hún er að koma. „Það er rosalega mikilvægt fyrir mig að fagna hverju ári. Það minnir mig á hvaðan ég er að koma og hversu auðvelt það er að eiga fallegt líf ef ég kýs það. Þetta er eins að fá að rísa upp frá dauðum. Það eru ekki allir sem ná þessu en þar sem ég set mig í fyrsta sæti er það auðveldara,“ segir Tinna sem lýsir ári hverju sem persónulegum sigri. Tinna fór í meðferð í Hlaðgerðarkoti árið 2018 og öðlaðist í kjölfarið nýtt og fallegt líf. Tinna og sonur hennar Kristófer fara út að borða og fagna tímamótunum saman. Tinna Aðalbjörnsdóttir Í tilefni dagsins fagnar hún með syni sínum og fjölskyldu. „Ég vakna extra snemma þennan dag og fer með langa þakkarbæn og klæði mig upp. Síðan held ég alltaf upp á daginn með því að gera eitthvað fallegt fyrir mig og fjölskyldu mína. Fer yfirleitt út að borða með syni mínum og þeim sem eru mér næst,“ segir Tinna og bætir við: „Ég leyfi mér að kaupa eitthvað fallegt sem mig langar í, kerti, blóm eða skó jafnvel. Eitthvað sem gerir eitthvað fyrir mig.“ Setur sjálfa sig í fyrsta sæti Að sögn Tinnu hefur hún lært að setja sjálfa sig í fyrsta sæti sem felst í sjálfsrækt og heilbrigði. „Ég set mér góð mörk og hvað er gott fyrir mig, mitt nærumhverfi, hugsa vel um mig, sef vel, rækt, snemma að sofa og borða hollan og góðan mat og leyfi mér að þykja vænt um mig, “segir Tinna. Tinna skrifaði pistil um tímamótin á samfélagsmiðlum í gær. Hún lýsir þakklæti sínu fyrir lífið og erfiðleikunum sem hafi kennt henni margt. „Ég elska þessi síðustu ár sem ég hef skapað mér. Þau eru full af gleði, hamingju, erfiðleikum og allt í bland eins og lífið ber með sér. Það sem stendur mest upp úr þessu öllu er samt hversu þakklát ég er fyrir allt og alla í kringum mig og svakalega þakklát fyrir þessa erfiðu lífsreynslu sem ég fór í gegnum á mínum erfiðustu tímum fyrir meðferð. Það kenndi mér svo margt og opnaði augu mín fyrir svo mörgu,“ segir Tinna. „Það ætlar sér enginn að verða fíkill, veikur eða koma illa fram við sitt nánasta fólk. Þetta er yfirleitt afleiðing af allskonar.“ Tinna gerir eitthvað fyrir sjálfa sig á þessum degi.Tinna Aðalbjörnsdóttir Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. „Í dag á ég 5 ára edrú afmæli og því ætla ég sko að fagna. Ég elska þessi síðustu ár sem ég hef skapað mér. Þau eru full af gleði, hamingju, erfiðleikum og allt í bland eins og lífið ber með sér. Það sem stendur mest upp úr þessu öllu er samt hversu þakklát ég er fyrir allt og alla í kringum mig og svakalega þakklát fyrir þessa erfiðu lífsreynslu sem ég fór í gegnum á mínum erfiðustu tímum fyrir meðferð. Það kenndi mér svo margt og opnaði augu mín fyrir svo mörgu. Í dag þá get ég sett mig í spor svo margra aðstæðna því ég skil svo vel hvað það er að fara í sjálfseyðingarhvöt á öllum sviðum hvort það sé fíkn, óheiðarleiki, stjórnleysi, kvíði, þunglyndi og ég get endalaust haldið áfram. Það ætlar sér engin að verða fíkill, veikur eða koma illa fram við sitt nánasta fólk. Þetta er yfirleitt afleiðing af allskonar. Ég er þakklát fyrir að eiga mig í dag skilyrðislaust og fá að taka sjálfri mér með mínum kostum og göllum og takast á við mína bresti þegar þeir koma og taka þeim fagnandi Að fá að vera til staðar 100% er líka það fallegasta sem ég veit um. Ég reyni alltaf að vera til staðar fyrir mína nánustu því þegar kemur að því að þetta líf verður búið þá á ég þær minningar og get kvatt heiminn með bros á vör og verið stolt af sjálfri mér Mamma, pabbi, systkini, fjölskylda og vinir. Takk fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig. Ég elska ykkur öll. Munum að dæma ekki fólk. Öll eigum við tilverurétt í heiminum hvernig sem við erum. Mín heitasta ósk í dag er að fleiri nái að sjá lífið í betra ljósi og að náunga kærleikur verður meiri, fordómar minnki í garð þeirra sem þjást af fíknisjúkdómi og að meðferðarúrræði verði mun betri og biðlistar minnki svo við missum ekki svona mikið af öllu þessu góða fólki sem þjáist úti á meðan beðið er eftir að komast í meðferð. Sérstaklega unga fólkinu okkar. Knús á alla út í daginn. Þið eruð öll sem eitt yndisleg.“ Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
„Það er rosalega mikilvægt fyrir mig að fagna hverju ári. Það minnir mig á hvaðan ég er að koma og hversu auðvelt það er að eiga fallegt líf ef ég kýs það. Þetta er eins að fá að rísa upp frá dauðum. Það eru ekki allir sem ná þessu en þar sem ég set mig í fyrsta sæti er það auðveldara,“ segir Tinna sem lýsir ári hverju sem persónulegum sigri. Tinna fór í meðferð í Hlaðgerðarkoti árið 2018 og öðlaðist í kjölfarið nýtt og fallegt líf. Tinna og sonur hennar Kristófer fara út að borða og fagna tímamótunum saman. Tinna Aðalbjörnsdóttir Í tilefni dagsins fagnar hún með syni sínum og fjölskyldu. „Ég vakna extra snemma þennan dag og fer með langa þakkarbæn og klæði mig upp. Síðan held ég alltaf upp á daginn með því að gera eitthvað fallegt fyrir mig og fjölskyldu mína. Fer yfirleitt út að borða með syni mínum og þeim sem eru mér næst,“ segir Tinna og bætir við: „Ég leyfi mér að kaupa eitthvað fallegt sem mig langar í, kerti, blóm eða skó jafnvel. Eitthvað sem gerir eitthvað fyrir mig.“ Setur sjálfa sig í fyrsta sæti Að sögn Tinnu hefur hún lært að setja sjálfa sig í fyrsta sæti sem felst í sjálfsrækt og heilbrigði. „Ég set mér góð mörk og hvað er gott fyrir mig, mitt nærumhverfi, hugsa vel um mig, sef vel, rækt, snemma að sofa og borða hollan og góðan mat og leyfi mér að þykja vænt um mig, “segir Tinna. Tinna skrifaði pistil um tímamótin á samfélagsmiðlum í gær. Hún lýsir þakklæti sínu fyrir lífið og erfiðleikunum sem hafi kennt henni margt. „Ég elska þessi síðustu ár sem ég hef skapað mér. Þau eru full af gleði, hamingju, erfiðleikum og allt í bland eins og lífið ber með sér. Það sem stendur mest upp úr þessu öllu er samt hversu þakklát ég er fyrir allt og alla í kringum mig og svakalega þakklát fyrir þessa erfiðu lífsreynslu sem ég fór í gegnum á mínum erfiðustu tímum fyrir meðferð. Það kenndi mér svo margt og opnaði augu mín fyrir svo mörgu,“ segir Tinna. „Það ætlar sér enginn að verða fíkill, veikur eða koma illa fram við sitt nánasta fólk. Þetta er yfirleitt afleiðing af allskonar.“ Tinna gerir eitthvað fyrir sjálfa sig á þessum degi.Tinna Aðalbjörnsdóttir Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. „Í dag á ég 5 ára edrú afmæli og því ætla ég sko að fagna. Ég elska þessi síðustu ár sem ég hef skapað mér. Þau eru full af gleði, hamingju, erfiðleikum og allt í bland eins og lífið ber með sér. Það sem stendur mest upp úr þessu öllu er samt hversu þakklát ég er fyrir allt og alla í kringum mig og svakalega þakklát fyrir þessa erfiðu lífsreynslu sem ég fór í gegnum á mínum erfiðustu tímum fyrir meðferð. Það kenndi mér svo margt og opnaði augu mín fyrir svo mörgu. Í dag þá get ég sett mig í spor svo margra aðstæðna því ég skil svo vel hvað það er að fara í sjálfseyðingarhvöt á öllum sviðum hvort það sé fíkn, óheiðarleiki, stjórnleysi, kvíði, þunglyndi og ég get endalaust haldið áfram. Það ætlar sér engin að verða fíkill, veikur eða koma illa fram við sitt nánasta fólk. Þetta er yfirleitt afleiðing af allskonar. Ég er þakklát fyrir að eiga mig í dag skilyrðislaust og fá að taka sjálfri mér með mínum kostum og göllum og takast á við mína bresti þegar þeir koma og taka þeim fagnandi Að fá að vera til staðar 100% er líka það fallegasta sem ég veit um. Ég reyni alltaf að vera til staðar fyrir mína nánustu því þegar kemur að því að þetta líf verður búið þá á ég þær minningar og get kvatt heiminn með bros á vör og verið stolt af sjálfri mér Mamma, pabbi, systkini, fjölskylda og vinir. Takk fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig. Ég elska ykkur öll. Munum að dæma ekki fólk. Öll eigum við tilverurétt í heiminum hvernig sem við erum. Mín heitasta ósk í dag er að fleiri nái að sjá lífið í betra ljósi og að náunga kærleikur verður meiri, fordómar minnki í garð þeirra sem þjást af fíknisjúkdómi og að meðferðarúrræði verði mun betri og biðlistar minnki svo við missum ekki svona mikið af öllu þessu góða fólki sem þjáist úti á meðan beðið er eftir að komast í meðferð. Sérstaklega unga fólkinu okkar. Knús á alla út í daginn. Þið eruð öll sem eitt yndisleg.“
Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira