Upplýsingafundur um jarðhræringarnar í Hljómahöll í kvöld Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 13:40 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, bindur vonir við að íbúar öðlist meiri öryggiskennd eftir upplýsingafund um jarðhræringarnar. Í hinu sögufræga félagsheimili Stapa, stærsta sal Hljómahallar, verður haldinn upplýsingafundur vegna jarðhræringa og landriss við Grindavík. Fundurinn hefst klukkan átta en einnig verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á fréttavef okkar Vísi og í sjónvarpinu á stöð 2 Vísi. Íbúar og atvinnurekendur svæðisins munu fá tækifæri til að bera fram allar þær spurningar sem á þeim brenna um jarðhræringarnar. Í síðustu viku var sambærilegur fundur haldinn fyrir íbúa Grindavíkur sem eru næst virkninni. Tvær almannavarnarnefndir eru að störfum á svæðinu, önnur í Grindavík og hin er sameiginleg fyrir Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar stýrir fundinum. „Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður til þess að veita upplýsingar til íbúa og annarra sem áhuga kunna að hafa. Eftir að frummælendur, sem koma víða að, hafa lokið sínum erindum þá verður opnað fyrir spurningar og fundagestir geta þá lagt spurningar fyrir frummælendur sem verða frá Veðurstofu, Almannvörnum, Ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri og fleiri. Orkufyrirtækin verða þarna bæði, HS Veitur og Hs Orka,“ segir Kjartan. Á Facebooksíðu Reykjanesbæjar geta þeir sem heima sitja sent inn spurningar og reynt verður að koma þeim öllum á framfæri. Í lok fundarins verður gerð samantekt á pólsku fyrir pólskumælandi íbúa. „Sem eru náttúrulega fjölmargir hér á Suðurnesjum þannig að við erum svona að veita íbúum upplýsingar og vonandi betri og meiri öryggistilfinningu að fundi loknum.“ Kjartan segir að áhyggjur íbúa séu að mestu bundnar við vatns- og orkumál. „En hér norðar á Reykjanesskaganum eru þetta meiri vangaveltur um hvernig við leysum það ef við missum heitt og kalt vatn og rafmagn ef orkuverið í Svartsengi skemmist eða fer undir hraun. Þá þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt hér. Það er svona sá ótti og áhyggjur sem helst liggur á fólki,“ segir Kjartan. Áframhaldandi landris og skjálftavirkni Skjálftavirknin í nótt var sambærileg þeirri sem einkenndi fyrrinótt en heldur færri stærri skjálftar riðu yfir á Reykjanesinu. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það hafa mælst um 550 skjálftar á svæðinu frá því á miðnætti en aðeins tveir þeirra hafa mælst yfir þremur að stærð þannig að skjálftavirkni heldur áfram á svæðinu.“ Annar þeirra stóru reið yfir klukkan hálf eitt í nótt og mældist 3,4 að stærð og hinn laust eftir klukkan fimm og mældist 3 að stærð. GPS mælar við fjallið Þorbjörn sýna að landrisið heldur áfram á svipuðu róli og verið hefur. „Kvikusöfnunin heldur áfram og er á þessu fimm kílómetra dýpi á svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Ef miðað er við upphafsdag atburðarásarinnar 27. október til dagsins í dag, hefur land risið nokkuð jafnt þó hraðinn í ferlinu hafi breyst á milli daga en það er búist áfram við kviðukenndri skjálftavirkni á meðan við erum að greina þessa kvikusöfnun.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. 8. nóvember 2023 09:00 Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn. 8. nóvember 2023 07:12 „Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7. nóvember 2023 19:36 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Íbúar og atvinnurekendur svæðisins munu fá tækifæri til að bera fram allar þær spurningar sem á þeim brenna um jarðhræringarnar. Í síðustu viku var sambærilegur fundur haldinn fyrir íbúa Grindavíkur sem eru næst virkninni. Tvær almannavarnarnefndir eru að störfum á svæðinu, önnur í Grindavík og hin er sameiginleg fyrir Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Voga. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar stýrir fundinum. „Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður til þess að veita upplýsingar til íbúa og annarra sem áhuga kunna að hafa. Eftir að frummælendur, sem koma víða að, hafa lokið sínum erindum þá verður opnað fyrir spurningar og fundagestir geta þá lagt spurningar fyrir frummælendur sem verða frá Veðurstofu, Almannvörnum, Ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri og fleiri. Orkufyrirtækin verða þarna bæði, HS Veitur og Hs Orka,“ segir Kjartan. Á Facebooksíðu Reykjanesbæjar geta þeir sem heima sitja sent inn spurningar og reynt verður að koma þeim öllum á framfæri. Í lok fundarins verður gerð samantekt á pólsku fyrir pólskumælandi íbúa. „Sem eru náttúrulega fjölmargir hér á Suðurnesjum þannig að við erum svona að veita íbúum upplýsingar og vonandi betri og meiri öryggistilfinningu að fundi loknum.“ Kjartan segir að áhyggjur íbúa séu að mestu bundnar við vatns- og orkumál. „En hér norðar á Reykjanesskaganum eru þetta meiri vangaveltur um hvernig við leysum það ef við missum heitt og kalt vatn og rafmagn ef orkuverið í Svartsengi skemmist eða fer undir hraun. Þá þurfum við að hugsa þetta upp á nýtt hér. Það er svona sá ótti og áhyggjur sem helst liggur á fólki,“ segir Kjartan. Áframhaldandi landris og skjálftavirkni Skjálftavirknin í nótt var sambærileg þeirri sem einkenndi fyrrinótt en heldur færri stærri skjálftar riðu yfir á Reykjanesinu. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það hafa mælst um 550 skjálftar á svæðinu frá því á miðnætti en aðeins tveir þeirra hafa mælst yfir þremur að stærð þannig að skjálftavirkni heldur áfram á svæðinu.“ Annar þeirra stóru reið yfir klukkan hálf eitt í nótt og mældist 3,4 að stærð og hinn laust eftir klukkan fimm og mældist 3 að stærð. GPS mælar við fjallið Þorbjörn sýna að landrisið heldur áfram á svipuðu róli og verið hefur. „Kvikusöfnunin heldur áfram og er á þessu fimm kílómetra dýpi á svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Ef miðað er við upphafsdag atburðarásarinnar 27. október til dagsins í dag, hefur land risið nokkuð jafnt þó hraðinn í ferlinu hafi breyst á milli daga en það er búist áfram við kviðukenndri skjálftavirkni á meðan við erum að greina þessa kvikusöfnun.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. 8. nóvember 2023 09:00 Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn. 8. nóvember 2023 07:12 „Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7. nóvember 2023 19:36 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. 8. nóvember 2023 09:00
Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn. 8. nóvember 2023 07:12
„Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“ Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara. 7. nóvember 2023 19:36
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent