Hvað stoltust af því að vera lesbía Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2023 07:01 Tónlistarkonan Margrét Rán Magnúsdóttir ræddi við blaðamann um lífið og listsköpunina. Vísir/Vilhelm „Ég held að það að vera hinsegin sé eitthvað sem ég er hvað stoltust af í lífinu,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er hvað þekktust fyrir að vera meðlimur í tveimur stórum íslenskum hljómsveitum, Vök og GusGus. Blaðamaður settist niður með Margréti og fékk meðal annars að heyra frá lífi hennar, listsköpun, móðurhlutverkinu og að koma út úr skápnum sem unglingsstelpa í litlu bæjarfélagi. Hugrakkur unglingur Tónlistaráhuginn kviknaði snemma hjá Margréti Rán sem hefur alla tíð haft mikinn áhuga á að læra á hin ýmsu hljóðfæri. „Mér fannst gaman að fikta í hljóðfærunum þannig að í rauninni byrja ég sem mikill fiktari og fatta ekkert strax að mér finnist gaman að syngja. Svo byrja ég að taka þátt í söngvakeppnum í skólanum, endaði á því að vinna hana í 8. bekk og fer því á Samfés að keppa. Ómægad hvað það var ógeðslega erfitt. Ég gleymi því ekki, ég söng lagið Don’t Speak með No Doubt. Þegar maður er svona lítill þá líður manni eins og maður megi ekki gera neitt rangt. Röddin mín var eitthvað að bresta og eftir þessa lífsreynslu hugsaði ég bara: Ókei ég ætla ekki að pæla neitt í tónlist.“ Margrét Rán söng sömuleiðis í fermingunni sinni og spilaði þá með Óla Alexander, æskuvini sínum. Þau áttu eftir að vinna mikið saman í kjölfarið. „Við Óli stofnuðum hljómsveitina Whipeout, tókum þátt í Músíktilraunum og gerðum alls konar gigg.“ Aðspurð hvort það hafi ekki þurft svolítið hugrekki að kýla á það svona ung að stíga á svið fyrir framan fjölda fólks svarar Margrét: „Ég er einmitt búin að vera svolítið að líta yfir farin veg og þessi unglingsár og ég hugsa bara vá hvað ég var hugrökk og vá hvað þetta var fallegt.“ Margrét Rán er stolt af hugrekki sínu á unglingsárunum.Vísir/Vilhelm Sigruðu Músíktilraunir og boltinn fór að rúlla Margrét er alin upp á Akranesi og flutti í Hafnarfjörð til föður síns þegar hún var fimmtán ára. Samhliða námi við Flensborg fer hún í Tónlistarskóla Kópavogs. „Þar byrja ég að taka raftónlistarkúrsa og var undir miklum innblæstri raftónlistarinnar. Ég hafði verið að hlusta mikið á sveitir á borð við The XX, Portishead og Massive Attack og mig langaði ótrúlega mikið að prófa að gera eitthvað sambærilegt. Á þessum tíma kynnist Margrét meðal annars Andra Má sem hún stofnaði hljómsveitina Vök með. „Nafnið Vök var hugmyndin hans Andra. Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn áður en við vorum búin að vera að velta ýmsum fáránlegum enskum orðum fyrir okkur sem voru mjög hallærisleg. Þegar hann kom með þetta nafn þá var ég bara vá, það er ótrúlega einstakt og ég fíla líka að vera með ö-ið, svona íslenskt einkenni. Það er svo ótrúlegt að hugsa til þess að eitthvað orð sem maður hafði aldrei heyrt verði svo allt í einu svona risastór hluti af lífi manns. Og svo stálu Vök Baths því,“ segir Margrét hlæjandi og bætir við að þetta sé sagt í léttu gríni. „Ég sé samt alveg eftir því að hafa ekki bara keypt réttinn á þessu nafni. En maður getur ekki gert það eftir á.“ Margrét var tvítug á þessum tíma og segir marga hafa hvatt sig til að taka þátt í Músíktilraunum. „Ég hafði þá verið lengi í ástarsorg og upplifði að ég þyrfti að gera eitthvað rosalegt eða klikkað til að líða betur. Við stofnum þá hljómsveitina Vök fyrir Músíktilraunir, semjum tvö lög á einum mánuði og ákváðum að hafa þau á íslensku. Ég samdi lagið Before, sem er frægasta lagið með Vök í dag, fyrir lokaverkefni í Tónlistarskóla Kópavogs og við fluttum það líka. Einhvern veginn endum við svo á því að sigra þá keppni og það var mjög súrrealískt.“ Út frá þessu byrjar svo boltinn að rúlla hjá sveitinni og segir Margrét Músíktilraunir hafa verið mjög góður stökkpallur á þeim tíma. „Við fengum mikinn meðbyr. Mjög stuttu síðar fengum við plötusamning við plötuútgáfuna Record Records.“ Margrét Rán hlustaði mikið á raftónlist og hefur það mótað hana sem tónlistarkonu. Þegar Vök sigraði Músíktilraunir fór boltinn að rúlla hjá sveitinni.Vísir/Vilhelm Stöðugt að ögra sér með því að stíga á svið Margrét á í örlítið flóknu sambandi við sviðið og hefur undanfarin ár svolítið verið að endurskilgreina það samband. „Við vorum að koma fram í fyrsta skipti sem hljómsveit á Músíktilraunum og ég man að ég var gjörsamlega að drepast á sviðinu. Ég hef síðan þá verið að læra að vera á sviði því ég er alveg ótrúlega mikill introvert. Ég þrífst ekkert endilega á því að fá athygli en ég hef verið á mjög virkan hátt að vinna í því að fíla það að vera í sviðsljósinu og það hefur breyst heilmikið á undanförnum árum.“ Blaðamaður spyr þá hvort það hefði verið auðveldara að velja frekar að starfa á bak við tjöldin í tónlistinni. „Ég hef einmitt einhvern veginn alltaf sóst í þetta, að vera á sviðinu, en á sama tíma verið í smá klemmu,“ segir Margrét hlæjandi. „Ég er alveg týpan sem vill vera aftast í herberginu en þetta er greinilega eitthvað sem kallar á mig. Þetta er líka svo mikið adrenalín sem ég er greinilega svolítið mikið fyrir. Svo hefur maður líka lært svo mikið inn á sjálfa sig og ég tala nú ekki um eftir að hafa fengið GusGus verkefnið. Þar er ég líka algjörlega að kynnast nýrri persónu innra með mér. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að kynnast nýrri Margréti í þessu verkefni.“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Rán (@margretranmagnus) Plantaði mikilvægu fræi Aðspurð hvernig samstarfið við GusGus hófst segist Margrét hafa kynnst Bigga Veiru, meðlimi GusGus, árið 2015. „Biggi mixaði Vök plötuna Circles og setti sína geggjuðu próduction galdra á hana. Hann gerði stórkostlega hluti fyrir þá plötu og hún er enn í dag eitt af mínum uppáhalds verkum. Svo kemur hann á útgáfutónleikana hjá Vök 2019 þegar við vorum að gefa út plötuna okkar In The Dark. Platan var svolítið undir innblæstri 80’s tímabilsins og í kjölfar útgáfunnar hafði hann einmitt sent mér línu um að hann dýrkaði þessa plötu. Eftir tónleikana kemur hann svo og þakkar mér fyrir, við spjöllum saman og svo segi ég við hann þegar við erum að kveðjast: Svo heyrirðu bara í mér þegar þú vilt að ég syngi inn á eitthvað GusGus lag. Mig var búið að dreyma um að vinna með GusGus og hver elskar ekki GusGus? Það er eitthvað dýpi í þessari hljómsveit sem ég hef alltaf svo mikið tengt við. Raddirnar plús raftónlistin saman í eitt, þetta er eitthvað bara af öðrum heimi.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við titillag plötunnar In The Dark: Margrét segist því hafa plantað þessu fræi hjá honum og viku síðar hefur hann samband og sendir henni demo af laginu Higher. Margrét byrjaði að leika sér með það og segist ekkert endilega hafa haft fulla trú á því. „Ég sendi þetta svo á Bigga og Daníel Ágúst, þeir hringja í mig að mig minnir um kvöldið samdægurs og þeir voru þvílíkt ánægðir. Ég man að ég var smá efins með mig og spurði hvort þeir fíluðu þetta í alvöru en þeir svöruðu bara að þetta væri geggjað. Svo snake-uðu þeir mér einhvern veginn bara inn í bandið. Þetta var ekkert formlegt boð þar sem þeir spurðu: Langar þig að vera með í Gusgus? Þeir héldu áfram að heyra í mér með mismunandi verkefni og án þess að ég í raun áttaði mig á því var ég svolítið komin inn í bandið. Svo spurðu þeir mig hvort mig langaði að túra með þeim, sem ég var til í. Þannig að þetta gerðist skemmtilega ómeðvitað.“ Margrét Rán segir að hún hafi í raun ómeðvitað orðið hluti af Gusgus.Vísir/Vilhelm Á sínum ferli hefur Margrét einmitt verið ófeimin við að sá fræjum og segir að það sé mikilvægt að vera óhrædd við að segja hvað sig langi að gera. Hún hefur nú spilað víða um Evrópu með GusGus ásamt því að troða upp hér heima. Næstu helgi eru einmitt fernir GusGus tónleikar í Eldborg í Hörpu og er uppselt á þá alla. „Þetta er stórkostlegt. Ég lít auðvitað ekkert á þetta sem mína velgengni en það er gaman og mikill heiður að fá að vera með í vegferðinni.“ Hún segir einnig móttökurnar engum líkar og rifjar upp tónleikana í Eldborg fyrir ári. „Þegar ég tók Higher voru svo mikil fagnaðarlæti og það sungu allir með öllu laginu. Við vorum öll bara vá. Þetta algjörlega náði til Íslendinga. Það er líka ótrúlega skemmtilegt með þetta lag að ég sá þetta ekki sem síngúl en það er alltaf svo gaman þegar að tónlistin getur komið manni svona á óvart. Reyndar var líka myndbandið ekkert eðlilega nett,“ segir Margrét og hlær. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Kom aldrei til greina að feta annan veg Þrátt fyrir að hafa verið smeik við sviðið og átt erfið gigg sem unglingur segir Margrét að draumurinn hafi alltaf verið skýr. „Frá því ég man eftir mér var ég að secret-a að ég væri bara í Hollywood og væri búin að meika það. En samt var ég á sama tíma til baka, með svolítið háværan loddaralíðan (e. imposter syndrome) og hugsaði afhverju ættir þú að meika það? En frá því ég var lítil þá var þetta bara draumurinn. Það meikar ekkert annað sens fyrir mér. Það hefur bara aldrei komið til greina hjá mér að feta annan veg.“ Á sama tíma og Margrét tók þátt í Samfés kom hún fram á árshátíð fyrir framhaldsskólann á Akranesi. „Ég var þarna í áttunda bekk að spila fyrir framhaldsskólanema sem var alveg stórt. Ég man að ég klúðraði textanum og mér fannst það alveg ferlegt. Þarna hugsaði ég bara ókei ég á ekki að vera í þessu, þannig að ég setti þetta svolítið á hilluna þangað til ég fann að ég var tilbúin aftur og tók þá þátt í Músíktilraunum. Ég held að þetta hafi verið lúmskt tráma fyrir mig sem unglingur og ég einhvern veginn ákvað að ég ætti bara ekki að vera á sviði. Þetta situr svo rosalega í manni. Á þessum tíma fór fór lífið svo út í það að vera unglingur og koma út úr skápnum þannig að ég hafði nóg að gera.“ Margrét Rán var ung að árum þegar hún kýldi á tónlistina en dró sig svo í hlé í nokkur ár. Hún hafði í nægu að snúast við til dæmis það að vera unglingur og koma út úr skápnum. Vísir/Vilhelm Örlagaríkt sumar fyrir 10. bekk Margrét kom út úr skápnum sumarið fyrir tíunda bekk. „Það er skrýtið að líta til baka því mér líður eins og ég hafi verið samkynhneigð frá því að ég man eftir mér. Ég var alltaf skotin í stelpum bara alveg frá því ég var í leikskóla. Svo er eins og heilinn minn hafi bara allt í einu móttekið að ég sé lesbía, það var smá svona uppgötvun. Tilfinningin hjá mér hafði samt alltaf verið að ég væri ekki alveg venjuleg, svona í skilgreiningu samfélagsins.“ Það sem gerði útslagið hjá Margréti var þegar hún gaf því séns að byrja með strák í níunda bekk. „Ég gerði það því allar vinkonur mínar voru eitthvað að eignast kærasta og svoleiðis. Ég bjó líka á Akranesi og ég held bókstaflega að það hafi ekki verið vitað um eina lesbíu á svæðinu. En ég fann þetta svart á hvítu við að prófa að deita strák, þá áttaði ég mig á því að ég væri bara samkynhneigð.“ Í kjölfarið fór Margrét alla leið í að þróa nýtt sjálf. „Ég fer bara beint í verslunarmiðstöðina, kaupi mér Levi’s buxur og hef þær pokandi,“ segir Margrét og blaðamaður bætir kíminn við að slíkt kallist að sagga. „Ég kaupi mér líka Carhartt jakka, rokka svona hnakka hárgreiðslu og er bara ótrúlega til í þetta. Ég er bara out and proud. En það var ógeðslega erfitt og ógeðslega skrýtið. Tíundi bekkur er bara í algjöru móki hjá mér. Allt í einu kem ég eftir sumarfríið og er orðin strákaleg. Það var alveg erfitt, líka að búa í litlu samfélagi. Svo kynnist ég annarri lesbíu sem býr í Hafnarfirði og út frá því eignast ég vinahóp og smá svona samfélag. Þannig að ég ákveð að flytja í Hafnarfjörð til pabba, fer í Flensborg og þá byrjar þetta að verða auðveldara. Það skiptir máli að vera með fólk í kringum sig sem skilur mann og maður getur speglað sig í. Á þessum tíma var þetta allt öðruvísi en í dag. Ekki það að við séum á frábærum stað í dag, alls ekki, en sýnileikinn var svo takmarkaður þá.“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Rán (@margretranmagnus) Gerir mikið upp með tónlistinni Margrét kemur þá aftur að því að líta yfir farinn veg og segist hugsa með mikilli hlýju til sín á unglingsárunum. „Það er verðmætt að geta horft til baka og verið stolt af sér. Ég er líka svolítið búin að gera upp þennan tíma í gegnum tónlistina,“ segir Margrét og nefnir sem dæmi síðustu plötu sem Vök gaf út, sem heitir eftir hljómsveitinni. „Það er mjög gott að geta gert upp þetta tímabil og ég er algjörlega búin að fara í gegnum það. Þetta var átakanlegt. Maður heyrir fólk tala um það í dag að maður hafi það svo gott og spyrja hvort það sé ekki bara beisik að vera samkynhneigð í dag.“ Margrét segir að það sé kannski auðveldara að koma út í dag en það sé samt svolítið marglaga. „Við þurfum stöðugt að vera meðvituð og ég verð líka að leyfa mér að vera meðvituð um það sem ég gekk í gegnum. Því það var mjög erfitt og það hjálpar ekkert að gera lítið úr því.“ Blaðamaður spyr hana þá hvort það sé ekki heilandi tilhugsun að vita að hún sé mögulega fyrirmynd fyrir ungt hinsegin fólk og jafnvel sú fyrirmynd sem hana skorti í æsku. „Bara við það að ímynda mér það að ég geti haft jákvæð áhrif þá finnst mér ég búin að vinna. Það er ótrúlega verðmætt að geta hjálpað öðrum með því að ryðja aðeins brautina fyrir því að fólk geti verið nákvæmlega það sjálft. Því það getur tekið á.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Tension frá árinu 2015: Auðvelt að vera berskjölduð Margrét leyfir sér að syngja um persónulega hluti og finnst það gjarnan einn besti vettvangurinn til að vinna úr tilfinningum sínum. „Að vera berskjölduð í tónlistinni er það sem mér finnst í raun hvað auðveldast. Samt hafa alveg komið upp flókin móment, þar sem ég er til dæmis spurð um hvern ég er að semja, segir Margrét kímin og bætir við að það geti stundum verið flókið að útskýra það. Stundum þarf maður bara að gera eitthvað eldgamalt upp. Ég hef samið lag sem snýst um að vera í ástarsorg, eftir að ég byrjaði með Bryndísi. En það er þá bara blanda af alls konar úr fortíðinni sem ég sæki innblástur í. Ástarsorg getur til dæmis verið að missa vin úr lífi sínu, sem ég hef gengið í gegnum. Svo er bara alltaf gott að semja angistarlag, bæði er það heilandi og það geta allir tengt við það.“ Margrét og Andri Már unnu mikið saman fyrstu árin af Vök. Andri hætti í hljómsveitinni fyrir nokkrum árum og segir Margrét það hafa tekið á sig. „Það var ótrúlega leiðinlegt því við vorum bestu vinir.“ Margrét Rán nýtir tónlistina til að gera ýmislegt upp úr fortíðinni.Vísir/Vilhelm Glöð að vera skíthrædd við ruglið Talið berst nú að bransalífinu, sem hefur ekki alltaf verið þekkt fyrir að vera það heilsusamlegasta. Margrét hefur þó alla tíð reynt að vera skynsöm og hugsa vel um sig. „Ég hef alltaf reynt að halda mig frá öllu rugli og ég held að það stafi aðallega að því að ég verð alveg hrikalega þunn, sem er eiginlega bara heppilegt,“ segir Margrét kímin. „Þannig að ég hef haldið mig frá mikilli drykkju og ég hef aldrei prófað dóp, líka af því að ég er skíthrædd við það. Ég hef því í raun aldrei laðast að þessum lífsstíl en ég sé algjörlega hversu auðvelt það er að feta þann veg. Það er bara huggulegt að fá sér einn bjór eða vínglas en ég hef aldrei þörf á því að ganga neitt lengra. Þessi bransi er mjög slæmur fyrir fólk sem á við fíknivanda. Þetta er út um allt. Maður mætir baksviðs og þar er fullur kælir.“ Þegar Margrét var að koma út sem unglingur segist hún hafa byrjað svolítið að fara út að skemmta sér en þó hafi alltaf verið stoppari hjá henni. „Ég verð alltaf að hafa stjórn og ég vil ekki missa tökin. Þess vegna hefur það alltaf verið þannig hjá mér að mig langar ekki í fíkniefni eða að verða of drukkin. Það er líka bara svo erfitt að vera í kringum manneskjur sem eru algjörlega í ruglinu og maður hefur upplifað það. Þetta bara rústar lífum. Þannig að ég er mjög glöð að vera skíthrædd við þetta.“ Margrét Rán segist skíthrædd við dópið, hefur aldrei neytt fíkniefna og finnst best að geta alltaf haft stjórn. Vísir/Vilhelm Móðurhlutverkið engu líkt Margrét Rán er í sambúð með Bryndísi Hrönn en þær byrjuðu saman um Verslunarmannahelgina árið 2017. Saman eiga þær stúlkuna Eneu Rán sem fæddist í maí síðastliðnum. Margrét segir móðurhlutverkið stórkostlegt og klikkað á sama tíma og lífið hafi sannarlega breyst mikið á síðustu mánuðum. „Maður er algjörlega að læra á lífið upp á nýtt. Þetta er svo magnað að ég bara á ekki til orð. Við Bryndís horfum stundum á hvor aðra og horfum svo á barnið og erum bara við eigum þetta barn! Hún er svo ótrúlega sæt og þetta er þvílíkur lukkupottur. En ég viðurkenni alveg að fyrstu mánuðurnir voru mjög erfiðir. Hún var með mikla magakveisu og það var svo margt sem við þurftum að læra. En núna erum við bara í skýjunum, hún er svo skemmtileg og það er svo gaman að vera í kringum hana.“ View this post on Instagram A post shared by Vo k (@vokmusic) Margrét segist ekki alltaf hafa séð fyrir sér að stofna fjölskyldu og í raun hafi hún fyrst byrjað að sjá það fyrir sér eftir að hún kynntist Bryndísi. „Þegar ég hringdi í mömmu og sagði henni að þetta væri að fara að gerast þá var hún svo ótrúlega glöð og var þá sérstaklega ánægð að arfleifðin héldi áfram aðra kynslóð. Því ég er einkabarn mömmu minnar megin þannig að þetta voru mikil gleðitíðindi fyrir hana,“ segir Margrét brosandi. Að sögn Margrétar vinnur það vel með henni og Bryndísi hve ólíkar þær eru og lýsir hún þeim sem andstæðunum yin og yang. „Bryndís virðir algjörlega allt sem ég er að gera og hún er minn allra stærsti aðdáandi. Við erum náttúrulega að læra allt upp á nýtt núna, finna nýjan takt og allir nýbakaðir foreldrar kannast örugglega við það. Ég er búin að þurfa að túra dálítið síðan að Enea fæddist en við eigum líka besta fólk í heimi að, fjölskyldurnar okkar eru algjörlega ómetanlegar.“ Margrét Rán og Bryndís Hrönn á Iceland Airwaves í fyrra.Dóra/Vísir Mikilvægt að fólk sé meðvitað um spurningarnar sem það spyr Margrét segir að barnseignaferlið hafi verið bæði skrýtið og stórkostlegt en hefur orð á því að fólk hafi leyft sér að spyrja jafnvel svolítið óviðeigandi spurninga. „Ég hef kannski ekkert endilega upplifað mikla fordóma í garð okkar Bryndísar en maður finnur þetta samt stundum svolítið frá samfélaginu. Bryndís lenti meðal annars í því að rekast á mann sem hún kannaðist við. Þegar hún deildi því með honum að hún og Margrét ættu von á barni lét hann út úr sér: Nú, er hún með typpi? Ég varð svo reið yfir þessu að það sauð á mér. Það er eitthvað svo sturlað hvað fólk getur stundum látið út úr sér og það er algjörlega fáránlegt hvað fólk stundum leyfir sér að spyrja mann. Ætli fordómarnir birtist ekki svolítið þar líka.“ Hún segir að athugasemdir og spurningar geti verið alls konar og jafnvel aðeins óáþreifanlega óþægilegar. „Maður veltir fyrir sér bara afhverju ert þú, einhver Jón út í bæ sem ég kannski þekki varla, að leyfa þér að spyrja mig út í til dæmis sæðisgjafa. Mér finnst það svo skrýtið. Mér finnst að fólk þurfi að bera virðingu fyrir því að þetta getur verið bæði viðkvæmt og persónulegt mál. Mér finnst við líka þurfa að vera svolítið mikið að leiðrétta fólk, sem ætti náttúrulega ekki að vera í okkar verkahring. Auðvitað skil ég alveg að fólk hefur kannski ekkert verið í kringum annað fólk sem hefur gengið í gegnum þetta ferli. Þannig að ég er ekkert strax að detta í að verða brjáluð í viðbrögðum en ég velti alveg fyrir mér afhverju fólk er að spyrja mig út í þetta og afhverju það heldur að það hafi tilkall til þess. Ég held að það sé bara mikilvægt að fólk taki þetta til sín og sé meðvitað um hvað það er að spyrja og svoleiðis. Þó að við séum samkynhneigðar og búnar að ganga í gegnum einhverja reynslu þá erum við ekki skyldugar til að veita upplýsingar um allt okkar persónulega líf. Auðvitað er ég stundum bara í stuði til að ræða við fólk um mitt líf á mínum forsendum en það er ekki í lagi að spyrja að hverju sem er.“ Margrét Rán segir að fólk leyfi sér oft að spyrja spurninga sem eru persónulegar og hvetur fólk til að vera meðvitað um þetta, það kemur okkur ekki allt við. Vísir/Vilhelm „Enginn fjandans karl í sambandinu“ Hún segir einnig að fordómarnir geti verið svo marglaga og það sé erfitt að muna eftir þeim úr fortíðinni, þar sem þetta spannar svo langan tíma. „Ég er auðvitað að fylgjast með því sem er í gangi í samfélaginu og þetta er allt svo ótrúlega leiðinlegt. Það er svo erfitt að fylgjast með til dæmis kommentum á netinu sem einkennast einfaldlega af hatri og eitri. Það virðist vera sem að heimurinn sé að taka risastórt skref aftur á bak á liggur við öllum sviðum í réttindabaráttu en ég vona svo innilega að við förum þrjú stór skref áfram í kjölfarið.“ Þá berst talið einnig að algengri spurningu sem fólk leyfir sér að spyrja þar sem gefið er til kynna að það þurfi alltaf að vera einn sem er karlinn í sambandinu. „Það er enginn fjandans karl í sambandinu. Þetta skiptir ekki máli og kemur öðrum ekki við. Ég held að það að vera hinsegin sé eitthvað sem ég er hvað stoltust af í lífinu. Ég elska það. Mér finnst það svo magnað og það að vera tvær konur saman, mér finnst það bara fallegast í heimi. Tvær kvenorkur saman, þetta er bara dásamlegt og best.“ Stöðug þróun framundan Margrét Rán situr svo sannarlega vel í sjálfri sér og lítur björtum augum til framtíðarinnar. „Ég passa mig rosa mikið að vera alltaf á tánum og opin fyrir nýjum hugmyndum. Mér finnst gott að pæla í næsta skrefi og skoða hvað ég get gert betur og hvernig ég get þróast. Mér finnst ótrúlega gaman að vera í tónlist og ég er stolt af því sem ég hef gert en ég ætla samt að leyfa mér að vera opin fyrir nýjum hlutum. Jafnvel fara í leiklist einn daginn eða eitthvað allt annað. Mig langar líka að læra að DJa. Eins og staðan er núna er ég í GusGus og Vök og hef verið að gera kvikmyndatónlist fyrir heimildamyndir. Draumurinn er að gera tónlist fyrir leikna bíómynd eða leikna þætti, það er markmiðið. Mér finnst líka alltaf ótrúlega gaman að læra eitthvað nýtt. Rauði þráðurinn í gegnum þetta allt saman er að hætta aldrei að læra. Það er svo auðvelt að staðna og maður vill það ekki.“ Margrét Rán hefur brennandi áhuga á að læra nýja hluti og þróast stöðugt sem listakona. Hún er opin fyrir framtíðinni og útilokar meira að segja ekki að gefa út annað rapplag. Vísir/Vilhelm Útilokar ekki annað rapplag Fyrir um þrettán árum síðan gaf Margrét Rán út rapplag ásamt Emmsjé Gauta og Röggu Hólm sem heitir Það er komið sumar og hefur lagið allar götur síðan verið vinsæll sumarsmellur. Blaðamaður leyfir sér að lokum að spyrja hvort hún sjái fyrir sér að gefa einhvern tíma aftur út rapplag. „Heyrðu, það er aldrei að vita. Þetta lag hefur heldur betur lifað áfram og það er magnað að sjá hvað það er mikið af fólki sem elskar þetta lag. Ég tók það live í sumar á Emmsjé Gauta tónleikunum með Röggu Hólm og Emmsjé og það var geðveikt. Þannig að já, ég er til í það,“ segir Margrét Rán hlæjandi að lokum. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Það er komið sumar: Tónlist Hinsegin Ástin og lífið Tónleikar á Íslandi Menning Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Blaðamaður settist niður með Margréti og fékk meðal annars að heyra frá lífi hennar, listsköpun, móðurhlutverkinu og að koma út úr skápnum sem unglingsstelpa í litlu bæjarfélagi. Hugrakkur unglingur Tónlistaráhuginn kviknaði snemma hjá Margréti Rán sem hefur alla tíð haft mikinn áhuga á að læra á hin ýmsu hljóðfæri. „Mér fannst gaman að fikta í hljóðfærunum þannig að í rauninni byrja ég sem mikill fiktari og fatta ekkert strax að mér finnist gaman að syngja. Svo byrja ég að taka þátt í söngvakeppnum í skólanum, endaði á því að vinna hana í 8. bekk og fer því á Samfés að keppa. Ómægad hvað það var ógeðslega erfitt. Ég gleymi því ekki, ég söng lagið Don’t Speak með No Doubt. Þegar maður er svona lítill þá líður manni eins og maður megi ekki gera neitt rangt. Röddin mín var eitthvað að bresta og eftir þessa lífsreynslu hugsaði ég bara: Ókei ég ætla ekki að pæla neitt í tónlist.“ Margrét Rán söng sömuleiðis í fermingunni sinni og spilaði þá með Óla Alexander, æskuvini sínum. Þau áttu eftir að vinna mikið saman í kjölfarið. „Við Óli stofnuðum hljómsveitina Whipeout, tókum þátt í Músíktilraunum og gerðum alls konar gigg.“ Aðspurð hvort það hafi ekki þurft svolítið hugrekki að kýla á það svona ung að stíga á svið fyrir framan fjölda fólks svarar Margrét: „Ég er einmitt búin að vera svolítið að líta yfir farin veg og þessi unglingsár og ég hugsa bara vá hvað ég var hugrökk og vá hvað þetta var fallegt.“ Margrét Rán er stolt af hugrekki sínu á unglingsárunum.Vísir/Vilhelm Sigruðu Músíktilraunir og boltinn fór að rúlla Margrét er alin upp á Akranesi og flutti í Hafnarfjörð til föður síns þegar hún var fimmtán ára. Samhliða námi við Flensborg fer hún í Tónlistarskóla Kópavogs. „Þar byrja ég að taka raftónlistarkúrsa og var undir miklum innblæstri raftónlistarinnar. Ég hafði verið að hlusta mikið á sveitir á borð við The XX, Portishead og Massive Attack og mig langaði ótrúlega mikið að prófa að gera eitthvað sambærilegt. Á þessum tíma kynnist Margrét meðal annars Andra Má sem hún stofnaði hljómsveitina Vök með. „Nafnið Vök var hugmyndin hans Andra. Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn áður en við vorum búin að vera að velta ýmsum fáránlegum enskum orðum fyrir okkur sem voru mjög hallærisleg. Þegar hann kom með þetta nafn þá var ég bara vá, það er ótrúlega einstakt og ég fíla líka að vera með ö-ið, svona íslenskt einkenni. Það er svo ótrúlegt að hugsa til þess að eitthvað orð sem maður hafði aldrei heyrt verði svo allt í einu svona risastór hluti af lífi manns. Og svo stálu Vök Baths því,“ segir Margrét hlæjandi og bætir við að þetta sé sagt í léttu gríni. „Ég sé samt alveg eftir því að hafa ekki bara keypt réttinn á þessu nafni. En maður getur ekki gert það eftir á.“ Margrét var tvítug á þessum tíma og segir marga hafa hvatt sig til að taka þátt í Músíktilraunum. „Ég hafði þá verið lengi í ástarsorg og upplifði að ég þyrfti að gera eitthvað rosalegt eða klikkað til að líða betur. Við stofnum þá hljómsveitina Vök fyrir Músíktilraunir, semjum tvö lög á einum mánuði og ákváðum að hafa þau á íslensku. Ég samdi lagið Before, sem er frægasta lagið með Vök í dag, fyrir lokaverkefni í Tónlistarskóla Kópavogs og við fluttum það líka. Einhvern veginn endum við svo á því að sigra þá keppni og það var mjög súrrealískt.“ Út frá þessu byrjar svo boltinn að rúlla hjá sveitinni og segir Margrét Músíktilraunir hafa verið mjög góður stökkpallur á þeim tíma. „Við fengum mikinn meðbyr. Mjög stuttu síðar fengum við plötusamning við plötuútgáfuna Record Records.“ Margrét Rán hlustaði mikið á raftónlist og hefur það mótað hana sem tónlistarkonu. Þegar Vök sigraði Músíktilraunir fór boltinn að rúlla hjá sveitinni.Vísir/Vilhelm Stöðugt að ögra sér með því að stíga á svið Margrét á í örlítið flóknu sambandi við sviðið og hefur undanfarin ár svolítið verið að endurskilgreina það samband. „Við vorum að koma fram í fyrsta skipti sem hljómsveit á Músíktilraunum og ég man að ég var gjörsamlega að drepast á sviðinu. Ég hef síðan þá verið að læra að vera á sviði því ég er alveg ótrúlega mikill introvert. Ég þrífst ekkert endilega á því að fá athygli en ég hef verið á mjög virkan hátt að vinna í því að fíla það að vera í sviðsljósinu og það hefur breyst heilmikið á undanförnum árum.“ Blaðamaður spyr þá hvort það hefði verið auðveldara að velja frekar að starfa á bak við tjöldin í tónlistinni. „Ég hef einmitt einhvern veginn alltaf sóst í þetta, að vera á sviðinu, en á sama tíma verið í smá klemmu,“ segir Margrét hlæjandi. „Ég er alveg týpan sem vill vera aftast í herberginu en þetta er greinilega eitthvað sem kallar á mig. Þetta er líka svo mikið adrenalín sem ég er greinilega svolítið mikið fyrir. Svo hefur maður líka lært svo mikið inn á sjálfa sig og ég tala nú ekki um eftir að hafa fengið GusGus verkefnið. Þar er ég líka algjörlega að kynnast nýrri persónu innra með mér. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að kynnast nýrri Margréti í þessu verkefni.“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Rán (@margretranmagnus) Plantaði mikilvægu fræi Aðspurð hvernig samstarfið við GusGus hófst segist Margrét hafa kynnst Bigga Veiru, meðlimi GusGus, árið 2015. „Biggi mixaði Vök plötuna Circles og setti sína geggjuðu próduction galdra á hana. Hann gerði stórkostlega hluti fyrir þá plötu og hún er enn í dag eitt af mínum uppáhalds verkum. Svo kemur hann á útgáfutónleikana hjá Vök 2019 þegar við vorum að gefa út plötuna okkar In The Dark. Platan var svolítið undir innblæstri 80’s tímabilsins og í kjölfar útgáfunnar hafði hann einmitt sent mér línu um að hann dýrkaði þessa plötu. Eftir tónleikana kemur hann svo og þakkar mér fyrir, við spjöllum saman og svo segi ég við hann þegar við erum að kveðjast: Svo heyrirðu bara í mér þegar þú vilt að ég syngi inn á eitthvað GusGus lag. Mig var búið að dreyma um að vinna með GusGus og hver elskar ekki GusGus? Það er eitthvað dýpi í þessari hljómsveit sem ég hef alltaf svo mikið tengt við. Raddirnar plús raftónlistin saman í eitt, þetta er eitthvað bara af öðrum heimi.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við titillag plötunnar In The Dark: Margrét segist því hafa plantað þessu fræi hjá honum og viku síðar hefur hann samband og sendir henni demo af laginu Higher. Margrét byrjaði að leika sér með það og segist ekkert endilega hafa haft fulla trú á því. „Ég sendi þetta svo á Bigga og Daníel Ágúst, þeir hringja í mig að mig minnir um kvöldið samdægurs og þeir voru þvílíkt ánægðir. Ég man að ég var smá efins með mig og spurði hvort þeir fíluðu þetta í alvöru en þeir svöruðu bara að þetta væri geggjað. Svo snake-uðu þeir mér einhvern veginn bara inn í bandið. Þetta var ekkert formlegt boð þar sem þeir spurðu: Langar þig að vera með í Gusgus? Þeir héldu áfram að heyra í mér með mismunandi verkefni og án þess að ég í raun áttaði mig á því var ég svolítið komin inn í bandið. Svo spurðu þeir mig hvort mig langaði að túra með þeim, sem ég var til í. Þannig að þetta gerðist skemmtilega ómeðvitað.“ Margrét Rán segir að hún hafi í raun ómeðvitað orðið hluti af Gusgus.Vísir/Vilhelm Á sínum ferli hefur Margrét einmitt verið ófeimin við að sá fræjum og segir að það sé mikilvægt að vera óhrædd við að segja hvað sig langi að gera. Hún hefur nú spilað víða um Evrópu með GusGus ásamt því að troða upp hér heima. Næstu helgi eru einmitt fernir GusGus tónleikar í Eldborg í Hörpu og er uppselt á þá alla. „Þetta er stórkostlegt. Ég lít auðvitað ekkert á þetta sem mína velgengni en það er gaman og mikill heiður að fá að vera með í vegferðinni.“ Hún segir einnig móttökurnar engum líkar og rifjar upp tónleikana í Eldborg fyrir ári. „Þegar ég tók Higher voru svo mikil fagnaðarlæti og það sungu allir með öllu laginu. Við vorum öll bara vá. Þetta algjörlega náði til Íslendinga. Það er líka ótrúlega skemmtilegt með þetta lag að ég sá þetta ekki sem síngúl en það er alltaf svo gaman þegar að tónlistin getur komið manni svona á óvart. Reyndar var líka myndbandið ekkert eðlilega nett,“ segir Margrét og hlær. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Kom aldrei til greina að feta annan veg Þrátt fyrir að hafa verið smeik við sviðið og átt erfið gigg sem unglingur segir Margrét að draumurinn hafi alltaf verið skýr. „Frá því ég man eftir mér var ég að secret-a að ég væri bara í Hollywood og væri búin að meika það. En samt var ég á sama tíma til baka, með svolítið háværan loddaralíðan (e. imposter syndrome) og hugsaði afhverju ættir þú að meika það? En frá því ég var lítil þá var þetta bara draumurinn. Það meikar ekkert annað sens fyrir mér. Það hefur bara aldrei komið til greina hjá mér að feta annan veg.“ Á sama tíma og Margrét tók þátt í Samfés kom hún fram á árshátíð fyrir framhaldsskólann á Akranesi. „Ég var þarna í áttunda bekk að spila fyrir framhaldsskólanema sem var alveg stórt. Ég man að ég klúðraði textanum og mér fannst það alveg ferlegt. Þarna hugsaði ég bara ókei ég á ekki að vera í þessu, þannig að ég setti þetta svolítið á hilluna þangað til ég fann að ég var tilbúin aftur og tók þá þátt í Músíktilraunum. Ég held að þetta hafi verið lúmskt tráma fyrir mig sem unglingur og ég einhvern veginn ákvað að ég ætti bara ekki að vera á sviði. Þetta situr svo rosalega í manni. Á þessum tíma fór fór lífið svo út í það að vera unglingur og koma út úr skápnum þannig að ég hafði nóg að gera.“ Margrét Rán var ung að árum þegar hún kýldi á tónlistina en dró sig svo í hlé í nokkur ár. Hún hafði í nægu að snúast við til dæmis það að vera unglingur og koma út úr skápnum. Vísir/Vilhelm Örlagaríkt sumar fyrir 10. bekk Margrét kom út úr skápnum sumarið fyrir tíunda bekk. „Það er skrýtið að líta til baka því mér líður eins og ég hafi verið samkynhneigð frá því að ég man eftir mér. Ég var alltaf skotin í stelpum bara alveg frá því ég var í leikskóla. Svo er eins og heilinn minn hafi bara allt í einu móttekið að ég sé lesbía, það var smá svona uppgötvun. Tilfinningin hjá mér hafði samt alltaf verið að ég væri ekki alveg venjuleg, svona í skilgreiningu samfélagsins.“ Það sem gerði útslagið hjá Margréti var þegar hún gaf því séns að byrja með strák í níunda bekk. „Ég gerði það því allar vinkonur mínar voru eitthvað að eignast kærasta og svoleiðis. Ég bjó líka á Akranesi og ég held bókstaflega að það hafi ekki verið vitað um eina lesbíu á svæðinu. En ég fann þetta svart á hvítu við að prófa að deita strák, þá áttaði ég mig á því að ég væri bara samkynhneigð.“ Í kjölfarið fór Margrét alla leið í að þróa nýtt sjálf. „Ég fer bara beint í verslunarmiðstöðina, kaupi mér Levi’s buxur og hef þær pokandi,“ segir Margrét og blaðamaður bætir kíminn við að slíkt kallist að sagga. „Ég kaupi mér líka Carhartt jakka, rokka svona hnakka hárgreiðslu og er bara ótrúlega til í þetta. Ég er bara out and proud. En það var ógeðslega erfitt og ógeðslega skrýtið. Tíundi bekkur er bara í algjöru móki hjá mér. Allt í einu kem ég eftir sumarfríið og er orðin strákaleg. Það var alveg erfitt, líka að búa í litlu samfélagi. Svo kynnist ég annarri lesbíu sem býr í Hafnarfirði og út frá því eignast ég vinahóp og smá svona samfélag. Þannig að ég ákveð að flytja í Hafnarfjörð til pabba, fer í Flensborg og þá byrjar þetta að verða auðveldara. Það skiptir máli að vera með fólk í kringum sig sem skilur mann og maður getur speglað sig í. Á þessum tíma var þetta allt öðruvísi en í dag. Ekki það að við séum á frábærum stað í dag, alls ekki, en sýnileikinn var svo takmarkaður þá.“ View this post on Instagram A post shared by Margrét Rán (@margretranmagnus) Gerir mikið upp með tónlistinni Margrét kemur þá aftur að því að líta yfir farinn veg og segist hugsa með mikilli hlýju til sín á unglingsárunum. „Það er verðmætt að geta horft til baka og verið stolt af sér. Ég er líka svolítið búin að gera upp þennan tíma í gegnum tónlistina,“ segir Margrét og nefnir sem dæmi síðustu plötu sem Vök gaf út, sem heitir eftir hljómsveitinni. „Það er mjög gott að geta gert upp þetta tímabil og ég er algjörlega búin að fara í gegnum það. Þetta var átakanlegt. Maður heyrir fólk tala um það í dag að maður hafi það svo gott og spyrja hvort það sé ekki bara beisik að vera samkynhneigð í dag.“ Margrét segir að það sé kannski auðveldara að koma út í dag en það sé samt svolítið marglaga. „Við þurfum stöðugt að vera meðvituð og ég verð líka að leyfa mér að vera meðvituð um það sem ég gekk í gegnum. Því það var mjög erfitt og það hjálpar ekkert að gera lítið úr því.“ Blaðamaður spyr hana þá hvort það sé ekki heilandi tilhugsun að vita að hún sé mögulega fyrirmynd fyrir ungt hinsegin fólk og jafnvel sú fyrirmynd sem hana skorti í æsku. „Bara við það að ímynda mér það að ég geti haft jákvæð áhrif þá finnst mér ég búin að vinna. Það er ótrúlega verðmætt að geta hjálpað öðrum með því að ryðja aðeins brautina fyrir því að fólk geti verið nákvæmlega það sjálft. Því það getur tekið á.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Tension frá árinu 2015: Auðvelt að vera berskjölduð Margrét leyfir sér að syngja um persónulega hluti og finnst það gjarnan einn besti vettvangurinn til að vinna úr tilfinningum sínum. „Að vera berskjölduð í tónlistinni er það sem mér finnst í raun hvað auðveldast. Samt hafa alveg komið upp flókin móment, þar sem ég er til dæmis spurð um hvern ég er að semja, segir Margrét kímin og bætir við að það geti stundum verið flókið að útskýra það. Stundum þarf maður bara að gera eitthvað eldgamalt upp. Ég hef samið lag sem snýst um að vera í ástarsorg, eftir að ég byrjaði með Bryndísi. En það er þá bara blanda af alls konar úr fortíðinni sem ég sæki innblástur í. Ástarsorg getur til dæmis verið að missa vin úr lífi sínu, sem ég hef gengið í gegnum. Svo er bara alltaf gott að semja angistarlag, bæði er það heilandi og það geta allir tengt við það.“ Margrét og Andri Már unnu mikið saman fyrstu árin af Vök. Andri hætti í hljómsveitinni fyrir nokkrum árum og segir Margrét það hafa tekið á sig. „Það var ótrúlega leiðinlegt því við vorum bestu vinir.“ Margrét Rán nýtir tónlistina til að gera ýmislegt upp úr fortíðinni.Vísir/Vilhelm Glöð að vera skíthrædd við ruglið Talið berst nú að bransalífinu, sem hefur ekki alltaf verið þekkt fyrir að vera það heilsusamlegasta. Margrét hefur þó alla tíð reynt að vera skynsöm og hugsa vel um sig. „Ég hef alltaf reynt að halda mig frá öllu rugli og ég held að það stafi aðallega að því að ég verð alveg hrikalega þunn, sem er eiginlega bara heppilegt,“ segir Margrét kímin. „Þannig að ég hef haldið mig frá mikilli drykkju og ég hef aldrei prófað dóp, líka af því að ég er skíthrædd við það. Ég hef því í raun aldrei laðast að þessum lífsstíl en ég sé algjörlega hversu auðvelt það er að feta þann veg. Það er bara huggulegt að fá sér einn bjór eða vínglas en ég hef aldrei þörf á því að ganga neitt lengra. Þessi bransi er mjög slæmur fyrir fólk sem á við fíknivanda. Þetta er út um allt. Maður mætir baksviðs og þar er fullur kælir.“ Þegar Margrét var að koma út sem unglingur segist hún hafa byrjað svolítið að fara út að skemmta sér en þó hafi alltaf verið stoppari hjá henni. „Ég verð alltaf að hafa stjórn og ég vil ekki missa tökin. Þess vegna hefur það alltaf verið þannig hjá mér að mig langar ekki í fíkniefni eða að verða of drukkin. Það er líka bara svo erfitt að vera í kringum manneskjur sem eru algjörlega í ruglinu og maður hefur upplifað það. Þetta bara rústar lífum. Þannig að ég er mjög glöð að vera skíthrædd við þetta.“ Margrét Rán segist skíthrædd við dópið, hefur aldrei neytt fíkniefna og finnst best að geta alltaf haft stjórn. Vísir/Vilhelm Móðurhlutverkið engu líkt Margrét Rán er í sambúð með Bryndísi Hrönn en þær byrjuðu saman um Verslunarmannahelgina árið 2017. Saman eiga þær stúlkuna Eneu Rán sem fæddist í maí síðastliðnum. Margrét segir móðurhlutverkið stórkostlegt og klikkað á sama tíma og lífið hafi sannarlega breyst mikið á síðustu mánuðum. „Maður er algjörlega að læra á lífið upp á nýtt. Þetta er svo magnað að ég bara á ekki til orð. Við Bryndís horfum stundum á hvor aðra og horfum svo á barnið og erum bara við eigum þetta barn! Hún er svo ótrúlega sæt og þetta er þvílíkur lukkupottur. En ég viðurkenni alveg að fyrstu mánuðurnir voru mjög erfiðir. Hún var með mikla magakveisu og það var svo margt sem við þurftum að læra. En núna erum við bara í skýjunum, hún er svo skemmtileg og það er svo gaman að vera í kringum hana.“ View this post on Instagram A post shared by Vo k (@vokmusic) Margrét segist ekki alltaf hafa séð fyrir sér að stofna fjölskyldu og í raun hafi hún fyrst byrjað að sjá það fyrir sér eftir að hún kynntist Bryndísi. „Þegar ég hringdi í mömmu og sagði henni að þetta væri að fara að gerast þá var hún svo ótrúlega glöð og var þá sérstaklega ánægð að arfleifðin héldi áfram aðra kynslóð. Því ég er einkabarn mömmu minnar megin þannig að þetta voru mikil gleðitíðindi fyrir hana,“ segir Margrét brosandi. Að sögn Margrétar vinnur það vel með henni og Bryndísi hve ólíkar þær eru og lýsir hún þeim sem andstæðunum yin og yang. „Bryndís virðir algjörlega allt sem ég er að gera og hún er minn allra stærsti aðdáandi. Við erum náttúrulega að læra allt upp á nýtt núna, finna nýjan takt og allir nýbakaðir foreldrar kannast örugglega við það. Ég er búin að þurfa að túra dálítið síðan að Enea fæddist en við eigum líka besta fólk í heimi að, fjölskyldurnar okkar eru algjörlega ómetanlegar.“ Margrét Rán og Bryndís Hrönn á Iceland Airwaves í fyrra.Dóra/Vísir Mikilvægt að fólk sé meðvitað um spurningarnar sem það spyr Margrét segir að barnseignaferlið hafi verið bæði skrýtið og stórkostlegt en hefur orð á því að fólk hafi leyft sér að spyrja jafnvel svolítið óviðeigandi spurninga. „Ég hef kannski ekkert endilega upplifað mikla fordóma í garð okkar Bryndísar en maður finnur þetta samt stundum svolítið frá samfélaginu. Bryndís lenti meðal annars í því að rekast á mann sem hún kannaðist við. Þegar hún deildi því með honum að hún og Margrét ættu von á barni lét hann út úr sér: Nú, er hún með typpi? Ég varð svo reið yfir þessu að það sauð á mér. Það er eitthvað svo sturlað hvað fólk getur stundum látið út úr sér og það er algjörlega fáránlegt hvað fólk stundum leyfir sér að spyrja mann. Ætli fordómarnir birtist ekki svolítið þar líka.“ Hún segir að athugasemdir og spurningar geti verið alls konar og jafnvel aðeins óáþreifanlega óþægilegar. „Maður veltir fyrir sér bara afhverju ert þú, einhver Jón út í bæ sem ég kannski þekki varla, að leyfa þér að spyrja mig út í til dæmis sæðisgjafa. Mér finnst það svo skrýtið. Mér finnst að fólk þurfi að bera virðingu fyrir því að þetta getur verið bæði viðkvæmt og persónulegt mál. Mér finnst við líka þurfa að vera svolítið mikið að leiðrétta fólk, sem ætti náttúrulega ekki að vera í okkar verkahring. Auðvitað skil ég alveg að fólk hefur kannski ekkert verið í kringum annað fólk sem hefur gengið í gegnum þetta ferli. Þannig að ég er ekkert strax að detta í að verða brjáluð í viðbrögðum en ég velti alveg fyrir mér afhverju fólk er að spyrja mig út í þetta og afhverju það heldur að það hafi tilkall til þess. Ég held að það sé bara mikilvægt að fólk taki þetta til sín og sé meðvitað um hvað það er að spyrja og svoleiðis. Þó að við séum samkynhneigðar og búnar að ganga í gegnum einhverja reynslu þá erum við ekki skyldugar til að veita upplýsingar um allt okkar persónulega líf. Auðvitað er ég stundum bara í stuði til að ræða við fólk um mitt líf á mínum forsendum en það er ekki í lagi að spyrja að hverju sem er.“ Margrét Rán segir að fólk leyfi sér oft að spyrja spurninga sem eru persónulegar og hvetur fólk til að vera meðvitað um þetta, það kemur okkur ekki allt við. Vísir/Vilhelm „Enginn fjandans karl í sambandinu“ Hún segir einnig að fordómarnir geti verið svo marglaga og það sé erfitt að muna eftir þeim úr fortíðinni, þar sem þetta spannar svo langan tíma. „Ég er auðvitað að fylgjast með því sem er í gangi í samfélaginu og þetta er allt svo ótrúlega leiðinlegt. Það er svo erfitt að fylgjast með til dæmis kommentum á netinu sem einkennast einfaldlega af hatri og eitri. Það virðist vera sem að heimurinn sé að taka risastórt skref aftur á bak á liggur við öllum sviðum í réttindabaráttu en ég vona svo innilega að við förum þrjú stór skref áfram í kjölfarið.“ Þá berst talið einnig að algengri spurningu sem fólk leyfir sér að spyrja þar sem gefið er til kynna að það þurfi alltaf að vera einn sem er karlinn í sambandinu. „Það er enginn fjandans karl í sambandinu. Þetta skiptir ekki máli og kemur öðrum ekki við. Ég held að það að vera hinsegin sé eitthvað sem ég er hvað stoltust af í lífinu. Ég elska það. Mér finnst það svo magnað og það að vera tvær konur saman, mér finnst það bara fallegast í heimi. Tvær kvenorkur saman, þetta er bara dásamlegt og best.“ Stöðug þróun framundan Margrét Rán situr svo sannarlega vel í sjálfri sér og lítur björtum augum til framtíðarinnar. „Ég passa mig rosa mikið að vera alltaf á tánum og opin fyrir nýjum hugmyndum. Mér finnst gott að pæla í næsta skrefi og skoða hvað ég get gert betur og hvernig ég get þróast. Mér finnst ótrúlega gaman að vera í tónlist og ég er stolt af því sem ég hef gert en ég ætla samt að leyfa mér að vera opin fyrir nýjum hlutum. Jafnvel fara í leiklist einn daginn eða eitthvað allt annað. Mig langar líka að læra að DJa. Eins og staðan er núna er ég í GusGus og Vök og hef verið að gera kvikmyndatónlist fyrir heimildamyndir. Draumurinn er að gera tónlist fyrir leikna bíómynd eða leikna þætti, það er markmiðið. Mér finnst líka alltaf ótrúlega gaman að læra eitthvað nýtt. Rauði þráðurinn í gegnum þetta allt saman er að hætta aldrei að læra. Það er svo auðvelt að staðna og maður vill það ekki.“ Margrét Rán hefur brennandi áhuga á að læra nýja hluti og þróast stöðugt sem listakona. Hún er opin fyrir framtíðinni og útilokar meira að segja ekki að gefa út annað rapplag. Vísir/Vilhelm Útilokar ekki annað rapplag Fyrir um þrettán árum síðan gaf Margrét Rán út rapplag ásamt Emmsjé Gauta og Röggu Hólm sem heitir Það er komið sumar og hefur lagið allar götur síðan verið vinsæll sumarsmellur. Blaðamaður leyfir sér að lokum að spyrja hvort hún sjái fyrir sér að gefa einhvern tíma aftur út rapplag. „Heyrðu, það er aldrei að vita. Þetta lag hefur heldur betur lifað áfram og það er magnað að sjá hvað það er mikið af fólki sem elskar þetta lag. Ég tók það live í sumar á Emmsjé Gauta tónleikunum með Röggu Hólm og Emmsjé og það var geðveikt. Þannig að já, ég er til í það,“ segir Margrét Rán hlæjandi að lokum. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Það er komið sumar:
Tónlist Hinsegin Ástin og lífið Tónleikar á Íslandi Menning Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira