„Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2023 10:37 Erna Pálrún ásamt manni sínum Ómari. Þau bíða og vona eins og svo margir Grindvíkingar. Fjölmargir Grindvíkingar hafa ekki séð myndir af bænum sínum síðan allsherjarrýming var framkvæmd á föstudagskvöld. Íbúar í Grindavík óttast miklar skemmdir á húsum sínum. Íbúi í Grindavík vonast til að fá að sækja muni heim til sín. Erna Pálrún Árnadóttir fór í bíltúr með manni sínum og syni á föstudaginn óviss um vendingarnar sem yrðu síðar um kvöldið. „Við byrjuðum á því að fara í bíltúr með strákinn okkar og fórum svo bara og fengum okkur að borða á Selfossi. Svo fengum við bara ekkert að fara aftur heim,“ segir Erna Pálrún. „Það eina sem við vorum með voru hundarnir okkar og fötin sem við vorum í.“ Hún segir það hafa verið óþægilega tilfinningu að fá ekki að fara aftur heim til sín. „Maður fer í pínu panic og sjokk. Hvað maður á að gera? Héldum að við færum aftur heim á laugardaginnn,“ segir Erna Pálrún. Vafalaust voru fleiri Grindvíkingar sem áttu von á því að fá að fara aftur heim daginn eftir. Ekki hefur orðið af því enn þá þó nýjustu tíðindi hljóði upp á að fólk fái að fara með björgunarsveitum í hollum. „Við erum hjá foreldrum mínum uppi í Breiðholti,“ segir Erna Pálrún. Hún hrósar hunda- og kattahótelinu í Keflavík sérstaklega sem hafi opnað fyrir hunda og ketti í Grindavík endurgjaldslaust. Það hafi reynst þeim vel. „Við erum með fjóra hunda og það er auðvitað erfitt að vera inni á öðrum með svo marga hunda.“ Fram kom á heimasíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í gær að stór og löng sprunga hefði opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík vegna kvikuinnskots. Var vísað til mynda sem Ingibergur Þór Jónassyni tók og sjá má hér að neðan. Þessar upplýsingar valda Ernu Pálrúnu og fleirum áhyggjum. „Við sáum þetta í fréttunum í gær, þetta sig. Miðað við lýsinguna, að þetta fari í gegnum grunnskólann, þá er húsið okkar beint á móti grunnskólanum,“ segir Erna Pálrún. Hún og fleiri Grindvíkingar vilji sjá hvernig bærinn líti út eftir yfirstandandi skjálftavirkni. Drónabann í gangi „Maður veit ekki neitt. Það er þessi bið sem er svo óþægileg,“ segir Erna Pálrún. Hún vilji geta áttað sig betur á stöðunni. „Já og það eru fleiri sem vilja sjá hvernig staðan er.“ Samgöngustofa lýsti yfir algjöru drónabanni á svæðinu í kringum Grindavík í gær. Væntanlegt eldgos var gefið sem ástæða fyrir banninu. Blaðamannafélag Íslands hefur mótmælt banninu og krafist þess að fjölmiðlar fái undanþágu. „Ljósmyndarar, myndatökumenn og aðrir blaða- og fréttamenn sem eru að störfum á hættusvæði þurfa að að sjálfsögðu að gæta fyllstu varúðar og gæta þess að skapa ekki hættu fyrir vísindamenn og björgunarfólk. Við þessar aðstæður er því mikilvægt að góðar samskiptaleiðir séu til staðar milli blaðamanna og yfirvalda svo tryggja megi öryggi vísindamanna og björgunarfólks um leið og myndum af atburðunum er miðlað til almennings. Að mati Blaðamannafélags Íslands er hins vegar óeðlilegt að yfirvöld banni alfarið drónaflug blaðamanna við störf,“ segir í tilkynningu blaðamannafélagsins. Svæðið sem bannað er að fljúga dróna yfir samkvæmt tilskipun Samgöngustofu.Isavia Erna Pálrún er ekki í fyrsta hópnum sem fær að fara til Grindavíkur í dag að sækja eignir úr húsum sínum. „Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Erna Pálrún Árnadóttir fór í bíltúr með manni sínum og syni á föstudaginn óviss um vendingarnar sem yrðu síðar um kvöldið. „Við byrjuðum á því að fara í bíltúr með strákinn okkar og fórum svo bara og fengum okkur að borða á Selfossi. Svo fengum við bara ekkert að fara aftur heim,“ segir Erna Pálrún. „Það eina sem við vorum með voru hundarnir okkar og fötin sem við vorum í.“ Hún segir það hafa verið óþægilega tilfinningu að fá ekki að fara aftur heim til sín. „Maður fer í pínu panic og sjokk. Hvað maður á að gera? Héldum að við færum aftur heim á laugardaginnn,“ segir Erna Pálrún. Vafalaust voru fleiri Grindvíkingar sem áttu von á því að fá að fara aftur heim daginn eftir. Ekki hefur orðið af því enn þá þó nýjustu tíðindi hljóði upp á að fólk fái að fara með björgunarsveitum í hollum. „Við erum hjá foreldrum mínum uppi í Breiðholti,“ segir Erna Pálrún. Hún hrósar hunda- og kattahótelinu í Keflavík sérstaklega sem hafi opnað fyrir hunda og ketti í Grindavík endurgjaldslaust. Það hafi reynst þeim vel. „Við erum með fjóra hunda og það er auðvitað erfitt að vera inni á öðrum með svo marga hunda.“ Fram kom á heimasíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í gær að stór og löng sprunga hefði opnast á nokkrum stöðum í og við Grindavík vegna kvikuinnskots. Var vísað til mynda sem Ingibergur Þór Jónassyni tók og sjá má hér að neðan. Þessar upplýsingar valda Ernu Pálrúnu og fleirum áhyggjum. „Við sáum þetta í fréttunum í gær, þetta sig. Miðað við lýsinguna, að þetta fari í gegnum grunnskólann, þá er húsið okkar beint á móti grunnskólanum,“ segir Erna Pálrún. Hún og fleiri Grindvíkingar vilji sjá hvernig bærinn líti út eftir yfirstandandi skjálftavirkni. Drónabann í gangi „Maður veit ekki neitt. Það er þessi bið sem er svo óþægileg,“ segir Erna Pálrún. Hún vilji geta áttað sig betur á stöðunni. „Já og það eru fleiri sem vilja sjá hvernig staðan er.“ Samgöngustofa lýsti yfir algjöru drónabanni á svæðinu í kringum Grindavík í gær. Væntanlegt eldgos var gefið sem ástæða fyrir banninu. Blaðamannafélag Íslands hefur mótmælt banninu og krafist þess að fjölmiðlar fái undanþágu. „Ljósmyndarar, myndatökumenn og aðrir blaða- og fréttamenn sem eru að störfum á hættusvæði þurfa að að sjálfsögðu að gæta fyllstu varúðar og gæta þess að skapa ekki hættu fyrir vísindamenn og björgunarfólk. Við þessar aðstæður er því mikilvægt að góðar samskiptaleiðir séu til staðar milli blaðamanna og yfirvalda svo tryggja megi öryggi vísindamanna og björgunarfólks um leið og myndum af atburðunum er miðlað til almennings. Að mati Blaðamannafélags Íslands er hins vegar óeðlilegt að yfirvöld banni alfarið drónaflug blaðamanna við störf,“ segir í tilkynningu blaðamannafélagsins. Svæðið sem bannað er að fljúga dróna yfir samkvæmt tilskipun Samgöngustofu.Isavia Erna Pálrún er ekki í fyrsta hópnum sem fær að fara til Grindavíkur í dag að sækja eignir úr húsum sínum. „Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira