Lilja Guðrún leikkona er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 16:39 Lilja Guðrún var 73 ára í sumar. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikkona er látin 73 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Lilja Guðrún fæddist 7. júlí 1950 á Akranesi, dóttir Ingunnar Valgerðar Hjartardóttur og Þorvaldar Steinasonar. Átta ára gömul flutti hún með foreldrum sínum á ættaróðalið Narfastaði í Hvalfjarðasveit hvar foreldrar hennar tóku við búskap fjölskyldunnar. Um tólf ára aldur fluttist fjölskyldan svo í Kópavoginn og festi þar rætur. Lilja lauk námi frá gagnfræðaskólanum við Lindargötu og síðan tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum leiklistarskólans SÁL árið 1972 og ein af fáum sem komst í gegnum nálaraugað í inntökuprófi að Leiklistarskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún 1978. Fyrsta hlutverk Lilju í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Mörtu í Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson árið 1979 undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Það verk ferðaðist á leikhátíðir víða um heim. Í Þjóðleikhúsinu lék hún hvert burðarhlutverkið af öðru, allt fram til starfsloka við 70 aldur, svo sem Mörtu í Hver er hræddur við Virginíu Wolf, og Höllu í Fjalla-Eyvindi og Höllu. Hún lék einnig burðarhlutverk í uppsetningum Leikfélags Akureyrar og Útvarpsleikhússins og uppsetningum sjálfstæðra leikhópa eins Alþýðuleikhússins og Lab Loka. Síðustu tvo áratugina lék hún aðal- og aukahlutverk í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta. Af bíómyndum má nefna myndirnar Börn og Foreldrar í leikstjórn Ragnar Bragason, Okkar eigin Osló í leikstjórn Reyni Lyngdal, Vonarstræti og Óróa eftir Baldvin Z, Strákunum okkar í leikstjórn Róberts Douglas, Sumarlandinu í leiksjórn Gríms Hákonarsonar og Köld slóð í leikstjórn Björns Brynjúlfs en fyrir hlutverk sitt í síðastnefndu myndinni hlaut Lilja tilnefningu til íslensku kvikmyndaverðlaunanna. Þá lék hún fjölda hlutverka í sjónvarpi eins og í Fangavaktinni, Rétti, Mannaveiðum og nú síðast Flateyjargátunni. Barátta fyrir réttlátari heimi var Lilju Guðrúnu í blóð borin. Hún var virk í verkalýðsbaráttu, sinnti trúnaðarstörfum fyrir BSRB og SFR (nú Sameyki) og tók þátt í skipulagningu verkfallsviðburða. Þá sat hún á lista Alþýðubandalagsins fyrir alþingiskosningarnar árið 1995. Lilja tók þátt í ýmsum átaksverkefnum svo sem gegn umferðarslysum og fyrir foreldra barna í vímuefnaneyslu, friðargöngum, viðburðum verkafólks og gegn kjarnorkuvá. Þá átti hún hlutabréf í Hlaðvarpanum, miðstöð kvenna gegn kynferðisofbeldi. Lilja Guðrún var fjallkona Íslands á þjóðhátíðardeginum 17. júní árið 2013, þar sem hún flutti ljóð Péturs Gunnarssonar. Dætur Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur eru Karen María Jónsdóttir f. 10. desember 1975 og Inga Valgerður Henriksen f. 20. maí 1985. Útförin verður auglýst síðar Andlát Leikhús Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Lilja Guðrún fæddist 7. júlí 1950 á Akranesi, dóttir Ingunnar Valgerðar Hjartardóttur og Þorvaldar Steinasonar. Átta ára gömul flutti hún með foreldrum sínum á ættaróðalið Narfastaði í Hvalfjarðasveit hvar foreldrar hennar tóku við búskap fjölskyldunnar. Um tólf ára aldur fluttist fjölskyldan svo í Kópavoginn og festi þar rætur. Lilja lauk námi frá gagnfræðaskólanum við Lindargötu og síðan tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum leiklistarskólans SÁL árið 1972 og ein af fáum sem komst í gegnum nálaraugað í inntökuprófi að Leiklistarskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún 1978. Fyrsta hlutverk Lilju í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Mörtu í Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson árið 1979 undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Það verk ferðaðist á leikhátíðir víða um heim. Í Þjóðleikhúsinu lék hún hvert burðarhlutverkið af öðru, allt fram til starfsloka við 70 aldur, svo sem Mörtu í Hver er hræddur við Virginíu Wolf, og Höllu í Fjalla-Eyvindi og Höllu. Hún lék einnig burðarhlutverk í uppsetningum Leikfélags Akureyrar og Útvarpsleikhússins og uppsetningum sjálfstæðra leikhópa eins Alþýðuleikhússins og Lab Loka. Síðustu tvo áratugina lék hún aðal- og aukahlutverk í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta. Af bíómyndum má nefna myndirnar Börn og Foreldrar í leikstjórn Ragnar Bragason, Okkar eigin Osló í leikstjórn Reyni Lyngdal, Vonarstræti og Óróa eftir Baldvin Z, Strákunum okkar í leikstjórn Róberts Douglas, Sumarlandinu í leiksjórn Gríms Hákonarsonar og Köld slóð í leikstjórn Björns Brynjúlfs en fyrir hlutverk sitt í síðastnefndu myndinni hlaut Lilja tilnefningu til íslensku kvikmyndaverðlaunanna. Þá lék hún fjölda hlutverka í sjónvarpi eins og í Fangavaktinni, Rétti, Mannaveiðum og nú síðast Flateyjargátunni. Barátta fyrir réttlátari heimi var Lilju Guðrúnu í blóð borin. Hún var virk í verkalýðsbaráttu, sinnti trúnaðarstörfum fyrir BSRB og SFR (nú Sameyki) og tók þátt í skipulagningu verkfallsviðburða. Þá sat hún á lista Alþýðubandalagsins fyrir alþingiskosningarnar árið 1995. Lilja tók þátt í ýmsum átaksverkefnum svo sem gegn umferðarslysum og fyrir foreldra barna í vímuefnaneyslu, friðargöngum, viðburðum verkafólks og gegn kjarnorkuvá. Þá átti hún hlutabréf í Hlaðvarpanum, miðstöð kvenna gegn kynferðisofbeldi. Lilja Guðrún var fjallkona Íslands á þjóðhátíðardeginum 17. júní árið 2013, þar sem hún flutti ljóð Péturs Gunnarssonar. Dætur Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur eru Karen María Jónsdóttir f. 10. desember 1975 og Inga Valgerður Henriksen f. 20. maí 1985. Útförin verður auglýst síðar
Andlát Leikhús Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira