Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 12:33 Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir að enn sem komið er séu engin merki um að kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni. Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. Alls hafa 1400 skjálftar mælst á síðasta sólarhring. Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta hafa verið brotaskjálfta. Því stærri sem aðalskjálftinn er hverju sinni þeim mun stærri verði eftirskjálftarnir eins og raun bar vitni í nótt. „Það sem við sjáum fyrst og fremst þarna er stór skjálfti og svo eftirskjálftavirkni en það tengist kvikuinnskotinu vegna þess að það eru spennubreytingar sem koma honum af stað en við sjáum ekki nein merki um að þetta hafi komið kviku af stað eða að kvika sé farin að færast ofar í jarðskorpunni. Það er þetta stöðuga landris sem við sjáum.“ Er engin aukning á hraða landrissins eftir þann stóra sem reið yfir í nótt? „Það tekur smá tíma að sjá það,“ segir Benedikt og útskýrði að fleiri gögn þyrfti til að meta hvort hraðinn hafi aukist á landrisinu. Stærðskjálfta á hverju landsvæði fyrir sig er undir því komin hversu þykkur brotakenndi hluti jarðskorpunnar er. Er ekki dálítið óvanalegt að svona stór skjálfti hafi orðið á þessu svæði? „Þetta svæði er metið þannig að það geti borið skjálfta allt upp í 5,5 að stærð og jafnvel aðeins stærri. Við búumst ekki við stórum skjálftum yfir 6 þarna en við búumst við skjálftum, fimm komma eitthvað,“ segir Benedikt. Hamfaraskjálftar sé því ekki inn í myndinni á Reykjanesinu. Benedikt segir að starfsmenn Veðurstofunnar fylgist vel með þróun mála og að í þessum töluðu orðum sé verið að koma fyrir fleiri GPS mælum við Þorbjörn. Hann segir að umræðan í samfélaginu um yfirstandandi jarðhræringar hafi einkennst mjög af tali um allra verstu sviðsmyndina sem engin söguleg gögn séu um að hafi áður gerst en hann útilokaði þú ekki að hún gæti raungerst. Hún sé einfaldlega ekki líklegust. „Líklegasta niðurstaðan er að þetta hætti og ef það fer af stað atburðarás sem endar í gosi þá er lang líklegast að hún taki talsvert marga klukkutíma og jafnvel daga, það er bara það sem reynslan úr öðrum gosum fyrri ára segir okkur,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir aðspurð í samtali við fréttastofu að breytingar á almannavarnastigi sé alltaf í skoðun. Málið snúist um hvort kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni sem vísindamenn segja að ekki bendi til á þessari stundu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Alls hafa 1400 skjálftar mælst á síðasta sólarhring. Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta hafa verið brotaskjálfta. Því stærri sem aðalskjálftinn er hverju sinni þeim mun stærri verði eftirskjálftarnir eins og raun bar vitni í nótt. „Það sem við sjáum fyrst og fremst þarna er stór skjálfti og svo eftirskjálftavirkni en það tengist kvikuinnskotinu vegna þess að það eru spennubreytingar sem koma honum af stað en við sjáum ekki nein merki um að þetta hafi komið kviku af stað eða að kvika sé farin að færast ofar í jarðskorpunni. Það er þetta stöðuga landris sem við sjáum.“ Er engin aukning á hraða landrissins eftir þann stóra sem reið yfir í nótt? „Það tekur smá tíma að sjá það,“ segir Benedikt og útskýrði að fleiri gögn þyrfti til að meta hvort hraðinn hafi aukist á landrisinu. Stærðskjálfta á hverju landsvæði fyrir sig er undir því komin hversu þykkur brotakenndi hluti jarðskorpunnar er. Er ekki dálítið óvanalegt að svona stór skjálfti hafi orðið á þessu svæði? „Þetta svæði er metið þannig að það geti borið skjálfta allt upp í 5,5 að stærð og jafnvel aðeins stærri. Við búumst ekki við stórum skjálftum yfir 6 þarna en við búumst við skjálftum, fimm komma eitthvað,“ segir Benedikt. Hamfaraskjálftar sé því ekki inn í myndinni á Reykjanesinu. Benedikt segir að starfsmenn Veðurstofunnar fylgist vel með þróun mála og að í þessum töluðu orðum sé verið að koma fyrir fleiri GPS mælum við Þorbjörn. Hann segir að umræðan í samfélaginu um yfirstandandi jarðhræringar hafi einkennst mjög af tali um allra verstu sviðsmyndina sem engin söguleg gögn séu um að hafi áður gerst en hann útilokaði þú ekki að hún gæti raungerst. Hún sé einfaldlega ekki líklegust. „Líklegasta niðurstaðan er að þetta hætti og ef það fer af stað atburðarás sem endar í gosi þá er lang líklegast að hún taki talsvert marga klukkutíma og jafnvel daga, það er bara það sem reynslan úr öðrum gosum fyrri ára segir okkur,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir aðspurð í samtali við fréttastofu að breytingar á almannavarnastigi sé alltaf í skoðun. Málið snúist um hvort kvika sé að færast ofar í jarðskorpunni sem vísindamenn segja að ekki bendi til á þessari stundu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
„Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09
„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30