Hafnar því að hafa útilokað Önnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 16:16 Heimir segir að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum um breytta gjaldskrá leikskóla á Akureyri. Vísir Formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar hafnar því að hafa útilokað formann verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju á fræðslufundi á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu um breytingar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag. Anna Júlíusdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segir í samtali við Akureyri.net að upplifun sín af fundinum hafi verið hræðileg. Þá segir hún að slökkt hafi verið á hljóðinu þegar hún hafi ætlað að tjá sig um málið. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, segir í samtali við Vísi að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum. Bitni helst á konum Um var að ræða þrjá fræðslufundi sem haldnir voru í gegnum fjarskiptaforritið með íbúum á þriðjudaginn. Þar voru umfangsmiklar breytingar kynntar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar, að því er segir í umfjöllun Akureyri.net. Breytingarnar taka gildi eftir áramót. Um er að ræða sömu breytingar og gerðar voru í Kópavogi þar sem sex tímar á hverjum degi eru gjaldfrjálsir. Þær hafa ekki reynst óumdeildar en foreldrar í Kópavogi viðruðu áhyggjur sínar vegna málsins í samtali við Vísi í ágúst og bentu meðal annars á að flestir foreldrar vinni átta tíma vinnudag. Anna segir við Akureyri.net að fólk sem hafi verið gagnrýnið eða neikvætt í garð breytinganna hafi einfaldlega verið útilokað af fundinum og ekki fengið að halda áfram þátttöku. Hún segir stemninguna á fundinum hafa verið þunga og fólk ekki treyst sér í umræðuna. „Ég talaði um að með þessu væri algjörlega verið að þröngva konum á þann stað sem þær ættu ekki að vera á,“ segir Anna við norðlenska staðarmiðilinn. Hún segir breytingarnar fyrst og fremst bitna á konum á vinnumarkaði og möguleika þeirra á frama í starfi, því líklegra sé að lægra launaði aðilinn í sambúð muni neyðast til að stytta vinnudaginn vegna þessa aukakostnaðar. Fólk eigi marga möguleika á að lækka kostnaðinn „Þetta var upplýsingafundur og fyrirspurnir voru leyfðar. Síðan var bara fyrirspurn í gangi og þá grípur hún fram í og átti ekki orðið. Ég bað hana mjög kurteisislega um að leyfa þeim að klára sem áttu orðið og hún virti það ekki og þess vegna var hún mjútuð,“ segir Heimir. Hann hafnar því að stemningin á fundinum hafi verið þung og erfið, líkt og Anna lýsir. Heimir segir fundinn hafa verið góðan og upplýsandi. „Ég get reyndar ekki áttað mig á því að hún hafi vitað hvernig hinum 250 hafi liðið í gegnum Teams,“ segir Heimir. Hann segir að breytingarnar hafi verið lengi í bígerð á Akureyri. „Jú jú það eru skiptar skoðanir á þessu, en það hafa verið gríðarlega jákvæð viðbrögð eftir fundinn eftir að fólk fékk allar útskýringar,“ segir Heimir. Hann segir ýmsar leiðir til að draga úr kostnaði fyrir foreldra og segist hafa fengið hrós fyrir upplýsandi fund. „Það munu mjög margir fá góðan afslátt og þeir sem eru átta tíma hækka bara örlítið en geta náttúrulega sótt einu sinni, tvisvar, þrisvar í mánuði og lækkað gjöldin þannig. Það eru fullt af möguleikum til að lækka gjöldin. Einnig eru skráningardagar sem eru tuttugu dagar á ári og þá lækka gjöldin líka. Þannig að ef fólk kynnir sér þetta mjög vel þá teljum við þetta sanngjarnt fyrir alla.“ Akureyri Leikskólar Stéttarfélög Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Anna Júlíusdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segir í samtali við Akureyri.net að upplifun sín af fundinum hafi verið hræðileg. Þá segir hún að slökkt hafi verið á hljóðinu þegar hún hafi ætlað að tjá sig um málið. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, segir í samtali við Vísi að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum. Bitni helst á konum Um var að ræða þrjá fræðslufundi sem haldnir voru í gegnum fjarskiptaforritið með íbúum á þriðjudaginn. Þar voru umfangsmiklar breytingar kynntar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar, að því er segir í umfjöllun Akureyri.net. Breytingarnar taka gildi eftir áramót. Um er að ræða sömu breytingar og gerðar voru í Kópavogi þar sem sex tímar á hverjum degi eru gjaldfrjálsir. Þær hafa ekki reynst óumdeildar en foreldrar í Kópavogi viðruðu áhyggjur sínar vegna málsins í samtali við Vísi í ágúst og bentu meðal annars á að flestir foreldrar vinni átta tíma vinnudag. Anna segir við Akureyri.net að fólk sem hafi verið gagnrýnið eða neikvætt í garð breytinganna hafi einfaldlega verið útilokað af fundinum og ekki fengið að halda áfram þátttöku. Hún segir stemninguna á fundinum hafa verið þunga og fólk ekki treyst sér í umræðuna. „Ég talaði um að með þessu væri algjörlega verið að þröngva konum á þann stað sem þær ættu ekki að vera á,“ segir Anna við norðlenska staðarmiðilinn. Hún segir breytingarnar fyrst og fremst bitna á konum á vinnumarkaði og möguleika þeirra á frama í starfi, því líklegra sé að lægra launaði aðilinn í sambúð muni neyðast til að stytta vinnudaginn vegna þessa aukakostnaðar. Fólk eigi marga möguleika á að lækka kostnaðinn „Þetta var upplýsingafundur og fyrirspurnir voru leyfðar. Síðan var bara fyrirspurn í gangi og þá grípur hún fram í og átti ekki orðið. Ég bað hana mjög kurteisislega um að leyfa þeim að klára sem áttu orðið og hún virti það ekki og þess vegna var hún mjútuð,“ segir Heimir. Hann hafnar því að stemningin á fundinum hafi verið þung og erfið, líkt og Anna lýsir. Heimir segir fundinn hafa verið góðan og upplýsandi. „Ég get reyndar ekki áttað mig á því að hún hafi vitað hvernig hinum 250 hafi liðið í gegnum Teams,“ segir Heimir. Hann segir að breytingarnar hafi verið lengi í bígerð á Akureyri. „Jú jú það eru skiptar skoðanir á þessu, en það hafa verið gríðarlega jákvæð viðbrögð eftir fundinn eftir að fólk fékk allar útskýringar,“ segir Heimir. Hann segir ýmsar leiðir til að draga úr kostnaði fyrir foreldra og segist hafa fengið hrós fyrir upplýsandi fund. „Það munu mjög margir fá góðan afslátt og þeir sem eru átta tíma hækka bara örlítið en geta náttúrulega sótt einu sinni, tvisvar, þrisvar í mánuði og lækkað gjöldin þannig. Það eru fullt af möguleikum til að lækka gjöldin. Einnig eru skráningardagar sem eru tuttugu dagar á ári og þá lækka gjöldin líka. Þannig að ef fólk kynnir sér þetta mjög vel þá teljum við þetta sanngjarnt fyrir alla.“
Akureyri Leikskólar Stéttarfélög Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira