„Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 12:09 Lilja Ósk, íbúi í Grindavík náði hljóðbroti af drununum á heimili hennar þegar skjálfti reið yfir í nótt. Hér er hún ásamt börnunum sínum. Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. Lilja tók meðfylgjandi myndband þegar skjálfti af stærðinni 4.1 gekk yfir um klukkan hálf eitt í nótt. Hún, líkt og fjölmargir íbúar Grindavíkur, svaf ekki mikið í nótt vegna fjölda kröftugra skjálfta. „Nóttin var vægast sagt hræðileg. Þetta var linnulaust í tvo klukkutíma, þessar drunur. Manni stendur nú ekki alveg á sama,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hljóðið í íbúum bæjarins sé ekki gott. „Fólk er náttúrulega bara rosalega skelkað. Þetta tekur rosalega á. Maður getur einhvernveginn ekkert undirbúið sig undir skjálfta, hann kemur alltaf jafn mikið á óvart. Svo er maður að bíða eftir að það komi stærri. Þetta er svolítið skrítið ástand.“ „Þetta verður allt í lagi“ Dæmi eru um íbúa í Grindavík sem hafa flúið bæinn, hafa farið í sumarbústaði eða til ættingja eða vina. Þrátt fyrir allt hyggst Lilja ekki gera það og ætlar að vera áfram heima. „Mér finnst eiginlega betra að vera hér. Ég hugsaði það samt í síðustu hrynu, þá var ég komin á það að fara. En ég er einhvern veginn öllu rólegri núna.“ Íbúar í Grindavík eru margir svefnvana eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Í fyrstu tveimur hrynunum telur Lilja að skortur á upplýsingum hafi hrætt fólk. Nú viti fólk meira og treysti því að verið sé að gera allt sem hægt er að gera. Það gerist ekkert hræðilegt. Maður fer svolítið inn í það þannig að þetta verði allt í lagi. Í færslu á Facebook segist hún hafa farið í gegnum marga rússíbana af tilfinningum og hræðslu. „Taugakerfið er orðið ansi marið og það þarf ekki nema bílhurð að skella til að maður kippist við.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Lilja tók meðfylgjandi myndband þegar skjálfti af stærðinni 4.1 gekk yfir um klukkan hálf eitt í nótt. Hún, líkt og fjölmargir íbúar Grindavíkur, svaf ekki mikið í nótt vegna fjölda kröftugra skjálfta. „Nóttin var vægast sagt hræðileg. Þetta var linnulaust í tvo klukkutíma, þessar drunur. Manni stendur nú ekki alveg á sama,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hljóðið í íbúum bæjarins sé ekki gott. „Fólk er náttúrulega bara rosalega skelkað. Þetta tekur rosalega á. Maður getur einhvernveginn ekkert undirbúið sig undir skjálfta, hann kemur alltaf jafn mikið á óvart. Svo er maður að bíða eftir að það komi stærri. Þetta er svolítið skrítið ástand.“ „Þetta verður allt í lagi“ Dæmi eru um íbúa í Grindavík sem hafa flúið bæinn, hafa farið í sumarbústaði eða til ættingja eða vina. Þrátt fyrir allt hyggst Lilja ekki gera það og ætlar að vera áfram heima. „Mér finnst eiginlega betra að vera hér. Ég hugsaði það samt í síðustu hrynu, þá var ég komin á það að fara. En ég er einhvern veginn öllu rólegri núna.“ Íbúar í Grindavík eru margir svefnvana eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Í fyrstu tveimur hrynunum telur Lilja að skortur á upplýsingum hafi hrætt fólk. Nú viti fólk meira og treysti því að verið sé að gera allt sem hægt er að gera. Það gerist ekkert hræðilegt. Maður fer svolítið inn í það þannig að þetta verði allt í lagi. Í færslu á Facebook segist hún hafa farið í gegnum marga rússíbana af tilfinningum og hræðslu. „Taugakerfið er orðið ansi marið og það þarf ekki nema bílhurð að skella til að maður kippist við.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23
„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30