„Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2023 19:11 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir Metra djúpur sigdalur hefur myndast í Grindavík og bendir það til þess að kvikugangurinn sem myndast hefur undir bænum sé kominn mjög nálægt yfirborðinu. Mögulega sé stutt í að kvikan nái til yfirborðsins og það innan bæjarmarka Grindavíkur. Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem fór yfir stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði að umræddur sigdalur og dýpt hans sé í samræmi við GPS mælingar Veðurstofunnar. Þessi sigdalur væri vísbendinga um að kvikugangurinn undir Grindavík væri kominn nálægt yfirborðinu. „Það bendir til þess að það styttist í gos og að því miður, bendir til þess að gosið komi innan bæjarmarka Grindavíkur.“ „Það er svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Þorvaldur. Jarðskjálftarnir síðustu daga virðast hafa farið eftir um tvö þúsund ára gamalli gígaröð og það bendir til þess að kvikan sé að nýta veikleika sem sé fyrir í skorpunni. Þorvaldur sagði hana enda um átta hundrað metrum norður af Grindavík og því hafi hann talið ólíklegt að gjósa myndi í bænum. Síðan þá hafi skjálftarnir teygt sig undir bæinn og út á grynningarnar fyrir sunnan bæinn. „Hann er búinn að lengjast sem því nemur. Eins og ég sagði áðan bendir allt til þess að Grindavík fái að sjá gos sem er helst til nálægt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að ef hraunið kæmi upp þar sem siggengið sé, muni það að öllum líkindum renna til vesturs að mestu og þá frá bænum. Eitthvað muni fara til austurs en líklega ekki mikið, miðað við greiningar. „Svo er bara spurningin um hvers miklar skemmdir verða á bænum og hve stór hluti hans fer undir hraun, ef þetta allt saman raungerist,“ sagði Þorvaldur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. 12. nóvember 2023 17:07 Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12. nóvember 2023 15:07 Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31 „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ 12. nóvember 2023 12:58 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem fór yfir stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði að umræddur sigdalur og dýpt hans sé í samræmi við GPS mælingar Veðurstofunnar. Þessi sigdalur væri vísbendinga um að kvikugangurinn undir Grindavík væri kominn nálægt yfirborðinu. „Það bendir til þess að það styttist í gos og að því miður, bendir til þess að gosið komi innan bæjarmarka Grindavíkur.“ „Það er svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér,“ sagði Þorvaldur. Jarðskjálftarnir síðustu daga virðast hafa farið eftir um tvö þúsund ára gamalli gígaröð og það bendir til þess að kvikan sé að nýta veikleika sem sé fyrir í skorpunni. Þorvaldur sagði hana enda um átta hundrað metrum norður af Grindavík og því hafi hann talið ólíklegt að gjósa myndi í bænum. Síðan þá hafi skjálftarnir teygt sig undir bæinn og út á grynningarnar fyrir sunnan bæinn. „Hann er búinn að lengjast sem því nemur. Eins og ég sagði áðan bendir allt til þess að Grindavík fái að sjá gos sem er helst til nálægt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að ef hraunið kæmi upp þar sem siggengið sé, muni það að öllum líkindum renna til vesturs að mestu og þá frá bænum. Eitthvað muni fara til austurs en líklega ekki mikið, miðað við greiningar. „Svo er bara spurningin um hvers miklar skemmdir verða á bænum og hve stór hluti hans fer undir hraun, ef þetta allt saman raungerist,“ sagði Þorvaldur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. 12. nóvember 2023 17:07 Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12. nóvember 2023 15:07 Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31 „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ 12. nóvember 2023 12:58 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. 12. nóvember 2023 17:07
Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. 12. nóvember 2023 15:07
Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. 12. nóvember 2023 14:31