Mótmæla breytingum á leikskólagjöldum á Akureyri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 13:40 Breytingarnar á gjaldskrá leikskóla á Akureyri taka gildi eftir áramót. Vísir/Arnar Stéttarfélög á Akureyri saka meirihlutann í bænum um sjónhverfingar í leikskólamálum vegna breytinga á fyrirkomulagi leikskólagjalda fyrir árið 2024. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu sem sjö stéttarfélög skrifa undir. Líkt og Vísir greindi frá í gær voru breytingarnar kynntar á upplýsingafundum á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu síðastliðinn þriðjudag. Tvennum sögum fer af því hvernig fundurinn var. Umræddar breytingar fela í sér gjaldfrjálsan leikskóla í sex klukkustundir á dag, frá 8:00 til 14:00. Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju sagði fundinn hræðilegan í samtali við Akureyri.net. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, sagði í samtali við Vísi að fundurinn hefði verið góður og upplýsandi. Hann segir að barnafólki gefist ýmis kostur á að lækka gjöldin. Þjónusta flestra verði dýrari Í tilkynningu stéttarfélaganna segir að útspil bæjarstjórnar virðist einungis vera sjónhverfing því þjónusta sem um 95 prósenta foreldra nýti sér núna muni hækka allverulega um áramótin. Segja félögin að útfærslan muni koma barnafólki illa sama hvar það sé staðsett í tekjustiga. „Fólk með fasta viðveru á lægri launum með mörg börn hafa ekki sama sveigjanleika nema minnka við sig vinnu og eru konur mun líklegri til að minnki við sig starfshlutfall til að þurfa ekki að greiða fyrir viðbótartímann. Það er mikið og erfitt kjaftshögg eftir frábært kvennaverkfall að Akureyrarbær sé að pressa á konur til að vera í hlutastörfum.“ Mótmæla einnig hækkun almennra álaga Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri segjast mótmæla því aharðlega að verið sé að taka upp gjaldtöku sem stuðli að ójafnrétti kynjanna. Þá segjast þau einnig mótmæla því harðlega að almenn álög á bæjarbúa muni hækka um níu prósent um næstu áramót. „Þetta er mjög vont innlegg í vaxta og verðbólguumhverfið sem við búum við í dag og hvetjum við því Akureyrarbæ til að endurhugsa þessar hækkanir og sýna ábyrgð í baráttunni við að ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Byggiðn – Félag byggingamanna, Eining-Iðja, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni, Kjölur - Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Rafiðnaðarfélag Norðurlands og Sjómannafélag Eyjafjarðar. Akureyri Leikskólar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í gær voru breytingarnar kynntar á upplýsingafundum á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu síðastliðinn þriðjudag. Tvennum sögum fer af því hvernig fundurinn var. Umræddar breytingar fela í sér gjaldfrjálsan leikskóla í sex klukkustundir á dag, frá 8:00 til 14:00. Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju sagði fundinn hræðilegan í samtali við Akureyri.net. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, sagði í samtali við Vísi að fundurinn hefði verið góður og upplýsandi. Hann segir að barnafólki gefist ýmis kostur á að lækka gjöldin. Þjónusta flestra verði dýrari Í tilkynningu stéttarfélaganna segir að útspil bæjarstjórnar virðist einungis vera sjónhverfing því þjónusta sem um 95 prósenta foreldra nýti sér núna muni hækka allverulega um áramótin. Segja félögin að útfærslan muni koma barnafólki illa sama hvar það sé staðsett í tekjustiga. „Fólk með fasta viðveru á lægri launum með mörg börn hafa ekki sama sveigjanleika nema minnka við sig vinnu og eru konur mun líklegri til að minnki við sig starfshlutfall til að þurfa ekki að greiða fyrir viðbótartímann. Það er mikið og erfitt kjaftshögg eftir frábært kvennaverkfall að Akureyrarbær sé að pressa á konur til að vera í hlutastörfum.“ Mótmæla einnig hækkun almennra álaga Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri segjast mótmæla því aharðlega að verið sé að taka upp gjaldtöku sem stuðli að ójafnrétti kynjanna. Þá segjast þau einnig mótmæla því harðlega að almenn álög á bæjarbúa muni hækka um níu prósent um næstu áramót. „Þetta er mjög vont innlegg í vaxta og verðbólguumhverfið sem við búum við í dag og hvetjum við því Akureyrarbæ til að endurhugsa þessar hækkanir og sýna ábyrgð í baráttunni við að ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Byggiðn – Félag byggingamanna, Eining-Iðja, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni, Kjölur - Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Rafiðnaðarfélag Norðurlands og Sjómannafélag Eyjafjarðar.
Akureyri Leikskólar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira