Skjálftavirknin viðbúin þegar land rís svona hratt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 12:06 Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Egill Aðalsteinsson Stærðarinnar skjálftar hafa riðið yfir norðvestur af Grindavík frá miðnætti, þrír hafa verið yfir fjórum að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir eðlilegt að stærri skjálftar ríði yfir þegar landris verður eins hratt og raunin er við fjallið Þorbjörn. Það þurfi þó ekki að þýði að von sé á gosi. Frá miðnætti hafa yfir tuttugu jarðskjálftar riðið yfir sem mældust yfir 3 að stærð og þrír sem mældust yfir 4 að stærð. Sá stærsti mældist 4,3 og reið yfir laust eftir klukkan átta í morgun með upptök um 4 km norðvestur af Grindavík. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands. „Það má kannski að einhverju leyti eiga von á skjálftavirkni þegar það er að rísa svona hratt eins og er að gerast þarna undir Þorbirni og nú er staðan sú að þetta er ristímabil númer fimm sem við erum í og milli þeirra hefur sigið aðeins. Þannig að núna síðan fyrir tveimur, þremur dögum erum við í rauninni komin í hástöðu ef við horfum á alla viðburðina sem hafa átt sér stað þannig að jarðskorpan er kannski í einhverjum skilningi orðin ennþá meira spennt og fullt af misgengjum þarna sem geta hrokkið til,“ útskýrir Halldór. En má lesa í þessa stóru skjálfta sem riðu yfir í nótt? Þýða stærri og kraftmeiri skjálftar auknar líkur á gosi? „Já og nei. Kvika getur fundið sér leiðir upp um misgengi þannig að þegar hreyfist þá getur orðið auðveldara fyrir kviku að fara þar upp en það sjást engin bein merki um að það sé kvika að koma upp um þessi misgengi. Við allavega sjáum ekki að það sé í neinu magni sem við getum greint enn sem komið er allavega. Stundum er horft miklu frekar til minni jarðskjálfta, þannig að það er runa af litlum jarðskjálftum, þá getur það verið uggvænlegra í ákveðnum skilningi.“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla-og jarðskjálftafræðingur lýsti á íbúafundi í gær þeim mögulegu sviðsmyndum sem gætu orðið í framhaldinu. Ein þeirra fól í sér áframhaldandi skjálftavirkni með skjálftum allt að fimm að stærð. En hvernig er þessi tala reiknuð út? „Það eru ýmsir þættir sem stjórna mestu um stærð jarðskjálfta sem geta orðið á hverjum stað. Þar hefur, hvað getum við sagt, mikið að gera með þykkt hinnar brotgjörnu jarðskorpu þannig að ef að hún er þunn þá getur ekki safnast upp nema bara ákveðið magn af spennu og það ræður síðan stærð jarðskjálftanna sem verða,“ segir Halldór. Reynslan og sagan geti líka verið góður mælikvarði. „Sagan segir okkur að það verði ekki stórir jarðskjálftar þarna í grennd við Grindavík, ekki eins og til dæmis á Suðurlandi eða Norðurlandi út af því að þessi brotgjarni hluti skorpunnar er þynnri.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir 750 skjálftar frá miðnætti Alls hafa 750 jarðskjálftar mælst á Reykjanesinu frá miðnætti og segir sérfræðingur að virknin hafi aukist aðeins í nótt. 3. nóvember 2023 07:23 Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins. 3. nóvember 2023 05:41 Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2. nóvember 2023 23:00 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Frá miðnætti hafa yfir tuttugu jarðskjálftar riðið yfir sem mældust yfir 3 að stærð og þrír sem mældust yfir 4 að stærð. Sá stærsti mældist 4,3 og reið yfir laust eftir klukkan átta í morgun með upptök um 4 km norðvestur af Grindavík. Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands. „Það má kannski að einhverju leyti eiga von á skjálftavirkni þegar það er að rísa svona hratt eins og er að gerast þarna undir Þorbirni og nú er staðan sú að þetta er ristímabil númer fimm sem við erum í og milli þeirra hefur sigið aðeins. Þannig að núna síðan fyrir tveimur, þremur dögum erum við í rauninni komin í hástöðu ef við horfum á alla viðburðina sem hafa átt sér stað þannig að jarðskorpan er kannski í einhverjum skilningi orðin ennþá meira spennt og fullt af misgengjum þarna sem geta hrokkið til,“ útskýrir Halldór. En má lesa í þessa stóru skjálfta sem riðu yfir í nótt? Þýða stærri og kraftmeiri skjálftar auknar líkur á gosi? „Já og nei. Kvika getur fundið sér leiðir upp um misgengi þannig að þegar hreyfist þá getur orðið auðveldara fyrir kviku að fara þar upp en það sjást engin bein merki um að það sé kvika að koma upp um þessi misgengi. Við allavega sjáum ekki að það sé í neinu magni sem við getum greint enn sem komið er allavega. Stundum er horft miklu frekar til minni jarðskjálfta, þannig að það er runa af litlum jarðskjálftum, þá getur það verið uggvænlegra í ákveðnum skilningi.“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla-og jarðskjálftafræðingur lýsti á íbúafundi í gær þeim mögulegu sviðsmyndum sem gætu orðið í framhaldinu. Ein þeirra fól í sér áframhaldandi skjálftavirkni með skjálftum allt að fimm að stærð. En hvernig er þessi tala reiknuð út? „Það eru ýmsir þættir sem stjórna mestu um stærð jarðskjálfta sem geta orðið á hverjum stað. Þar hefur, hvað getum við sagt, mikið að gera með þykkt hinnar brotgjörnu jarðskorpu þannig að ef að hún er þunn þá getur ekki safnast upp nema bara ákveðið magn af spennu og það ræður síðan stærð jarðskjálftanna sem verða,“ segir Halldór. Reynslan og sagan geti líka verið góður mælikvarði. „Sagan segir okkur að það verði ekki stórir jarðskjálftar þarna í grennd við Grindavík, ekki eins og til dæmis á Suðurlandi eða Norðurlandi út af því að þessi brotgjarni hluti skorpunnar er þynnri.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir 750 skjálftar frá miðnætti Alls hafa 750 jarðskjálftar mælst á Reykjanesinu frá miðnætti og segir sérfræðingur að virknin hafi aukist aðeins í nótt. 3. nóvember 2023 07:23 Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins. 3. nóvember 2023 05:41 Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2. nóvember 2023 23:00 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
750 skjálftar frá miðnætti Alls hafa 750 jarðskjálftar mælst á Reykjanesinu frá miðnætti og segir sérfræðingur að virknin hafi aukist aðeins í nótt. 3. nóvember 2023 07:23
Skjálfti 4,2 að stærð rétt vestur af Bláa lóninu Skjálfti 4,2 að stærð varð um 1,2 kílómetra vestur af Bláa lóninu á Reykjanesskaga klukkan 3:51 í nótt. Sjö skjálftar sem hafa verið stærri en 3 að stærð, hafa mælst frá miðnætti, en skjálftanir hafa fundist víða á suðvesturhorni landsins. 3. nóvember 2023 05:41
Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. 2. nóvember 2023 23:00