Lokun Northern Light Inn: Fjölmiðlaumfjöllun „ekki í neinu samræmi við raunveruleikann“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 19:01 Northern Light Inn hótelið í útjaðri Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Hótelið Northern Light inn, sem staðsett er við Svartsengi hefur farið að frumkvæði Bláa lónsins og verður lokað næstu vikuna. Eigandi hótelsins segir lokunina þó einungis stafa af umfjöllun fjölmiðla um ástandið á Reykjanesskaga vegna jarðhræringa. Mbl.is greindi frá þessu í dag. Friðrik Einarsson eigandi Northern Light Inn hótelsins segir að ákvörðun um að loka hótelinu fyrir gestum hafi verið tekin í kjölfar lokunar Bláa lónsins sem tók gildi í dag. Í tilkynningu frá lóninu kom fram að lokunin muni standi til klukkan sjö að morgni 16. nóvember og staðan verði metin í framhaldinu. Friðrik segir ferðamenn sem áttu bókað herbergi fá endurgreitt og að starfsmenn hótelsins muni nýta tímann til þrifa og jólaundirbúnings. „Enda er ekkert sem kallar á það að fara í burtu. Það eru engin skilyrði fyrir því. Við erum búin að vera í svipuðum skilyrðum núna í þrjú ár,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Umfjöllun ekki alltaf sönn Hann segir fjölmiðlaumfjöllun um ástandið, sem nú hefur teygt anga sína yfir landsteinana, ekki lýsa raunveruleikanum. „Sænska ríkisútvarpið er að hringja í okkur. Við fengum símtal frá þýskri ferðaskrifstofu sem hélt að við værum að farast öll í eldgosi því að þýskir fjölmiðlar tala um að eldgos sé hafið,“ segir Friðrik. „Þetta er bara gert útaf þeirri umfjöllum sem er um málið, og hún er að mínu mati ekki í neinu samræmi við raunveruleikann,“ segir hann jafnframt. Þá segir hann einhverja ferðamenn sem óskað hafa eftir að gista á hótelinu í nótt hafa fengið leyfi til þess. Hann segir rýmingaráætlanir ganga út frá því að starfsmenn yrðu mjög fljótir að tæma hótelið, kæmi til þess að rýmingar væri þörf. Þá tæki það starfsmenn um þrjár mínútur að rýma hótelið kæmi til rýmingar meðan á lokuninni stendur. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hótel á Íslandi Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Mbl.is greindi frá þessu í dag. Friðrik Einarsson eigandi Northern Light Inn hótelsins segir að ákvörðun um að loka hótelinu fyrir gestum hafi verið tekin í kjölfar lokunar Bláa lónsins sem tók gildi í dag. Í tilkynningu frá lóninu kom fram að lokunin muni standi til klukkan sjö að morgni 16. nóvember og staðan verði metin í framhaldinu. Friðrik segir ferðamenn sem áttu bókað herbergi fá endurgreitt og að starfsmenn hótelsins muni nýta tímann til þrifa og jólaundirbúnings. „Enda er ekkert sem kallar á það að fara í burtu. Það eru engin skilyrði fyrir því. Við erum búin að vera í svipuðum skilyrðum núna í þrjú ár,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Umfjöllun ekki alltaf sönn Hann segir fjölmiðlaumfjöllun um ástandið, sem nú hefur teygt anga sína yfir landsteinana, ekki lýsa raunveruleikanum. „Sænska ríkisútvarpið er að hringja í okkur. Við fengum símtal frá þýskri ferðaskrifstofu sem hélt að við værum að farast öll í eldgosi því að þýskir fjölmiðlar tala um að eldgos sé hafið,“ segir Friðrik. „Þetta er bara gert útaf þeirri umfjöllum sem er um málið, og hún er að mínu mati ekki í neinu samræmi við raunveruleikann,“ segir hann jafnframt. Þá segir hann einhverja ferðamenn sem óskað hafa eftir að gista á hótelinu í nótt hafa fengið leyfi til þess. Hann segir rýmingaráætlanir ganga út frá því að starfsmenn yrðu mjög fljótir að tæma hótelið, kæmi til þess að rýmingar væri þörf. Þá tæki það starfsmenn um þrjár mínútur að rýma hótelið kæmi til rýmingar meðan á lokuninni stendur.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hótel á Íslandi Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52
Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04