Dvínandi virkni geti þýtt að stutt sé í gos Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2023 02:29 Vel er fylgst með stöðunni á Veðurstofunni og í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð. einar árnason Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Náttúruvársérfræðingur segir ýmislegt geta úrskýrt dvínandi virkni, reynslan sýni að skjálftavirkni falli niður rétt fyrir gos. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að dregið hafi úr stórum skjálftum á Reykjanesi þó að skjálftavirkni sé enn töluverð, enda mælast um hundrað til hundrað og fjörutíu skjálftar að meðaltali á klukkustund. Þekkt að virkni detti niður rétt fyrir gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Bjarki segir ýmislegt geta útskýrt dvínandi virkni. „Kannski hefur allt brotnað í sundur sem átti að brotna í sundur. Svo er skjálftavirknin alltaf lotukennd líkt og við höfum séð síðustu tvær vikur. Stundum er hún mikil, svo liggur hún niðri og fer stundum upp aftur. En svo gerist það líka fyrir gos að skjálftavirknin dettur niður, við vitum að kvikugangurinn er mjög grunnur.“ Gögn Veðurstofunnar sýna að kvikan sé á 800 metra dýpi. Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum sem sýna að umfang kvikugangsins er verulegt, um fimmtán kílómetra langur og kvika að nálgast yfirborð. Gangurinn nái frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Bjarki segir líklegt að kvikugangurinn hafi færst enn nær yfirborðinu. „Líklega er hann miklu grynnri núna því það er hálfur sólarhringur síðan gervihnattagögnin sýndu kvikugang á 800 metra dýpi.“ Hann tekur fram að ekki megi lesa of mikið í stöðuna enda sviðsmyndirnar fjölmargar. Óvíst sé hvenær ný gögn um stöðu kvikunnar berast, mögulega í fyrramálið. „Það verður aftur fundur hjá okkur klukkan hálf tíu í fyrramálið og í framhaldinu sendum við út tilkynningu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að dregið hafi úr stórum skjálftum á Reykjanesi þó að skjálftavirkni sé enn töluverð, enda mælast um hundrað til hundrað og fjörutíu skjálftar að meðaltali á klukkustund. Þekkt að virkni detti niður rétt fyrir gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Bjarki segir ýmislegt geta útskýrt dvínandi virkni. „Kannski hefur allt brotnað í sundur sem átti að brotna í sundur. Svo er skjálftavirknin alltaf lotukennd líkt og við höfum séð síðustu tvær vikur. Stundum er hún mikil, svo liggur hún niðri og fer stundum upp aftur. En svo gerist það líka fyrir gos að skjálftavirknin dettur niður, við vitum að kvikugangurinn er mjög grunnur.“ Gögn Veðurstofunnar sýna að kvikan sé á 800 metra dýpi. Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum sem sýna að umfang kvikugangsins er verulegt, um fimmtán kílómetra langur og kvika að nálgast yfirborð. Gangurinn nái frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Bjarki segir líklegt að kvikugangurinn hafi færst enn nær yfirborðinu. „Líklega er hann miklu grynnri núna því það er hálfur sólarhringur síðan gervihnattagögnin sýndu kvikugang á 800 metra dýpi.“ Hann tekur fram að ekki megi lesa of mikið í stöðuna enda sviðsmyndirnar fjölmargar. Óvíst sé hvenær ný gögn um stöðu kvikunnar berast, mögulega í fyrramálið. „Það verður aftur fundur hjá okkur klukkan hálf tíu í fyrramálið og í framhaldinu sendum við út tilkynningu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira